Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1947, Síða 8

Dýraverndarinn - 01.10.1947, Síða 8
46 DtRAVERNDARINN gráa kvigu. Ekki var henni Iangt líf ætlað, enda varð hún ekki nema hálfsmánaðar gömul. Þann tíma, sem hún lifði, var hún í básnum hjá mömmu sinni, þegar þær voru inni, og auðséð var, að háðar undu ])vi vel. Hrefna var höfð inni fyrsta daginn cftir burðinn, en eftir það var hún rekin í haga með hinum kúnum. Hún var treg að fara frá fjósdyrunum, vildi ekki skilja við dótturina. Þó fór hún að lokum með stallsystrum sinum, hnipin á svip. En klukkan fjögur um daginn skildi hún við þær og rölti heim, auðsjáanlega til að vitja um ])að, sem hún átti þar. Hún baulaði há- stöfum við túnhliðið, þar til opnað var fyrir henni, fór síðan beina leið inn i fjós, því að hað var opið, sleikti dótturina hátt og lágt og lét vcl að henni með ýmsu móti. Var sönn ánægja að sjá, hve glöð, jafnvel sæl, hún var. Þegar hún hafði dvalið góða stund þarna inni i fjósinu, rölti hún út á tún. þung í spori, og fór að kroppa þar grængresið. Meðan dóttir hennar var í fiósinu. hélt hún þessari reglu að koma heim klukkan fjögur, og einnig í nokkra daga, eftir að hún var horfin þaðan. Um það bil, er Grána litla var viku gömul, var hún látin út á túnið, þegar móðirin kom heim til að vitja hennar. En þá glevmdist einmitt þann sama dag að loka hliðinu, og áður en nokkurn varði, voru þær báðar komnar út fvrir tún á Ieið út i haga. Var ekki laust við. að það væri broslegt að sjá til ferða beirra. Hrcfna var hægfara og þungstíg, en liin sifelt að hregða á leik og steypast um koll iafnharðan. Kvigan vcltist i haganum hjá kúnum, það sem eftir var dagsins. en gamanið gránaði, þá er tími var kominn til að rcka þær heim. Þá var sú litla orðin svo þreytt. að hún bar ekki við að standa upp, hvað þá, að hún revndi að fylgja kúnum. Móðirin varð eftir hiá henni, þar til komið var mcð poka, er sú litla var látin ofan i, og siðan bar maður hana á bakinu heim. Ekki var Ilrefna ánægð mcð þessa meðfcrð á dóttur sinni. Snerist hún síhaulandi kring um hurðarmanninn. Var engu líkara, en að hún óttaðist um dóttur sina í pokanum. Þessi gleðitími veslings Hrefnu yfir sínu hrausta afkvæmi tók brátt enda. Dóttirin var tekin frá henni einn daginn, meðan hún var í haganum. Þegar hún kom heim þann dag á sinum vanalcga tíma, fékk hún ekki að fara inn i fjósið. En um kvöldið, þegar hún var látin inn og sá auðan básinn, þá bar hún sig svo illa, að iafnvel harðasta hjarta hefði gelað viknað. Röddin hennar, sem virtist vera dimm og tilbreytingarlítil að jafnaði, varð nú þrungin sársauka, og stóru augun hennar lýstu djúprj sorg. Allt hennar framfcrði sýndi, að söknuður hennar var sár. Mér fannst hún kenna mér um missi sinn. Hún, sem allfaf var vön að sleikja mig, með- an ég mjólkaði hana, fylltist nú kulda og kergju til mín, sýndi sig jafnvel i því að vilja reka í mig hornin. Ég reyndi að láta vel að henni, en hún hristi sinn stóra, svarta haus og vildi ekki taka vinahótum minum i fyrstu, en svo fór hún að sleikja hendur mínar, eins og hún vildi segja, að þrátt fvrir allt mundi okkur alltaf verða vcl til vina. — Ég hél henni þvi, að aldrei framar skyldi verða farið svona með hana. Ef kálfarnir eru á annað horð teknir frá kúnum, þá á að gera það strax á fyrsta dcgi. Eftirsjá þeirra yerður þvi meiri því lengur sem þær fá að hafa þá hjá sér, og þurfa menn ekki annað en að líta i sihn eiginn barm lil að sannfærast um ])að. Flestir munu sakna sárar þess, er þeir hafa notið lcngi. heldur en hins, sem þeir hafa aðeins séð. Dýrum forðað frá kvaladauða. Stjórn Suður-Afríku hefur fyrirskipað stór- kostlegt dráp á villihráð, til þess að forða dýr- unum frá kvaladauða. Þurrkar hafa verið með eindæmum þar syðra í vetur (þar er vetur, ])egar hér er sumar), svo að stórar hjarðir alls konar veiðidýra ráfa um hálftrylltar af þorsta. Nú hefur ríkið gert út leiðangra, til þess að forða dýrunum frá frekari þjáningum vegna þurrltanna. (Vísir).

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.