Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1944, Page 10

Dýraverndarinn - 01.02.1944, Page 10
4 DÝRAVERNDARINN Draumurinn um Móru. Frásögn sú, er hér fer á eftir, hefir geyrnzt í fór- um mínum röskva tvo áratugi. Þótti mér draumur- inn svo einkennilegur, aö eg skrásetti hann sam- stundis og mér ur'öu kunn atvik þau, sem hann varöa. Hefir mér stundum flogið í hug aö koma þessu á framfæri, svo að fleiri rnætti sjá en nágrann- ar mínir. Ræöst eg nú í aö senda Dýraverndaranum frásögn þessa, þótt eg viöurkenni jafnframt, að hér sé ekki beinlínis um dýraverndun aö ræöa. Hins því aö hún kom meö gapandi kjafti á móti honum, og varnaði honum að komast nærri folaldinu. Sá Sigurður því ekki annaö vænna, en að sækja full- oröinn mann til að bjarga folaldinu. Þá var hún hin rólegasta og beiö þolinmóð unz hún haföi heirnt afkvæmi sitt úr Helju. Hún treysti ekki stráknum, litlum og manndómslausum, en bar fullkomið traust til stóra mannsins sterka, að því er bjargráð þessi varðaði. Annars var smátt urn traust hennar til mannanna. Hún tortryggði þá og vænti þaðan engrar samúðar. Kuldi og harðneskja af þeirra hálfu í öllum skiptum við hana, vakti hjá henni tortryggni og þrjózku. Henni var ljóst, aö hún varð að treysta sjálfri sér. Þess vegna lét hún einskis ófreistað er um það var að ræða, að bjarga sér. Húsbændur henri- ar voru ósviínir við hana og hún galt í sama mæli. Þess vegna réðst hún á heygarða og braut upp hey- lanir og stal heyi, þegar hún sá sér færi, brauzt inn í hús, ætti hún þar von á einhverju ætilegu og beitti þá stundum undra verðri kænsku og engu minni en á vorin, þegar hún var að gæða sér á nýgræðingnum í túnunum. Sigurður heitinn Jónsson lét þau orö falla um Brúnku gömlu, að hún mundi hafa orðið afbragð annarra hrossa, ef hún hefði frá öndverðu fengið gott uppeldi og þá tamningu sem hæfði upplagi hennar, eins og hún var fremri öðrum hrossum i því, að leika á menn og bjarga sér eftir torveldum leiðum. En hann lét engin orð falla um það, að hún mundi einnig hafa orðið geðþekk og auðsveip í umgengni og fundvís á það, að gera margt að vilja húsbænda sinna, ef hún hefði notið samúðar þeirra, sanngirni og réttlætiskenndar. Bjarni Sigurðsson. vegar liafa atvik þessi, þótt smávæg kunni að þykja, sannfært mig um, að milli manna og dýra liggja duldir þræðir, sem gefa mætti meiri gaum en al- mennt tiðkast. — Og kemur þá frásögnin eins og eg reit hana 21. dag ágústmánaðar árið 1921. Ein af kindum mínum er mórauð þrevetla, hyrnd, fremur stór vexti og falleg. Hún bar fyrst ánna i vor meðan allt féð var enn í húsi. Bar hún aö næt- urlagi á grindurnar og eignaðist tvö mórauð hrút- lömb. Þegar eg kom í húsið um morguninn voru lömbin að brölta í grindunum, höfðu fest aftur- fæturna milli rimlanna og kom í ljós, að bæði lömbin höfðu fleiðrast innan lærs. Hljóp bólga í sárin og gróf í. Ööru lambinu batnaði fljót- lega, en hinu gekk öllu miður að skána. Ó1 eg svo Móru inni í húsi um hálfan mánuð og var lambið enn hinn mesti vesalingur. Var eg í nokkurum vafa um aö sleppa Móru út, þvi að eins vel mátti búast við, að fyrir lambinu lægi ekki annað en að veslast upp. Þó varð það úr, að eg sleppti henni með báðum lömbunum. Hélt hún sig í fyrstu heima við, haföi lítið um sig, enda var lambið ekki fært um langa göngu. Leit eg daglega til þeirra um viku tíma og virtist mér lambinu heldur skána, þótt hægt færi. En þá hvarf Móra og hefi eg ekki frétt til hennar fyrr en í dag, 21 ágúst. Eg hefi að undanförnu, svo sem kunnugt er, verið viö heyvinnu í Vatnadal. Nóttina milli 18. og 19. ágúst svaf eg í Vatnadal ásamt börnum mínum, Flelgu Guðrúnu 18 ára og Þóröi Eini 13 ára. Dreym- ir mig þá um nóttina, að eg þóttist staddur í Botni, í fjárhúsi eða hlöðu og hjá mér Guðmundur bóndi Pálmason. Þótti mér sem fé væri í húsinu og kem þar auga á Móru rnína, sem mér virðist undarlega döpur í bragði. Sé eg þá, að hún er skorin á síðunni ofarlega og lá skurðurinn aftur með spjaldhryggn- um um 8 cm. langur og síðan niður um 3 cm.; virtist mér hann nokkuð breiður, en fremur grunnur. Þóttist eg þá láta í ljós, að nú væri Móra mín illa farin. Þykir mér þá, að Guðmundur segi, að þessi skurður sé smáræði samanborið við sárið neðan á hálsinum. Þykist eg þá athuga Móru betur og sé þá annað sár nokkuð djúpt á hálsinum framanvert við bóginn. Þótti mér hún þá renna augunum raunalega til min, svo að eg segi: „Vildirðu nú ekki vera komin út eftir til okkar, Móra mín?“ Þótti mér hún játa þvi. „En það er ekki hægt núna“, þóttist eg svara,

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.