Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1938, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.12.1938, Blaðsíða 7
DÝRAVERNDARINN 59 Súludráp í Eldey. Vonandi verður slík mynd aldrei tekin þar framar. staklirtgar, sem kynnu aS bíSa halla viö aS Eldeyj- arferðir legSust niSur, ættu aS geta fengiS þann skaSa bættan á einhvern hátt. AS síSustu er rétt aS taka til athugunar hve mik- inn hagnaS menn hafa haft af súludrápi og þaS, hvort friSun súlunnar aS einhverju leyti baki þeim, sem þar eiga hlut aS máli tilfinnanlegt fjárhags- legt tjón. Svör viS þessu er auSveldast að fá meS því aS athuga Fiskiskýrslur og Hlunninda, sem Hagstofan gefur út;. ÞaS er Irezt aS gefa Hagstof- unni orðiS : Á árunurn 1897—1900 (aS báSum árum meStöldum) var súlutekjan alls 700 fuglar, líkl. mestmegnis ungar. Árin iqoj—1905 ........... 600 — 1906—1910 .......... (800 — 1911—1915 ........... 500 —- 1916—1920 ........... 300 — 1921—1925 ........... 500 — 1926—1930 .......... 1100 — 1931 ................ 600 — I932 ................ 400 — 1933 ................ noo Þetta eru allt meSaltöl. Lengra ná skýrslurnar ekki. Langmest af þess- ari súlu er tekiS í Vestmannaeyjum. Þegar tekiS er tíllit til stærSar 'súlustofnsins í eyjunum, samkvæmt talningar ágizkunum þeim, sem þar hat’a veriö gerSar og getiS er hér aS framan, verSur ekki ann- aS sagt, en að súlutekjan í Vestmannaeyjum sé mjög hófleg og er ekkert aS athuga viS skynsam- lega hagnýting þessara gæSa, ef ekki er gengiö of nærri fuglunum og allt strádrepiS á þeim varp- stöSvum, sem fariS er til. Fyrir þeim hlutum eru flestir fuglar all-viSkvæmir og þola alls ekki slíka meSferS til lengdar. En mörgum varpstöSum súl- unnar í Vestmannaeyjum mun svo í sveit komiS, aS þangaS er ill-kleift eSa ófært meS öllu og er þaS vel farið. Hlífir þaS súlunni viS útrýmingu, ef svo skyldi viS horfa. Þegar skýrslurnar um hlunnindi þessi eru at- hugaSar frá ári til árs, keniur ýmislegt fram, sem vart mundi annars hafa vakiS athygli, því aS eg hefi hvergi séS þess getiS annarsstaSar. Súlan virSist nokkurum sinnum á siSari árurn hafa gert tilraun til þess aS nema sér nýtt land, en í hvert skifti hefir hún fengiS þær móttökur, aö hún hefir orSiö aS hrökklast á brott aftur. Allt hefir veriS strádrepið þegar fyrsta áriS, ekkert skiliS eítir til þess aS staSfesta landnámiS. Þannig er skammsýni almennings. Þó þykir mér ótrúlegt, aS menn mundu drejia hendi viS nýjum hlunnindum jaröa sinna, ef þeir nytu viS heilbrigSrar skynsemi. AriS 1921 eru framtaldar 484 súlur alls, en þar af eru 50 úr Hólshreppi í ísafjaröarsýslu. ÞaSan liafa ekki komiS fregnir um súluvarp, hvorki fyrr

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.