Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1944, Síða 7

Dýraverndarinn - 01.02.1944, Síða 7
Hr. Páll S t e i n g r i m s s o n ritstjóri hefir æskt þess að láta af rifstjórn Dýra- verndarans oi/ vill stjórn Dýraverndunarfélagsins færa honum þakkir sínar fyrir ágætt starf hans við blaðið undanfarin ár og árnar honum allra heilla. — Við ritstjórn hlaðs- ins tekur hr. E i n a r E. S æ m u n d s e n skógfræðingur. Þarf eigi að kynna hann les- öndum blaðsins, þar sem hann hefir áður haft ritstjórn þess með höndum mörg ár og unnið því og málefni félagsins fylgi og vinsældir. „Finnið leiðirtil að hagnastávellíðan búfjáryðar". Einar E. Sæmundsen tók eftir þessari setningu í útvarpserindi mínu nú fyrir skömmu, og bað mig síöan a'5 semja greinarstúf í Dýraverndarann, þar sem eg rökstyddi hana betur. Eg ætla í þessu sambandi aðeins aö taka fyrir þann þátt íslenzka búskaparins, sem mig varöar mest og starí mitt: hrossaeignina og hrossameðferSina. Þa'ð, sem íslendingar eru nú frægastir fyrir um hrossarækt er það, að fjöldi hrossa er svo mikill, að öll þjóðin gæti tvímennt í senn. — Þaö væri ekki ófélegt a'S sjá mynd af þeirri lestarferö —. En hér er um staðreynd aö ræöa, sem viS þuríum ekki aö vera hreyknir af. Því aö reyndar ættum viö að fækka hrossunum í landinu um helming og yröi það ómetanlegur ávinningur og gróöi fyrir land og þjóð. Hesturinn er vinnudýr, og það hefir aldrei nokk- urri þjóö, annarri en íslendingum, dottiö i hug aö ala upp hross i ööru skyni. Of miklum hrossafjölda má því líkja viö hóp atvinnuleysingja. Þaö er marg sannaö, og fyrst af Torfa í Ólafsdal, aö stóðeign til kjötframleiðslu stenzt alls ekki sam- keppni við kindakjötsframleiðsluna. í ööru lagi spilla liross graslendi og högum langt um meira en annar búpeningur okkar. I þriöja lagi er heyásetn - ingur flestra stærri stóðeigenda oftast þann veg, að ef harðan vetur ber að garði, þá verður mörgum þúsundum hrossa i landinu stefnt í beinan voða, og öðru búfé einnig stórlega — eingöngu vegna hrossa- fjöldans. Eg hefi stundum ferðazt um stóðhrossahéruð aö vorlagi, og hefi þá séð svo horuð hross og illa farin að hörmung var á að horfa. Enginn vafi er á því, að draga mætti fyrir lög og dóm marga hrossaeigend- ur, flest vor, fyrir vanfóðrun hrossa og frábært skeytingarleysi um alla hirðu þeirra. En hitt er vafamál, hvort slik ráðstöfun kæmi að nokkuru haldi, og liklega gerðu menn einhvers konar upp- reisn gegn slíkum aðgerðum. Eina úrræðið mundi að skapa nógu sterka andúð fjöldans gegn þessari ómenningu og glæða skilning manna og tilfinningu fyrir líðan dýranna og sarnúð með þeim. En þar yrði við ramman reip að draga, þar sem annars vegar eru aldagamlar búskaparvenjur og van- máttur hrossanua til að tjá mönnum liðan sína og þjáningar, en liins vegar trúin á hagnað þess bú- skapar, sem minnstan tilkostnað hefir í för með sér.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.