Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 20.12.1951, Blaðsíða 6

Alþýðumaðurinn - 20.12.1951, Blaðsíða 6
6 * Jólablað Alþýðumannsins * Fimmtudagur 20. desember 1951 maður, sem byggir yíir þrám og viljaþreki. En það var n úeitthvað annað.1’ „En var það nú ekki einmitt hamingjan mesta fyrir þig, að ég var svona — eða hagaði mér svona, réttara sagt? Jens sagði þetta í fullum rómi, eins og hann liefði iekði upp vörn fyrir sig. „Jú — auðvitað — fyrir okkur bæði. Og svo kom stundin, þegar ég slapp út úr heimabúrinu. Ég hefi oft í seinni tíð skelfzt af því að hugsa um, í hvílíkri hættu ég var þá. Hve litlu það gat munað, að ég glataðist, óreynd stúlkan, yfirfull af rómantískum hugarórum, í leitinni að æskuprinsinum, sem óstýrlát æska mín krafðist að kæmi á móti mér þegar á fyrsta leiti. Lífs- hamingja mín var, að ég hitti hann strax. Og að hann var eins mikið göfugmenni og hann var glæsilegur. Alveg eins og hann hafði alllaf verið i æskudraumum mínum.“ „Og þú sagðir mér fyrstum allra frá æfintýrinu fagra.“ Jens sagði þetta meira sem innskot en að róm- ur hans lýsti nokkrum sérstökum geðhrifum. „Já — ég var svo óumræðilega sæl — eins og barn- Og eins og ég hljóp til þín, þegar ég var barn, kom mér enginn annar í hug. Þá fyrst þegar þú svaraðir ekki því bréfi, mundi ég eftir því, að þú værir ekki lengur Jens litli í pakkhúsinu.“ „Ég gat ekki svarað því bréfi. Það hefði verið hættu- legt þín vegna. Ég er karlmaður og veit því vel, hversu heimskulega afbrýðissamir við oft erum. Ég sá, að allt var mér tapað. En ég elskaði þig allt of heitt til að geta, ef til vill hugsað til, að vera valdur að því að nokkurt ský gæti dregið fyrir heiðríkju ástar ykkar, eins og þú orðaðir það svo fallega í bréfinu. Alltaf var það hugsunin um þig. Og til þess að skilnaður okkar væri alger, sagði ég upp stöðunni í pakkhúsinu frá næstu vordögmn.“ „Ég skildi ekkert af þessu þá. Hafði ekki tíma til að hugsa um það. Hafði'yfirleitt engan tíma til að hugsa um nokkuð annað en mína eigin hamingju. Þegar við giftum okkur, var ég við að búa út gestalistann, og skrifáði þitt nafn með þeim fyrstu. En mannna strikaði bað út aftur, án þess að ég tæki eftir því, eða tæki nokkuð eftir því, að þig vantaði við veizluborðið. Svo blind var ég af sælu- Hvar hélztu þig brúðkaupsdaginn? Eg sá þér aldrei bregða fyrir.“ „Og þú hlifðir mér ekki við að segja þá sögu.“ Þetta kom Iíkast stunu frá gestinum. Svo þagði hann andar- tak. „Máske er það bezl, að þú fáir að vita það líka. Það er j)á ekkcrl skilið eftir. Um margt sem skeði þenn- an dag, vissi ég ekkert. Ég var þess einu sinni ekki meðvitandi, að það var annar í jólum. Ég svaf ekkert nóttina fyrir. Mér var sagt seinna, að veðrið hefði ver- ið dásamlega gott. Himininn eitt• stjörnu- og norður- ljósahaf, eftir að rökkva fór. Ég held, að ég hafi ekki borðað neitt um daginn. Ég fór í kirkjuna til að heyra þig segja já. Þó vissi ég fyrirfram, hvernig þú myndir segja það. Ég reikaði um bæinn allt kvöldið eirðarlaust, stefnulaust og lilgangslaust. Þó enduðu allar þær göng- ur í dinmia