Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 29.09.1953, Side 2

Alþýðumaðurinn - 29.09.1953, Side 2
1 ALÞÝÐUMAÐURINN Þriöjudagur 29. september 1953 ALÞÝÐUMAÐURINN Utgefandi: Alþýðuflokksfélag Akureyrar Ritstjóri: BRAGI SIGURJÓNSSON Bjarkarstíg 7. Sími 1604. Verð kr. 30.00 á ári. Lausasala kr. 0.75 blaSið. PrentsmiSja Björns Jónssonar h.f. Svo mæla börn sem vilja- Kannske var þaÖ tilviljun, en vísast þó ekki, að síðastliðinn miðvikudag fluttu tvö blöð lands- ins „hugvekju“ um „undanhald“ og „hrörnun“ sósíalismans. Þessi blöð voru Morgunblaðið og Dag- ur. Sennilega hefir enginn furð- að sig á hinum grófu fölsunum, sem Morgunblaðið beitti, því að það er daglegt brauð þess gagn- vart jafnaðarstefnunni, en nokkra undrun mun hafa vakið skrif Dags, þar sem ritstjóri þess blaðs hefir virzt taka blaðamannsheið- ur sinn talsvert alvarlegar en Morgunblaðsmenn eru taldir gera. Greinarhöfundur Dags virðist helzt ganga með þá meinloku í höfðinu, að sósíalismi sé eitt og hið sama og ekkert meira en þjóðnýting, sem kölluð er. Sé svo, veitir honum ekki af að læra bet- ur um jafnaðarstefnuna. Eins og flestir munu vita, er hún hugsuð og ætluð sem leið til aukins jafn- réuis og aukinnar velmegunar al- mennings og til þess að ná þessu marki er áœtlunarbúskapur ein höfuðleiðin, hvað velmegunina snertir, en réttlát félagslöggjöf ein aðalundirstaða jafnréttis. Þjóðnýting ýmsra atvinnu- greina er aðeins einn liður í áætl- unarbúskap. Hún er heldur aldrei neitt markmið í sjálfu sér. Sé hægt að ná sama árangri í auk- inni velmegun þjóðar eftir öðr- um leiðum, hafa jafnaðarmenn síður en svo á móti þeim. Hins vegar er það yfirleitt skoðun þeirra, að stóratvinnutæki, sem einstaklingurinn ræður hvort eð er ekki við að reka nema með stórfelldum fjárframlögum frá ríkinu, sé eðlilegra að þjóðnýla, enda hefir reynslan sýnt, að svo er, þegar þjóðnýtingin hefir ver- ið sómasamlega rekin, en auðvit- að getur orðið misbrestur á því, eins og fleirum mannanna verk- um. En hvað er svo hæft í þeim fullyrðingum Dags og Morgun- blaðsins, að jafnaðarstefnan sé á undanhaldi, hvað fylgi snertir við hana meðal liins almenna kjós- anda? Við skulum líta á staðreyndir: 1. Jafnaðarmenn í Bretlandi hafa aldrei fengið hærri atkvæða- tölu en við síðustu þingkosning- ar þar í landi, enda þótt þeir töp- uðu þingmeirihluta. Þeir fengu talsvert meira atkvæðamagn en íhaldsflokkurinn. Veröfl borgír framtíðarinnar með himni ór plasti? ♦ Amerískur prófessor hefir fengið þá hugmynd Hugsanlegt er, að borgir verði í framtíðinni byggðar undir gagnsæum himni úr plasti og geta menn þá ráðið, hvaða hita- stig þar ríkir. Ambrose Richardson heitir prófessor við háskólann í Illinois. Hann er 35 ára að aldri, er bygg- ingameistari og hefir verið pró- fessor þarna í átta ár. Hann hefir gert nákvæma áætlun um þessar borgir, sem eiga að hafa tjald- þak fyrir himinn. Ollum undir- búningi er að vísu ekki lokið, en hann langar til að sýna í fram- kvæmd hvernig þess háttar borg á að vera og er fús á að byggja smáborg til reynslu á hæfilega stóru svæði. Richardson gerir ráð fyrir því að í kringum borgarhlutana verði reistir léttir veggir úr plasti. Og Við síðustu bæjarstjórnarkosn- ingar þar í landi vann flokkurinn fjölmörg ný sæti í bæjarstjórn- um. 2. Vestur-þýzki jafnaðarmanna- flokkurinn bætti við sig rúmlega milljón atkvæðum við þingkosn- ingarnar í haust. 3. Danskir jafnaðarmenn unnu 2 þingsæti í kosningunum í vor, 3 fram yfir hlutfallslega aukningu í kosningunum á dögunum. 4. Jafnaðarmenn hafa aukið fylgi verulega á Ítalíu. 5. í Austurríki eru þeir öflug- asti flokkur landsins, (eins og al- kunna er að þeir eru'líka á Norð- urlöndum). 6. í kosningum, sem fram fóru í Ástralíu í vetur sem leið, unnu jafnaðarmenn verulega á. (Dagur segir að þeir hafi tapað!) 