Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1944, Page 9

Dýraverndarinn - 01.02.1944, Page 9
D Ý R A V E R N D A RI N N l enda mun henni þá hafa veriö ofboöið. Vanþóknun sína á þessu atferli gat hún ekki látiö í ljós. En þótzt hefir húri vita, hvaö biöa mundi herinar, vor- dag einn, þegar Siguröur var sendur aö sækja hana til aö hera á henni fjóshauginn. Þá fékk hann meö engu móti náð henni. Þegar hann nálgaöist hana setti hún hausinn ni'öur aö jöröu og óö gapandi beint aö honurn. Varö Sigurður smeykur og foröaöi sér undan henni í dauöans ofboði. Þegar svo aö full- oröinn maður var sendur eftir henni, var hún horfin frá hestunum og fannst hvergi. Tókst henni því að sleppa viö þrælkun þann daginn. Miskunnar^aus þrælkun samhliða ástæðulausri andúð mun hafa haft þau áhrif á Brúnku gömlu, að hún snerist til varnar. Og upp frá þessu var hún ávallt í varnar aöstööu. Reynslan hafði kennt henni, aö húsbændurnir höföu misskilið þá hæfi- leika, sem náttúran hafði gætt hana. Fyrir mikil af- köst og dygga þjónustu á sviði, sem átti ekki við upplag hennar, uppskar hún andúð og vanþóknun og enn meiri þrælkun. Það var íleygt i hana óhreinu moðrusli, visturöum, rekjum og rudda, þegar lnmg- ur svarf að, og aö loknu ströngu dagsverki var hún barin með beizlinu jafnskjótt og það var út úr henni tekið. Til þess að losna viö þá svívirðu, hafði henni lærzt að taka snöggt viðbragð, er hún losn- aði við beizlið, snúa sér í hring og sýna, hvernig hún kunni að beita afturfótunum. Á þann hátt varð ekkert úr höggi. árásarmannsins. Upp frá þvi beitti Brúnka gamla öllum hæfileik- um sínum i þá átt, aö verja sig fyrir mönnunum, keppa viö þá í brögðum og leika á þá eftir þvi sem henni gafst kostur til. Kom þetta fram á ým- issan liátt eins og hér mun verða drepið á. Á dögum Brúnku gömlu voru flestar giröingar mjög ófullkomriar, aðeins torfgarðar cg þeir mis- jafnlega öruggir. Þetta fór ekki fram hjá aðgætnu auga hennar. Hversu vel sem hresst var upp á girð- ingarnar aö vorlagi, fór hún yfir þær, hvar sem hún kom að þeirn, þegar henni bauð svo við að horfa. Venjulega stökk hún yfir garðinn, en klifraði þó stundum yfir hann. Þegar hún stökk yfir garöa, notaði hún tilhiaup, alveg eins og maður, sem hleyp- ur yfir læk. Sú var venja á kveldin, að reka hrossin burtu frá túninu. En sjaldan irrást þaö, að skömmu eftir háttatíma v'ar Brúnka garnla komin i túnið. Þá var Sigurður látinn vaka yfir túninu eingöngu vegna þess, hversu merin var áleitin og meinleg. Hún brá og eigi út af venju sinni þetta kveld, því að fólkið hafði aðeins gengið til náða, er hún var komin heim í tún. En þá var Sigurður til taks að reka hana burtu og sigaði hundunum á hana af mikilli harðneskju. Hún lét sér líka segjast, fór til hrossanna og kom ekki aftur þá nótt. Næsta kveld var talið óþarft aö láta vaka yfir túninu, því að hryssan hafði tekið sig úr hestunum og sézt suður i Suðurhögum, en það var svo langt frá bænum, að erigin líkindi þóttu til þess, að hún mundi sækja í túnið um nóttina. En hún kom nú engu að síður, og þegar heimafólkið var aö koma á fætur um morg- uninn var hún að lyfta sér út yfir túngarðinn. Iiún varð vör við fótaferð fólksins og fannst þá kom- inn timi til, að forða sér úr túninu, með fullan kvið af ilmandi töðugresi, áður en aðgerðir hunda og lirossabresta hófust. Á svipaðan hátt lék hún á húsbændur sína, hvað eftir annað. Þegar hún var allra lengst í burtu að kveldi, mátti eiga það víst, að hún yrði komin í tún- ið um miðja nótt. Og þegar hún varð þess vör eða grunaði að einhver vekti yfir túninu, fór hún lang- an krók á bak viö hóla og hæðir og kom þar að túngarðinum sem hús á túninu skyggðu á bæinn. Þessi „skynlausa“ skepna gerði sér fulla grein þess, að húsið verndaði hana gegn meinlegum augum heiman frá bænum og því væri henni óhætt þarna að húsabaki. Þar fór hún svo inn yfir garðinn, ,og var þar á beit það sem eftir var nætur og fram undir morgun. En þegar hún varð nú ekki fyrir neinu ónæði þarna, en beitarbletturinn hins vegar fremur lítill, varð henni á að teygja sig lengra eftir gróðrinum, en gerlegt var, svo að Sigurður kom auga á svartan haus og háls og þá var friðurinn úti. Lét Sigurður svo um mælt, að liann hefði oft haft gaman af brellum og kænsku Brúnku gömlu, en var þó að öðru leyti i nöp við hana. Hann átti þess t. d. engan kost að ná henni í haga. Hún ógnaði hon- um þá jafnan með gapanda gini. Eitt sinn sem oftar náði hann henni þó með aðstoð annarra, en þegar hann var kominn á bak henni, vitanlega berbakt, tók hún til að hrista sig svo harkalega, að hann hrökklaðist af baki. Öðru sinni kom hann til hross- anna skömmu eftir að hún kastaði og varð þá var við að folaldiö hennar hafði fallið ofan í gjá. Hann fann þegar gjána og langaði til aö freista þess, hvort honum tækist ekki að bjarga folaldinu. En svo virt- ist sem móðurinni litist hann ekki líklegur til þess,

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.