Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 23.10.1951, Síða 3

Alþýðumaðurinn - 23.10.1951, Síða 3
ÞriSjudagur 23. október 1951 ALÞÝÐUMAÐURINN Til foreldrii (Frá barnaverndarnefnd.) Góðir foreldrar! Nú er sumar- ið senn á enda. Það er að kveðja með alla sína fegurð, allt sitt starf og strit, sorgir og gleði, ann- ir og erfiði. Flestir, ungir og gamlir, hafa eftir getu og ástæð- um verið að einhverju leyti þátt- takendur í því hlutverki, sem sumarið lagði í hendur okkar. Margt af þeim störfum, sem unn- in voru hafa hætt hag okkar og þroskað okkur til aukins mann- dóms og menningar. Svo á það líka að vera, einkum hvað snertir börnin og ungling- ana, sem á þessu sumri haía stælt krafta sína við ýmis konar störf, hæði í bæ og sveit. Nú eru þau störf lögð til hliðar í bili, en aðr- ar annir og störf krefjast tíma þeirra og orku. Nú eru það skól- arnir og námið, sem sinna þarf. Þau störf krefjast ekki síður tíma og atorku, ef rækja á þau af alúð og trúmennsku. Öllum ætti að vera það ljóst, ekki sízt foreldrum, hve geysimargt það er, sem truflun- um veldur á námsstörfum barna og unglinga. Til þess liggja marg- ^ ar ástæður, bæði persónulegar og 1 félagslegar. Hér skal ekki farið út í þá sálma, en aðeins minnst á | einn þátt í því mikla vandamáli, en það eru útiverur barna og unglinga á kvöldin. Óhætt mun að fullyrða, að ekk- ert trufli eins námsgetu barna og unglinga, eins og útiverur seint á kvöldin. Á þetta hefir oft verið bent, en liér er minnst á þetta at- riði einungis til að minna for- eldra á, að slaka ekki til um of í þessum efnum. Börn og unglingar, sem hafa það að reglu að vera úti seint á kvöldin, eru áreiðanlega í hættu stödd. Það eru fyrstu sporin til ýmis konar óreglu, sem að lokum geta haft hinar alvarlegustu og sorglegustu afleiðingar. Á kvöld- in eru margar freistingar fyrir óþroskaða barnssál, sem ennþá kann ekki að gera greinarmun þess, sem saklaust kann að vera og hins, sem spillir. Siðferði hinna fullorðnu, er börnin þó taka sér til fyrirmyndar, er því rniður, oft ekki á marga fiska. En oftast eru ruddaskapur og óknyttir hafðir í frammi, þegar dagsbirtan dvín, svo að hægt sé að láta náttmyrkrið skýla athöfn- um og persónu. Foreldrar góðir! Svarið í ein- lægni þessari spurningu: Græðir barnið mitt nokkurn tíma á úti- veru seint á kvöldin? Svarið verður oftast neikvætt. „En það er ekki gaman að ráða við þetta,“ er oft sagt, og vafalaust er það rétt. Það er heldur ekki til neitt allsherjarráð, sem hægt er að gefa foreldrum, og duga mundi í þessu vandamáli. Bænir og hótan- ir eru stundum jafn áhrifalausar. Félagarnir, gatan, bíóin o.m.fl. lokkar og seiðir, og bænir og bönn eru virt að vettugi. En er ekki eitthvað öðruvísi en ætti að vera þar, sem 10—12 ára börn ráða athöfnum sínum að mestu leyti sjálf og virða að vettugi vilja og óskir foreldranna? Er ekki afskiptaleysi foreldranna og einræðishneigð barnanna í öfg- um, ef börnin eru sínir eigin hús- bændur, eða máske á heimilinu? Góðu foreldrar! Börnin eru dýrmætasta eign okkar. Innileg- asta ósk allra óspilltra foreldra er, að hörnin þeirra verði góðar og heiðarlegar manneskjur. Til þess að svo megi verða, vilja flestir eða allir fo.rða þeim frá því, sem spillir hugsunarhætti þeirra og athöfnum. Utiverurnar seint á kvöldin eru | eitt hið helzta, sem gjalda þarf varhug við, því að þeim fylgja margar hættur, sem geta haft hin-' ar hryggilegustu afleiðingar. Börn ættu sem sjaldnast, helzt aldrei, að sækja kvikmyndasýn- ingar kl. 9, og margir foreldrar láta börn sin ekki gera það, og er það til fyrirmyndar. Þær myndir, sem sýndar eru á þeim tíma, eru sjaldnast fyrir börn, og þó þær séu ekki heinlínis bannaðar hörn- um, hafa flestar þeirra ekkert gildi fyrir þau, enda oft mjög misskildar af þeim, sem eðlilegt er. Til þess að hjálpa foreldrum í því efni, sem hér hefir verið drep- ið á að framan og ýmsum öðrum vandamálum varðandi uppeldi barna og unglinga, hefir dóms- og kirkjumálaráðuneytið staðfest eftirfarandi reglugerð um barna- vernd á Akureyri. Er það vin- samleg ósk barnaverndarnefndar Akureyrar, að foreldrar og aðrir, sem þar eiga hlut að máli, kynni sér reglugerð þessa rækilega. REGLUGERÐ UM BARNAVERND Á AKUREYRI. 