7. Hér á Islandi hafa jafnaðar- menn aldrei fengið hærri at- kvæðatölu en við þingkosning- arnar í vor. Þannig er hægt að telja upp hvert ríkið af 'öðru í Vestur-Ev- rópu og víðar, þar sem jafnaðar- menn á annað borð hafa náð fylgi, og sýna fram á með réttu, að fylgi þeirra fer jafnt og stöð- ugt vaxandi. Það er aðeins í Frakklandi, sem jafnaðarmenn virðast í bili hafa hopað nokkuð á hæli, en ugglaust munu þeir ná sér þar fyrr eða síðar aftur á strik. Enginn bráðabirgðarósig- ur er þess umkominn að kyrkja hina göfugu hugsjón jafnaðar- stefnunnar, og það er líka alveg áreiðanlegt, að hvorki Degi né Morgunblaðinu auðnast að sjá þann óskadraum sinn rætðst, að Alþýðuflokkur lslands þurrkist út. Þrátt fyrir nag og spjótlög úr öllum herbúðum andstæðinga mun hann vaxa og vel dafna, af því að alþýðu landsins verður það æ ljósar, að hann er bezti málsvari hennar. Þar hefir ekkert að segja, þótt börnin í Degi og Morgunblaðinu mæli sem vilji. yfir þá veggi á svo að hvelfa hylkjum, sem fyllt eru með heli- umgasi og getur það þá haldið plasthylkjunum uppi, alveg eins og heliumgas heldur loftskipum uppi. Hylkin eru flöt og gagnsæ og aðeins nokkur fet á stærð, en þau á að tengja saman, svo að þau verði eins og hvolf yfir borg- unum. Þó að eitt eða fleiri af hylkjunum eyðileggist,helzt hvelf- ingin uppi, samt sem áður og prófessorinn heldur því fram, að það verði fremur auðvelt að koma aukahylkjum á sinn stað. Skað'legir geislar síast frá. Á vetrum getur sólarljós og hiti náð gegnum plast-hvolfið, en skaðlegir geislar síast frá. Á sumrum verða gluggar opnaðir á hvelfingunni, svo að kalt loft geti síreymt niður en heitt loft streym- ir upp og hverfur. Regnvatni því sem á hvelfinguna kemur, verður safnað saman og notað til þess að vökva með trén, blómin og gras- fleti undir tjaldhimninum. Mönn- um verður þessi hvelfing ekki til neinna óþæginda, því að hún á að svífa uppi yfir borgunum í hálfs kílómeters hæð. Prófessor- inn segir, að með þessari aðferð geti fólk loks byggt og búið utan dyra. Einbýlishús eigi að hafa létta veggi og vera þaklaus. Og nægileg sól verði jafnvel þó að skýjað sé. Um nætur þurfi kann- ske að hita, en regn, snjór og skorkvikindi verði óþekkt í borg- um með slíkum umbúðum. Vill gera tilraun. Prófessorinn vill láta gera til- raun í smáum stól. Síðan vill hann láta byrja stærra og láta setja upp svona himinhvolf sums staðar, til dæmis yfir íþróttavöll- um. Virðist sú hugmynd ekki af- leit. Svona borg gæti orðið fyrir skemmdum á stríðstímum, en þó síður en venjuleg borg. Hvelfing- in og veggirnir gætu orðið fyrir skemmdum af skotum og spreng- ingum. En það mætti fljótlega bæta. Og á plastið mætti setja ýmisleg efni, svo að óvinaflug- vélar ættu erfitt með að leita sér að skotmarki í bænum, segir pró- fessorinn. (Ur norsku.) Krýning Elísabetar Eng- landsdrottningar Skjaldborgarbíó sýnir um eða úr næstu helgi Krýning Elísabet- ar Englandsdrottningar. Þetta er eina fullkonma kvikmyndm, sem gerð hefir verið af krýningunni. Hún er í eðlilegum litum. Mynd- in hefir alls staðar hlotið mjög mikla aðsókn. 40 ára tcmplar Sigtryggur Þorsteinsson, Eiðs- vallagötu 8, átti 80 ára afmæli fyrir réttum mánuði síðan. Þessa merkisafmælis var getið í Degi, og sízt að ástæðulausu, þar sem hér var um merkan ágætismann og borgara að ræða; og KEA- mann og Framsóknarflokksmann líka, en þá kosti virðist Dagur meta meira en allt annað, og sést þá tlðum yfir fleira gott og göf- ugt, sem mæta menn prýðir, og er þess vert að geta þess. Eg hafði ætlað mér að geta Sigtryggs í sambandi við afmæl- ið, þó það færist þá fyrir vegna fjarveru úr bænum, og hins, að blöðin tóku sér sumarfrí um þetta leyti. Ekki af því að ég gæti ekki tekið undir með Degi, þar sem hann hrósar Sigtryggi fyrir al- mennan manndóm og annað, sem allir vita að hann hefir prýtt fyrr og síðar. En ég bjóst við, eins og fór, að Degi sæist yfir, eða fæli af ásettu ráði, fleiri manndóms- merki Sigtryggs en upp eru ialin