Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1939, Side 8

Dýraverndarinn - 01.03.1939, Side 8
12 DÝRAVERNDARINN í Whipsnade-dýragarðinum í Englandi eru mongólskir hestar allra dýra óviðráðanlegastir. „Þessi dýr eru hættuleg“, stend- ur stóruni stufum á girðingunni þeirra. (Fálkinn). Stóðst ekki brermivínið! Svo bar til fyrir nokkurum árum hér í Reykjavík, að kjallaradyr á húsi einu stóðu opnar stund úr degi. Um kveldið varð þess þegar vart, að „fjölg- að“ mundi í'kjallaranum. Fáeinar rottur höfðu grip- ið tækifærið og skotist inn, meðan opið var og mannlaust. — Húsráðendur vildu ekki una þessu, töldu rottur skaðræðis-gripi og vildu losna við þær sem allra fyrst. Hófst viðureignin við ófögnuð þenna á því, að köttur var látinn í kjallarann, en ekki kom það að gagni. Kisa gafst upp, mjálmaði í sífellu, og vildi alls ekki í kjallaranum vera. Hún var ung og óhörðnuð, greyið litla, og liafði ekki þurft að sjá fyrir sér sjálf. Þá var reynt að eitra fyrir varginn og lá þegar ein rotta dauð á næsta dægri. Voru þá tvær eftir, svo að vitað væri með vissu, — önnur gömtil og ljót að sjá, griðarmikið flykki. En ekki snertu þær við eitrinu, og virðist ntega ætla, að þær hafi látið sér víti félaga sins að varnaði verða. Þótti þá sýnt, að sú leið mundi ekki fær og varð að leita nýrra ráða. — Og nú var fengin gildra og egnt fyrir greyin. Morguninn eftir kom í ljós, að gildran heíði hlaup- ið, svo sem til var ætlast, og orðið annari rottunni að hana (íþeirri minni), Var nú egnt á nýjan leik.

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.