króknum milli húsanna hérna beint á móti- Þaðan sást inn í slofuna, þar sem veizlufólkið sat að borðuin og síðar drykkju. Ég sá þér bregða fyrir nokkrum sinnum, dýrðlegri, geislandi af gleði og un- aði. Ég svalg þá sjón eins og þyrstur maður. Þegar á kvöldið leið, var farið að stíga dans. Ég sá þig svifa eins og gyðju um gólfið í famðmi brúðguma þíns —; ofursæla — dásamlega — dreymandi. Ég stóð og horfði hreyfingarlaus — ég veit ekki hve lengi. Ég rankaði við mér, þegar ég fann, að mér var orðið kalt og svo ])reyttur í fótunum, að ég reikaði, þegar ég gekk burtu. Hvert ég ætlaði, var mér ráðgáta. Ég bara gekk og gekk — stefnulaust án takmarks. Ég vissi ekki’ fyrr en ég var kominn út fyrir bæinn — út í auðnina — og þögnina. Ég vissi ekkert — fann ekkert nema að ég var einn — aleinn — á auðninni.“ Síðustu orðunum hvíslaði Jens, eins og hann væri hræddur við að rjúfa þögnina. Hæði þögðu um stund. Frúin spurði einkis. Vissi, tið framhaldið myndi koma, þegar Jens væri búinn að jafna sig. Svo varð líka en í hálfum hljóðum og slitrótt- „Ég sætti mig við að gefa mig auðninni á vald. En ég hafði reiknað dæmið rangt. Ég var ekki einn. Ég heyrði nafn mitt nefnt þýtt og innilega. Mér fannst hljóðið koma einhvers staðar utan úr auðninni. En svo var tekið undir handlegg mér aftan frá — mjúklega en þétt — og ég var stöðvaður. Ég leit ekki við. Ég vissi, hver hún var. Svo var hvíslað: „Komdu vinur minn. Það ei allt of kalt til að vera úti í nótt.“ „Það hefir verið hún, sem síðar varð konan þín,“ greip frúin fram í. „Já, ég hafði séð henni bregða fyrir nokkrum sinn- um á rölti mínu u mbæinn þennan dag. Hún hefur séð, hvernig mér leið. Eins og þú kanske manst, bjuggu þær mæðgurnar i litlu húsi í útjaðri bæjarins, rétt þar sem ])jóðvegurinn liggur inn í hann. Hún sat við gluggann um kvöldið og sá til ferða minna- — Ég svaraði henni engu. — Lét hana alveg ráða. Hún spurði heldur ein- kis, en leiddi mig heim til sín. afklæddi mig og háttaði mig niður í rúmið sitt, og vakti yfir mér mn nóttina. — Óttaðist, að ég myndi veikjast.“ „Hafði nokkuð verið á milli ykkar áður?“ „Nei — en ég hafði vilað um það tvö árin á undan, að hugur hennar dvaldi oft hjá mér.“ „Og þið giftuð ykkur vorið eftir. Var ekki hjóna- band ykkar ágætt? Mér var sagt svo.“ Frúin gekk hljóð- lega fram í eldhúsið, og Jens heyrði hana sýsla þar við katla og könnur. Svo kom hún inn og settist við borð- ið. Jens tók upp þráðinn aftur. „Þú spurðir um hjónabandið. Fyrirmyndar hjóna- band, sagði fólkið. Þú veizt, hvernig ég.er viðskipta. Hún var mér í öllu fremri. Hún elskaði eins og sak- laus og göfug alþýðustúlka ein getur elskað- Hún krafð- ist aldrei neins. Vissi æfinlega, hvers ég óskaði. Var fyrirmyndar húsmóðir, virt af öllum. Betri lífsföru- naut var ekki hægt að óska sér. Misklíð þekktum við ekki. Ekki einu sinni út af því, hvert okkar yrði sakað um það, að okkur varð ekki barna auðið.“ „Ég hefi séð það, að minningar þínar um hana eru hlýjar og varanlegar.“ „Hvernig?