Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1947, Qupperneq 6

Dýraverndarinn - 01.10.1947, Qupperneq 6
44 DYRAVERNDARINN mundi skila sér heim og hætti þessum eltinga- leik. Þegar ég fer niður í bátinn, sé ég hvar Kolur situr, þar sem fundum okkar sleit, og horfir á eftir mér. Þá datt mér ekkert i hug um það, að hér væri okkar hinzta skilnaðar- stund komin. Þó kom i huga minn út fjörð- inn, að þetta háttalag hundsins væri einkenni- legt og óvenjulegt — og setti það helzt í sam- band við það, að ferð mín vestur að Þingevr- um mundi illa ganga. —- Eða máske Kolur hafi séð eitthvert feigðarmerki á bátnum og þvi viljað teyma mig burt með sér. Ég kom ekki heim úr þessu ferðalagi, fvrr en seint i aprílmánuði. Mæta mér þá strax þær leiðu fréttir, að Kolur minn væri dauður. Hafði hann komið heim á öðrum degi, eftir að ég fór, með bólgið og blóðugt liöfuð, þáði Iivorki vott né þurrt, skreið inn í ból sitt og dó þar eftir tæpan sólarhring. Kona mín lét jarða hann á sérstökum stað í túninu. Hér lýkur svo frásögninni um Kol í þessu lífi. En i sambandi við framanskráð langar mig til að greina frá athyglisverðu fyrirbrigði. Á þeim málum hefur hver sina dóma, sínar skoðanir og skoðanaleysi. — Kolur sýnir sig eftir dauðann. Sumarið 1937 var ég til heimilis á Lauga- vegi 30 B. Um þessar mundir hafði ég kvnni af konu nokkurri, sem sá fleira i kringum fólk en ahnennt gerist. Við áttum oft tal um huldufólk, svipi og framliðið fólk og margt i Emil Tómasson, höfundur sögunnar um Kol, er fæddur norður í Krældingahlíð i Eyja- firði árið 1881, cn ólst upp að mestu á Úlísbæ i Bárðardal Hann settist að á Austurlandi eftir tveggja ára dvöl við nám erlendis. A Stuðlum í Reyðar- firði bjó hann frá þ.vi 1910— 1935, en fluttist síðan suður. Á myndinni sést liann ásamt fólki sínu við íbúðarhúsið á Stuðlum — við dyrnar lengst til liægri. sambandi við þau dularfullu mál — og var henni ljóst, að ég var mjög leitandi og grufl- andi eftir sannindum og fróðleik um þau mál, en var þó mjög varfærinn í öllu. Það var komið nokkuð fram í ágústmánuð um sumarið. Þá kemur konan heim til min eitt kvöld með þau gleðitíðindi, að til bæjarins sé kominn ungur maður, gæddur prýðilegum mið- ilshæfileikum. Hún hafði þá nýlega verið á fundi hjá honum og kvaðst hafa aðstöðu til að koma með Iiann heim til mín, ef ég ósk- aði. Ég þakkaði velvild hennar og hugulsemi, og var nú sérstakt kvöld tiltekið, sem hún ætl- aði að koma með hann. En þetta tilteknn kvöld var miðillinn upptekinn, en kom samt siðar á sínum tíma. Heimilisfólk og gestir okkar setjast nú í hring út frá miðlinum og honum vitanlega valið hið veglegasta sæti. Miðillinn liefur ef- laust sagt okkur sitthvað af þvi, scm hann hefur kringum okkur séð, en engar mannlýs- ingar frá þeim fundi hafa náð því að festast mér í minni. Eftir að fólkið var uppstaðið og komið eitthvað á dreifing um stofurnar, sát- um við Hafsteinn miðill einir eftir í sætum okkar, og ræddum við þessi mál — dularfull fyrirbrigði — fram og aftur, og var þetta í heild sönn ánægjustund. Meðan við Hafsteinn ræddum saman, veitti ég því eftirtekt, að hann Iiorfði stöðugt út á vegg stofunnar. Allt í einu segir hann upp úr viðræðunum: — Hefurðu átt hund, scm þér þótti vænt um? Fyrirspurn

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.