1. gr. — í umdæmi barnavernd- arnefndar Akureyrar er bannað að selja börnum og unglingum innan 16 ára aldurs tóbak, hverju nafni 'sem nefnist, gefa þeim það, eða stuðla að því að þau neyti þess, eða hafi það um hönd. 2. gr. — Bönnuð er sala á spýtubrjóstsykri (sleikjum) og brjóstsykursstöngum, svo og öðr- um þeim sælgætisvörum, sem að áliti héraðslæknis og barnavernd- arnefndar geta talizt hættulegar börnum og unglingum. 3. gr. — Engar leiksýningar eða opinberar skemmtanir, sem börnum og unglingum innan 16 ára aldurs er ætlaður aðgangur að, má halda, nema barnavernd- arnefnd hafi verið gefinn kostur á að kynnast efni þeirra, og ákveður hún þá, að því athug- uðu, hvort börnum og ungling- um skuli leyfður aðgangur að þeim. 4. gr. — Börnum og ungling- um innan 16 ára aldurs er bann- aður aðgangur að almennum knattborðsstofum, dansstöðum og öldrykkj ustof um. Þeim er og bannaður aðgangur að almenn- um kaffistofum eftir kl. 6 s.d. nema með aðstandendum sínum. Eigendum og umsjónarmönnum þessara stofnana ber að sjá um, að börn og unglingar fái þar ekki aðgang og hafizt þar ekki við. Börnum, yngri en 12 ára, er bannað að vera á almannafæri eftir kl. 8 að kvöldi á tímabilinu frá 15. sept. til 1. apríl og eftir kl. 10 s.d. frá 1. apríl til 15. sept. nema í fylgd með aðstandendum. Börn, 12—14 ára, mega ekki vera á almannafæri eftir kl. 10 að kvöldi á tímabilinu frá 15. sept, til 1. apríl, og ekki eftir kl. 11 s.d. á tímabilinu frá 1. apríl til 15. sept. nema í fylgd með að- standendum sínum. Foreldrum eða húsbændum barnanna ber, að viðlögðum sekt- um, að sjá um að ákvæðum þess- um sé framfylgt. 5. gr. — Börn og unglingar innan 14 ára aldurs mega ekki selja blöð eða bækur, nema að fengnu leyfi barnaverndarnefnd- ar. 6. gr. — Brot gegn reglugerð þessari varða sektum sem brot gegn barnaverndarlögunum. Skal farið með mál þeirra vegna, eins og fyrir segir um slík mál í barna- verndarlögunum. Konvörur - Syhir Rúgmjöl ...................... kr. 3.00 pr. kg. Hveiti, kanadiskt ............... — 2.95----- Hveiti, 10 lbs. smápokar......... — 15.85---- Hafragrjón ...................... — 3.60----- Heilhveiti ...................... — 3.00----- Flveitiklíð ..................... — 2.35----- Molasykur ....................... — 5.10----- Strásykur ....................... — 5.00----- Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeildin og útibú Nr. 38/1951. TILKYNNING Fjárhagsráð hefir ákveðið eftirfarandi hámarksverð á brauðum í smásölu: Án söluskatts: Með söluskatti: Franskbrauð, 500 gr... kr. 2.47 kr. 2.55 Heilhveitibrauð, 500 gr. — 2.47 — 2.55 Vínarbrauð, pr. stk..... — 0.68 — 0.70 Kringlur, pr. kg........ — 7,23 — 7.45 Tvíbökur, pr. kg........ — 11.01 — 11.35 Séu brauð bökuð með annarri þyngd, en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim slöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Reykjavík, 17. okt. 1951. Verðlagsskrifstofan. N ý 11 ! usicoir frá SJÖFN Reynið þessa nýju sápuspæni. Sápuyerksmiðjan SJÖFN Akureyri • Lögtök Eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri og að undan- gengnum úrskurði verða eftirtalin gjöld til Akureyrarkaup staðar fyrir yfirstandandi ár, sem fallin eru í gjalddaga, tekin lögtaki á ábyrgð bæjarsjóðs en á kostnað gjaldenda, að liðnum átta dögum frá birtingu þessarar auglýsingar: 1. Útsvör, fallin í gjalddaga skv. 1. nr. 66, 1945. 2. Fasteignaskaltur og fasteignagjald. 3. Ólokin gjöld til Hafnarsjóðs Akureyrar. Bæjarfógetinn á Akureyri, 16. okt. 1951. Aðalfimdur FLUGFÉLAGS ÍSLANDS h.f. verður haldinn í Kaupþingssalnum í Reykjavík, föstudaginn 16. nóvember 1951, kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Lagabreytingar. Aðgöngu- og atkvæðamiðar fyrir fundinn verða afhentir í skrifstofu félagsins, Lækjargötu 4, dagana 14. og 15. nóv. STJÓRNIN.

x

Alþýðumaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.