Dýraverndarinn - 01.02.1944, Síða 17
Runólfsson. ÞaS kom fyrir, a'5 hann fékk Kæpu til
a5 smala me'5, því a5 erfitt er a8 smala dalinn
hundlaus. Þótt hann kallaöi á Kæpu a5 koma meö
sér, skeytti hún því engu og fór alls ekki meö hon-
um fyrr en Ólafur bróöir minn sagöi henni aö fara
og smala meÖ honum. Fór hún þá með Siguröi,
smalaöi eins og henni var sagt og hjálpaöi að reka
allt féö í réttina. Þegar því var lokið fór hún rak-
leitt inn í bæ til húsfreyjunnar að fá smalalaunin,
en þaö var eitthvað matarkyns, senr Guöný hvorki
lét standa á, né skar við neglur. Þegar Kæpa hafði
lokið því, sem henni var gefið, hélt hún rakleitt
heimleiöis. Þó að kind hefði sloppið úr réttinni á
meðan hún var heima hjá húsfreyju, og kallað væri
til hennar, heyrði hún það hvorki né sá; hún haföi
unnið það, sem henni var sagt, og þar með var starfi
hennar á Grjóteyri lokið.
Eitt var enn, sem okkur bræörum þótti ótvirætt
sanna vitsmuni Kæpu : hún virtist kunna að telja.
Á þeim árum var engin varúð með hunda, svo senr
síöar varð. Þeir voru oft inni í baðstofu meðan sefið
var að snæöing. Morgunverður var þá venjulega
grjónagrautur, sem ausinn var í skálar og borinn
inn heitur. Þegar grauturinn var mjög heitur kæld-
um við hann á diskum. Ólafur hafði það fyrir vana
að gefa Kæpu fjóra grautarspæni á diskinn, er hann
haföi lokið viö aö nota hann sjálfur. Kæpa sat því
oft og beið eftir þessum skammti sínum og veitti
nákvæma athvgli, hve mörgum spónum hann jós á
diskinn. Er hún sá, aö hann lét fleiri en fjóra spæni
á diskinn, sýndi hún oft óánægju, því að þá vissi
hún, að hún átti ekki aö fá það, sem á diskinn var
látið. Þannig virtist hún, a. m. k., kunna aö telja
upp aö fjórum.
Meðan bræður mínir voru litlir, en þó komnir til
snúninga, gætti Kæpa þess að hirða skóbætur, ef
þeir týndu þeim, eða vettlinga, ef þeir misstu þá af
sér. Einu sinni hafði einn bræöra minna tint ber í
vettlinga sína, en týndi þeim siöan. Var það all-langt
frá bænum. Móður okkar þótti slæmt að tapa nýjum
vettlingum sem von var. Eftir nokkura daga kom
Kæpa með vettlingana og berin í; hafði hún auð-
sjáanlega gætt þess að tapa engu niður. Ekki var
lienni sagt aö fara og leita þeirra, svo aö annað
hvort hefir hún fundið þá af tilviljun, eða skilið
mannamálið og hugsað sér sjálf að fara og leita
þeirra.
Það var siðvenja, að vermenn kvöddu nágranna
•^eííÞi oq. ^u^Cah.
Sennilegt er, að mýsnar hafi nurnið hér land jafn
snemma forfeðrum vorum, landnámsmönnunum.
Og svo hefir kötturinn elt músina, og stendur sá
leikur með litlum breytingum enn í dag, þótt ýmis-
legt annað í háttum manna og dýra hafi breyzt frá
upphafi fslands byggðar.
Músin er, eins og flestir vita, litiö, þokkalegt en
all-skætt nagdýr, sem oft spillir íatnaði og mat-
vælum manna, og gerði það þó einkum meðan húsa-
kynni voru almennt stórurn lakari en nú tíðkast.
Bar þó mest á músagangi í bæjum í hörðum vetrum,
þegar músiria þraut bjargræði í högum úti. Hún
leitaði þá frekara skjóls og matar í hibýlum mann-
anna.
Mörg ráð höfðu menn til að verjast ágangi mús-
anna og verða þau ekki talin eða tínd hér. En katta-
varzlan var þó almennust og þótti gefa bezta raun.
Ivettir voru virtir álíka og meðalhjú, sbr. Kattagæl-
una:
sína og vini. áður en fariö var til sjávar. Ólafur l)róð-
ir minn fylgdi þeirri venju og var Kæpa þá oft með
honum sem endra nær, er hann „fór að kveðja“ sem
kallað var. Þegar hann var farinn, fór Kæpa oft á
næstu bæi að leita hans, og runnu stundum tár eftir
trýninu á henni, er henni varð ljóst, að sá, sem hún
leitaði aö, var hvergi finnanlegur. Þegar Ólafur kom
frá sjónum á vorin kom hún æfinlega á móti honum
langar leiðir. Hvernig hún gat vitað, að hann væri
á heimleið er ekki gott að segja; sennilega herir
hún skilið mannamálið, því aö þefvisi virtist ekki
koma til greina, hún koiri eins á móti honum, þótt
vindstaðan væri af bænum.
Þegar Kæpa tók að eldast, missti hún heyrnar á
undan sjóninni, fór hún þá eftir bendingum og eigin
ákvörðun. Að síðustu þvarr bæði sjón og hevrn,
kraftana þraut og lífið var á enda.
En minningin lifir eftir, minningin um gáfað dýr,
en ekki skynlausa skepnu.
io. september 1943.
Sólm. Einarsson.