í hinu göfuga Framsóknarblaði. Þeir eru einkennilega sljóskyggn- ' ir, sem ber hæst í bænum, á allt sem er í ætt við reglusemi, sjálf- fágun og bindindi, enda Vantar allt slíkt í afmæliskveðjuna til Sigtryggs. Dagur segir frá því, sem er líka frásagnarvert, að árið 1913 gekk Sigtryggur í Sjúkrasamlag Akur- eyrar — var einn af stofnendum þess — og hefir síðan unnið með sínum alþekkta dugnaði, hygg- indum og trúfes'u að þeim mál- um. En Dagur íelur það ekki frá- sagnarvert, að það sama ár, eða nánar sagt 8. janúar 1913, gekk Sigtryggur í Góðtemplararegl- una, og hefir unnið í þeim fé- lagsskap, heill og óskiptur síðan, og gerir enn. Þannig hafa þeir það, sem eru menn á borði, en ekki til þess eins að sýnast, en vera ekki. Einmitt þetla atriði í lífi Sig- tryggs Þorsteinssonar gæti orðið athugulum og gegnum mönnum umhugsunarefni; sérstaklega í sambandi við sjúkra- og menn- ingarmál almennings. Er hann ekki glæsileg fvrirmynd þar, eins og víða annars staðar? Dagur minnist hans sem „vörpulegs manns“ á götum bæjarins, nú er hann stendur á áltræðu. Rétt Dagur! En býst ritstjóri Dags við að mannsbragur og svipur Sigtryggs allur, hefði verið sá sami, ef hann hefði gengið hér um göturnar með gutlandi brennivínsflösku í rassvasanum þau 40 ár, sem hann e'r búinn að vera templar — blndindismaður? Og honum finnst ekki þess virði að geta þess, þegar hann hyllir Sigtrygg áttræðan. Ég þakka Sigtryggi Þorsteins- syni allt hans langa og trausta starf í Góðtemplarareglunni. Ég efast ekki um, að hann telji 8. janúar 1913 einn af mörgum heilladögum ævi sinnar. Við reglusystkini hans vonum, að við njótum lengi enn samfylgdar hans í bindindismálunum. Og mætti hann ætíð vera öðrum til fyrirmyndar á þeim slóðum. Akureyri 23. sept. 1953. Halldór Friðjónsson. fíó Alþjóðasambandinu: Ályktun sambandsins um mannrétf-indi. Þriðja þing Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga haldið í Stokkhólmi dagana 4. til 11. júlí 1953 ályktar að grundvöllurinn að sköpun félagslegs réttlætis sé fullkomin virðing fyrir mannleg- um réttindum og mannlegum per- sónuleika. Þingið lltur svo á að í löndum þeim, sem háð eru einræðis- stjórn, séu almenn mannréttindi ekki til. í ýmsum öðrum löndum, þar með talin sum þau lönd, sem ekki njóta fullkominnar sjálfs- stjórnar, njóta almenn mannrétt- indi lítillar eða engrar virðingar og grundvallarréttindi, svo sem persónufrelsi, málfrelsi, prent- frelsi og fundafrelsi eru annað hvort fyrirboðin eða þverbrotin. Slíkt ástand er hættulegt heims- friðinum og ógnun við mannkyn- ið. Á það skal sérstaklega bent, að skýrsla hinnar sameiginlegu nefndar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða vinnumálastofnunarinn- ar um þrælkunarvinnu hefir, að áliti þingsins, fært öllum heimin- um mjög mikilvæga staðfestingu á því að ákæra Alþjóðasambands- ins á hendur hinum kommúnist- isku ríkisstjórnum heimsins fyrir að reka víðtæka og skipulagða þrælkunarvinnu í löndum sínum, sé á fullkomnum rökum reist. Jafnframt lýsir þingið yfir vonbrigðum sínum á ákvörðun efnahags- og félagsmálaráðs Sameinuðu þjóðanna um að fresta að taka skýrsluna um þrælkunarvinnu til meðferðar. Þingið krefst þess að ráðið laki þetta mikilvæga mál til um- ræðu og meðferðar án frekari tafar og vonast til þess að sam- tök Sameinuðu þjóðanna muni gera allt, sem þau geta, til þess að afnema hina illræmdu þrælkunar- vinnu, hvar sem er í heiminum. Þingið lýsir ánægju sinni yfir starfi sambandsins innan mann- réttindanefndar Sameinuðu þjóð- anna, um leið og það lýsir enn á ný yfir þeirri skoðun sinni að grundvallarrétlindi verkafólks, hvar sem er í heiminum, sé rétt- urinn til þess að skipuleggja og stofna verkalýðssamtök sín á milli án þess að skipulagning og stofnun slíkra samtaka sé háð af- skiptum ríkisstjórna, vinnuveit- Framhald á 4. síðu

x

Alþýðumaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.