Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1939, Side 6

Dýraverndarinn - 01.03.1939, Side 6
10 DÝRAVERNDARINN hægt til þess aS ætlast, og menn hlífist viS aS beita hverju því vopni, er þeir ráSa yfir, til þess aS koma varginum í hel. En vitanlega eru hermdarverk skolla framin af sjálfsbjargar-hvöt hans og umhyggju fyr- ir afkvæmi sínu. Því er aS vísu haldið frarn af sum- um, aS til sé refir, sem drepi fé umfram þörf, en sennilega eru ).'eir fáir. Margir refir leggjast alls ekki á saubfé, en láta sér nægja fugla og annaS æti, er fyrir verSur. Gerist oft þröngt í búi hjá )>eim á vorin, ef veiSi er langsótt og dræm, sem oft vill verSa, en margir munnarnir heima fyrir. Megrast foreldrarnir þá og slæpast, er þeir búa viS sífeldan eril og hlaup, en konia oft létthlaSnir úr löngum ferSum. Segja kunnugir menn, aS skollar þessir gangi heldur alls á mis, en aS vistir skorti heima fyrir, meSan börnin eru í ,,ómegS“ og ósjálfbjarga. III En þrátt fyrir alt hiS mikla tjón, sem menn bíSa á eignum sínum af völdum dýrbíta og annara skaS- ræSis-dýra — og þrátt fyrir allar þær þjáningar, sem saklausar skepnur verSa aS þola vegna baráttu þessara varga fyrir tilverunni — ætti þó allir aS geta orSiS á eitt sáttir um þaS, aS reyna aS ná lífi þeirra meÖ þeim hætti, aÖ dauðastríÖiÖ verbi ekki langvinnara en nauSsyn krefur. ÞaS er ávinningur, aS leggja skæSan dýrbít aS velli — um þaú er ekki aS villast! Hitt er ómenska og illmenska, aS leika sér aS því aS kvelja „syndarann", slasa hann svo, aS hann megi ekki undan komast, eiga vald á lífi hans, en láta hann þó kveljast og deyja úr sárum. — En svo fór manni einum norSlenskum fyrir tæp- um 50 árum, er kost átti á lifi dýrbíts. Hann skaut á dýriS og molaSi báSar framlappir þess. Refurinn steyptist á hausinn, en spratt upp þegar og féll á nýjan leik. Sá maSurinn þá, hversu illa hann var leikinn, því aS bein gengu út úr skinni á báSum fót- um. En einhvern veginn dróst refurinn áfram eSa veltist, og gekk svo góSa stund. MaSurinn rölti á eftir, rakti blóSferilinn, horfSi á eymd dýrsins og lét sér vel líka. AS lokum s'kreiS hinn dauSsærSi aumingi í stein-skúta nokkurn og lét þar fyrir ber- ast. En maSurinn settist um kyrt og horfSi á dauSa- striS hans. HafSi ihonum sagst svo frá síSar, aS eitt sinn hefSi refurinn IitiS á sig og aS þeim augum mundi hann aldrei geta gleymt. — En svo var reiSin mikil og særindin í huga mannsins, út af meSferS rebba á nokkurum kindum áSur um voriS, aS honum þótti hann maklegur þess aS kveljast, uns yfir lyki. Þótti sumum þaS of mikil grimd, en aSrir virtu til vorkunnar. En er maSur þessi lá banaleguna mörgum árum síSar, tók hann aS dreyina refinn —• þóttist sjá hann hröklast áfram, hræddan og dau'ÖsærSan, þóttist rekja blóSferilinn, þóttist sjá bænar-augu hins deyj- andi smælingja. Um þetta hafSi hann hugsaS mjög og talaS, meSan ráS hélst og ræna, og eins í óráSinu síSast, er dauSinn var sestur viS rekkjustokkinn. IV Því mun ekki verSa neitaS, aS íslendingar hafi löngum veriS æriS tómlátir um hag og líSan hús- dýra sinna. Frá upphafi vega hefir hordauSinn leg- iS hér í landi. Menn hafa sett á „guS og gaddinn" og státaS af hunda-hepni sinni, er alt hefir fariS þolanlega. í hörSum vetrum hefir búpeningurínn hruniS niSur. Og hamingjan má vita, hvort hor- daujinn er enn meS öllu úr sögunni sumstaSar á landinu — jafnvel í góSæri, eins og kalla má aS veriS hafi nær óslitiS undanfarna áratugi. Og svo segja gamlir menn, sem vel muna harSindakaflann mikla, fyrir 50—60 árum, aS mjög hafi þá á því boriS, aS menn liti fremur á tjón sitt, er skepnur þeirra féllu úr hor, heldur en á þjáningar aumingj- anna, sem niSur hrundu, sakir fóSurskorts og af horslysum. Og þeir bæta því viS, aS þeim hafi 'löngum virst svo um suma menn, aS þeir liti á skepnur sínar nær eingöngu sem nauSsynleg verS- mæti, en ekki sem lifandi verur, vini og félaga. E11 ætla má, aS nú sé nokkur breyting á þessu orSin. Mun þaS einkum aS þakka „Dýravininum“ gamla, er Tr. Gunnarsson gaf út árum saman, og starfsemi „Dýraverndunarfélags íslands". EitthvaS mun þó enn til af gömlum harSjöxlum, er fylgja hinni fornu skoSun um réttleysi dýranna. Og bú- ast má viS því, aS enn komi fram á leikvöll lífsins eitthvert slangur af kæruleysingjum og dýra-níS- ingum, sem misbjóSa skepnum á ýmsa vegu. En þeir piltar ætti aS fá kaldar viStökur hjá dómstól- um og almenningsáliti. Og takist dýravinum og ööru drengilega hugsandi fólki, aS glæSa í sálum barna og unglinga góSan hug til allra dýra og alls, sem lífsanda dregur, þá er fúll von um sigur. — Ný kynslóS vex úr grasi, sú er veit og skilur, aS dýrin eiga fullan rétt á sér, eng’u síSur en menn- irnir. Og hún lætur sér einnig skiljast, aS alt líf er

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.