Dýraverndarinn - 01.02.1944, Blaðsíða 20
H
DÝRAVERNDARINN
Litli fuglinn.
Fyrir skömmu kom egf til aldraðrar frænku minn-
ar hér i bænum. Tal okkar barst meðal annars aö
huldufólki og þjóStrúnni um það. I’á sagði hún mér
draum, sem hana dreymdi þegar hún var ung stúlka.
Af því aö mér þykir draumurinn einkennilegur
langar mig að biðja Dýraverndarann fyrir hann.
Hana dreymdi, aS hún væri á ferSalagi einhvers
staðar á ókunnum leiSum. Veður var kalt og napur
hráslaga-kuldi næddi um hana. Allt i einu veitir
hún því eftirtekt, aS í götunni liggur litill fugl, sem
er alveg aS því kominn aS krókna í kuldanum. Hún
var og er þannig skapi farin, aS hún getur ekkert
aumt séS. Hún fór því aS hugsa um örlög þessa
litla smælingja, hvaS sárt væri aS vita hann dáinn
af kulda; hún yrSi því aS reyna aS bjarga honum.
Hún tók hann upp i lófa sinn, en hann bæröist ekki.
Þá hugkvæmdist henni aS láta hann inn á brjóst sér,
ef þaS gæti bjargaS honum frá dauSa. Hún lmeppti
því frá sér treyjuna og kom honurn fyrir millum
brjósta sinna og hélt svo áfram hina ókunnu leið.
Eftir skanrma stund fann hún, aS litli fuglinn fór
aS lifna viS, hlýjan millum brjósta hennar endur-
næröi hann. Þegar hún hafði gengiS enn um stund,
nrætir henni kona, tíguleg ásýndum og viröuleg í
allri framgöngu. Af svip hennar ljómaöi ósegjan-
legur fögnuöur og gleöi. Hún vissi þegar, aS kona
þessi var huldukona. Konan heilsar henni mjög
innilega og segir: ,,Eg er svo íátæk, aS eg hefi
ekkert til aS borga þér kærleiksverk þitt, þú hefir
bjargaö barninu mínu.“ AS svo mæltu opnar hún
treyju hennar á brjóstinu og tekur þaSan fuglinn,
sem nú breytist í yndisfallega litla stúlku. Þvi næst
sagöi hún: „Litli fuglinn var þessi dóttir mín, en
hún var í álögum og dæmd til þess aS deyja úr
kulda, nema einhver góS stúlka yrSi til aö bjarga
henni meS þvi aS ylja hana viö bert brjóst sér. Eg
hefi ekkert til aS endurgjalda þér meö, en hjartans
þakklæti mitt skal íylgja þér, og eg skal allt af —
allt af muna þér þenna velgerning þinn.“ AS svo
mæltu var draumsýnin á enda og stúlkan vaknaöi
af svefni sínum.
Mér varS hugsaö til litlu fuglanna, sem ungu
mennirnir eru að leika sér aö elta til að drepa og
þaS á sjálfan drottinsdaginn, og finna gleði sína
viS dauða þessara smælingja. FjarlægSin milli
þeirra og þessarar ungu stúlku, sem bjargaði litla
fuglinum meS því aS láta hann millum brjósta sinna,
er ómælanleg. Lífiö er ávöxtur kærleikans, dráp-
fýsnin er af annarri rót. Kærleikurinn leggur lítinn
fugl viS brjóst sér, lífgar hann og fær aö launum
þakklæti og gleöi: GleSi þess, sem gerir vel, bjarg-
ar en meiSir hvorki né drepur: Þakkir hinna huldu
vætta, sem fylgja þeim, hver veit hve langt á hinum
ólcunnu leiSum.
24. des. 1943.
Sólm. Einarsson.
Gáski.
Laust eftir t86o keypti faSir minn, Einar hrepp-
stjóri Gíslason, gráan fola noröan úr BárSardal.
Bjó faSir minn um tuttugu ár á HöskuldsstöSum
i Breiödal og var alþingismaSur í SuSur-Múlasýslu
[1875—78]. Folinn var 6 vetra og nefndur Gáski.
Hann var klárgengur, eldfrískur viljaklár og þótti
hin mesta vitskepna. Styggur var hann í haga, og
hafSi þaS til á stundum ef honum var sleppt meS
beizli og reiðtýgjum aö hlaupa þá alla leiö heim
áSur en honum væri náS. Annars virtist hann una
sér vel í heimahögum.
Þegar hann var 18 vetra og haföi veriS 12 ár á
sama staö, kunnugur hestum og högum, var fariS
meS hann í lestaferS ásamt öörum hestum suSur
á Djúpavog. Þar var honum sleppt í haga ásamt
félögum sínum, svo sem venja haföi verið oft und-
anfarin ár. Þegar lestamaSur haföi bundiS klyfjar
fór hann aS vitja hesta sinna og fann þá brátt alla
nema Gáska; hann sást hvergi og var því haldiS,
aö hann heföi hlaupiö heirn, en svo var þó ekki.
SpurSist lengi ekkert til hans.
Um þesar mundir fór póstur úr Múlassýlum norS-
ur á Akureyri. Hét hann Stefán Jóhannesson og átti
heima í sömu sveit (Breiödal) og þekkti því vel til.
í einni ferSinni frétti hann um gráan óskilahest
noröur í Báröardal, sem enginn vissi deili á, hvaöan
mundi kominn. Spuröist Stefán nánara fyrir um
hestinn og haföi upp á honum. Þekkti hann brátt,
aS þar var kominn Gáski frá HöskuldsstöSum og
hafSi hann leitað i átthagana fornu.
VitnaSist siöar, aö hann haföi fariö fyrir hraun
og sást til hans af smölum frá Sturluflöt í Fljóts-
dal, innsta bæ aS sunnan verSu í SuSurdal; hafSi
hann þá stefndi yfir dalinn innst á Múlann og til