“ „Ég hefi séð það í kirkjugarðinum. Hann ber þess ótvirætt vitni, hvernig við, sem eftir lifum, hugsum til þeirra, sem þar hvíla. Sumir hirða legstaðina vel og prýða þá. Um aðra er ekkert hirt. Við giftum okkur með fimm mánaða millibili. Það liðu l.ka röskir finun mánuðir milli þess, sem við fluttum lífsförunauta okk- ar út í kirkjugarðinn. Ég á oft erindi gangað út. Graf- reiturinn þinn verður alltaf á vegi mínum. Gröfin hennar er svo hlýlega umbúin, að það minnir meira á vel uppbúið rúm, en kaldan moldarbeð- Og að sú minn- ing sé varanleg, sem við hana er tengd, sá ég síðast í dag. Ég var þar úti fyrir hádegið. Maðurinn minn gaf mér æfinlega rósir á giftingardaginn okkar. Síðan hann dó, færi ég honum þann dag rósir þangað út. Þær rósir deyja sama sólarhringinn á þessum tíma árs. Ég átti leið fram hjá grafreitnum þínum eins og vant var. Ég sá, að þú hafðir verið þar um jólin. Þú hafðir lagt vel gerðan kross úr greni á leiðið. Þó regn og stormur, frost og fjúk herji jörðina. heldur grenið lit sínum Iangan tíma. Mér fannst þessi litli yfirlætislausi kross segja meira en allt annað þar úti.“ „Þú ætlir að þekkja það, hvað natinvirkur ég er. Hví sky.ldi það ekki sýna sig, þegar um væntanlegt hvílurúm okkar beggja er að ræða.“ Hér þagnaði Jens, eins og hann hugsaði sig um, hvernig framhaldið ætti að vera. Hann ræskti sig nokkrum sinnum eins og kökkur sækti i hálsinn og hann væri hálfhræddur við að segja ]>að, sem brauzt um í honum. „Við höfum verið að tala um landnám okkar í kirkju- garðinum- Hefir þér aldrei fundizt það einkennileg til- viljun, hve skammt varð á milli þeirra, sem nú hvíla þar úti. Að það benti máske á eitthvað viðvíkjandi okkur, sem eftir lifum.“ Jens fannst óratími áður en konan liandan við borðið svaraði. Og hún fór sér að engu hratt. Vó hvert orð og bar þau þannig fram, að meining þeirra yrði i engu mis- skilin: „Ég hugsaði yfirleitt ekki um annað en sorg mína og missir fyrstu árin. Svo var eins og ég vaknaði upp af annarlegum dvala. Móðurskyldan kallaði á. mig. P’yrir börnin mín og hans varð ég að starfa eins og þrek mitt leyfði. Þú getur skilið, livílik breyting það ei fyrir konu, sem alltaf hafði verið borin á annara höndum, að standa alein uppi — með sorgina eina í húsinu. En þegar ég áttaði mig á, að börnin mín þurftu mín með — og í gegnum þau átti ég samband við hann, scm mér fannst í fyrstu að hefði verið tekinn frá mér, var sem inér yxi ásmegin, og ég öðlaðist fró og gleði í starfinu. Nú var það ég ein, sem stóð undir hlutverki okkar beggja. Mér fannst ég vaxa með hverjum degi — við hverja raun sem mætti mér. Áður hafði ég verið ein í sorginni. Nú stóð ég ein í starfinu fyrir heill og framtíð sýnilegs ávaxtar ástar og vona okkar beggja. Eg var stolt af því hlutverki. Ég óskaði ekki eítir hlut- deild neins annars í því-“ Hér tók konan sér málhvíld. Jens sá við glætuna frá lampanum, að hún starði fram fyrir sig — út í myrkan fjarskann. Svo var sem hún áttaði sig, og hún tók þráðinn upp aftur. „Ég hefi engin heilabrot haft um framtíð mína. Ég liefi vikið öllu þess háttar frá mér jafnskjótt og það hefir hvarflað að mér. Ég hefi vitað, að ég stend enn á