Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1934, Síða 6

Dýraverndarinn - 01.12.1934, Síða 6
SS DÝRAVERNDARINN Gamlir kunningjar. Eftir Árna bónda Einarsson, Múlakoti. 3. Haukur. Sumariö 1919 var hér á heimilinu rakki, er tók upp á þeim ósið aö gera sig líklegan til þess að glefsa í fœtur þeirra manna, sem a’Ö garði bar. Kunnu gestir þessu illa sem von var, og höfðu ýmsir orð á því, að sjálfsagt væri að lóga hund- inum. I hópi þeirra manna var vinur minn, Tómas bóndi Sigurðsson á Barkarstöðum, lét hann oftar en einu sinni þau orð falla, að hann gæti ekki tii þess vitað um mig, að ala slikt ódó á heimilinu. En það dróst fyrir mér að lóga rakkanum, og var hann mér þó hvimleiður; en nokkurt gagn vann hann um vörzlu túns og engja. Þá var það dag einn í ágústmánuði, að hingað kom Tómas á Barkarstöðum, og fylgdi honum stálpaður hvolpur. Kvað Tómas erindið að gefa mér hvolpinn, ef eg vildi þiggja, en sagðist hins vegar vænta þess, að hœlbíturinn yrði ekki ofan jarðar, er hann bæri næst að garði. Var því heitið, og rakkinn skotinn samdægurs. Iivolpinum hafði þegar verið nafn gefið, og kall- aður Haukur. Var hann ljósgulur að lit, þéttvaxinn og stór eftir aldri, snögghærður og eyrun uppreist. Kynjaður var hann ágætlega, og móðir hans Kemba á Barkarstöðum, sem viðbrugðið var sakir vits- muna og annarra kosta. Eg tók þegar að hæna að mér hvolpinn, og lét hann jafnan fylgja mér á engjarnar. Virtist mér hann daufgerður í fyrstu, og hugði eg heimþrá valda. Nokkurum dögum eftir að mér var færöur hvolp- urinn, stóð eg dag einn, ásamt fólki mínu, við slátt hér uppi í austurfjallinu, sem svo er nefnt, og lá hvolpurinn hjá mér í teignum. Veður var afar heitt, svo að eg varpaði af mér ytri klæðum og lagði þau í teiginn. En er lokið var dagsverkinu, var komið myrkur, og fann eg þá ekki flíkurnar, sem eg hafði farið úr um daginn. Leitaði eg um stund, en gafst svo upp og hélt heimleiðis. Hvolp- inn sá eg hvergi, og hugði hann hafa labbað heim, þó að enginn hefði veitt því eftirtekt. En heima hafði enginn orðið hans var, og þótti þá senni- legast, að hann mundi hafa leitað til fyrri kynna sinna á Barkarstöðum. Var ekkert um þetta fengizt og leið svo nóttin. En næsta morgun, er eg kom upp í teiginn reis hvolpurinn þar upp, og hristi sig, en undir honum vóru flíkur þær, sem eg hafði leita'Ö mest að kveldinu áður. Auðsætt var, að á þeim hafði hann legið um nóttina, og ekki þaðan hreyft sig. Þótti mér þetta merkilegt um svo ungan hvolp og ótvírætt benda til mikilla vitsmuna og trúmensku, enda kom brátt á daginn, að gáfur þessar átti hann í ríkum mæli. Það kom og oftar fyrir, að hann lægi næturlangt í teignum og gætti hluta þeirra, sem láðst hafði að taka með, eða þá ekki fundizt, þeg- ar haldið var heimleiðis. Um haustið notaði eg Hauk við smölun og- sam- anrekstra, og virtist honum það starf auðlært. Ann- ars er smalamenskan hér hæg, og reynir því lítið á dugnað hunda. Aftur á móti var varzla túns og engja ærið starf og erilsamt á meðan alt var hér ógirt, en svo var einmitt, er Haukur kom hingað og lengi síðan. Varð því varzlan aðalstarf hans, og sýndi hann brátt í því árvekni mikla og þó enn meiri vitsmuni. Eins og kunnugt er, þá er tvíbýli hér í Múla- koti. Liggja túnin saman, og skilja traðirnar á milli, þannig, að austur frá þeim liggur mitt tún, og í áframhaldi af því eru svo aðalengjar mínar austur með fjallinu. Heldur austar en í miðjum engjum er eyðibýlið Daðastaðir, sem nefnt er i dag- legu tali „Dúða“, en þar upp frá í brekkunum í fjallinu er annað eyðibýli, sem Sauðhústún heitir. Umhverfis eyðibýlin er nokkurt tún og í þeim all- góð rækt. Fjárhús eru á hvorutveggja túninu: lamb- hús í Dúðu, en hús fyrir eldri ærnar í Sauðhústúni. í fjallinu beint upp frá bænum er og ærhús og þar umhverfis engjar, sem árlega eru slegnar. A hverju vori hófst varzlan á því, að verja túnin og engjarn- ar austur með fjallinu, en minna fengizt um brekk- urnar og Sauðhústún. Þó var það alt varið, er lengra kom fram á vorið, og öllum fénaði þá haldið ofan við brúnir uppi á svonefndri heiði. Strax á fyrsta árinu hafði Haukur skilið svo vörzlustarfið, að aldrei þurfti að segja honum að reka úr túni eða engjum hér austur með fjallinu. Var hann sífelt á verði, og rak á burt allan fénað,

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.