hápunkti þroskaðar konu. Ég hefi oftar en einu sinni orðið þess vör, að jafnvel ungir menn hafa umgengist mig eins og ég væri ung kona, sem ætti aðdáun þeirra — jafnvel tilbeiðslu. Þetta hefir sært mig og jafnvel grætt. Ég hefi einu sinni elskað. Það endurtekur sig ekki aftur. Ég hefi gefið aðeins einum manni sál mína og líkama — aðdáun mína og örlög — þrár mínar og framtíðarvonir — allt, sem ég átli og á. 1 vitund minni er ég helgidómur fyrir hann einan, sem sá saurgaði, er gerði ráð fyrir, að yrði öðrum gefinn. Mig myndi hrylla við hverjuin þeim, sem leitaði ráðahags við mig. Guð má vita, hvort sú hrylling gæti ekki auðveldlega snúizt upp í Iífshatur.“ Hér þagnaði konan aftur, eins og hún væri að athuga, hvort hún ætti ekki að halda áfram. Svo rétti hún sig up í stólnum eins og hún hefði tekið ákvörðun: „Ég fann að hverju þú vékst áðan, þegar þú minntir á, að við hefðum, fyrir rás óviðráðanlegra atburða, staðið ein cftir hvort i sínu lagi. Ég hefi óbeinlínis svarað þessu hér á undan. Ég hefi ekki gleymt æsku- dögum okkar og öllu því, sem þú gerðir til að bæta úr bernskuóskum mínum. Þú getur skilið, að velvild til ])ín er ekki afmáð. En ef það hefðu ekki verið bömin mín — og hans, sem fórnuðu öllura spariskildingun- um sínum til að gefa mér jólakápuna — og tókst það með þinni hjálp — á ævintýralegan hátt — þá hefði ég endursent hana, frá hverjum sem hún hefði komið. Og þá fyrst, er þau hafa endurgreitt það, sem frá þér er, finnst mér að kápan sé þess virði sem hún er —. Tilheyri mér fyrir fullt og allt. — Hvernig annars *t- vikaðist það, að þú komst inn í þetta jólaævintýri?“ „Við skulum kalla það tilviljun, ef þú kant betur við það. Ég var svo hégómlegur að líta á það sem köllun frá vini, sem kominn er yfir fyrir tjaldið, sem blindni mannanna og heimska hefir búið til milli sýnilega heimsins og þess ósýnilega. — Hvað var það, sem knúði mig — lét mig enga ró liafa — fyrr en ég fór út þetta kalda kvöld til að framkvæma athöfn, sein ekkert lá á og ég gat innt af hendi strax næsta dag, um leið og ég gengi til vinnu minnar? Leið mín lá fram hjá glugg- anum, þar sem börnin stóðu og horfðu inn í dýrðina. Þetta vakti forvitni m.'na. Það er svo fátítt að börn staðnæmist við þennan glugga. Ég færði mig nær, án þess það vekti athygli þeirra, og komst að leyndarmáli þeirra gegnuin samtalið, sem fram fór. — Þú, sem þekkir öllum betur, hvað vel ég stenzt tár barnanna, ættir líka að skilja, hvílík ánægja mér var það að láta vonir þeirra rætast. Gegnum samtalið við þau þá, og þegar þau komu að sækja kápuna, rifjaðist svo margt upp fyrir mér frá bernskuárum þínum og yljaði hjarta mínu, að þessi jól urðu fyrstu jólin, eftir að ég varð einn aftur, sem urðu mér jól í orðsins réttu merkingu. Og þessi litla hjálp, börnunum til handa, er margsinn- is greidd. Fyrst með kynningu við þau — og í kirkj- unni í gær. Getur þú ekki skilið það, að mér hafi ver- ið það eftirlæti að sjá hitt fólkið í kirkjunni horfa að- dáunaraugum til þín. Sjá þig stolta og glæsilegasta af

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.