Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1948, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.02.1948, Blaðsíða 8
2 DÝRAVERNDARINN ég veit, að þú skilur, að hve miklu leyti ævi mín varð öll önnur, cn ég liafði hugsað mér. Og það, seui mér veitist erfiðast að sætta mig við nú, er ])að, að mér finnst svo mikið af óham- ingju minni sé og hafi verið sjálfum mér að kenna. En sjálfskaparvítin — þau eru sízl betri cn livað annað. Æskudraumar minir voru aldrei stórir, sem kallað er. Ég ætlaði mér að lifa og starfa í sveitinni minni, eignast konu og jörð og marg- ar fallegar skepnur og arðsamar. Raunar var þetla ekki svo lítið. Og allt fór vel af stað, eins og þú manst. Æskudraumurinn var orð- inn að veruleika, fvrr cn mig varði, sumpart vegna ýmissa haj)pa og góðæris, en þó eigi síður vegna góðra lánardrottna, sem treystu mér. En hvernig fór ég með þessa Guðs gjöf, góð- ærishöppin, og hversu reyndist ég lánardrottn- um mínum? Hvað varð af jörðinni minni, sem ég hafði ætlað mér, með aðstoð konu minnar, að húa sem hezt að og gera lífvænlega, annað hvort lianda börnum okkar og afkomendum, eða þá handa einhverjum góðum sveitunga? Jörðin min var sehl á nauðungarupphoði og það, sem sárast sveið, enginn kostur að standa i skilum við lánardrottna mína. Og húið mitt, allur fallegi fénaðurinn, sem ég átti og var svo hreykinn af, — hann var horfallinn að mestu, en það fáa, sem eftir skrimti, selt sitt í liverja áttina .... Ekki einu sinni því að Iieilsa, að ég gæti lialdið honum Skjóna mín- um, eftirlætinu og öðlingnum mikla, og þó höfðum við tveir unnið að því um árabil að sjá æskudrauminn minn rætast .... Hann Skjóni minn var teymdur að Iieiman af nýj- um eiganda.... Allt tætt i sundur miskunn- arlaust. Og sjálfur varð ég að flýja úr sveit- inni minni með konu og ungum börnum okk- ar, á mölina i Reykjavík, — flýja frá lifinu i dauðann. En hverjum var um að kenna, að þann veg fór fyrir mér, — og raunar mörgum fleirum, sem orðið hafa að ganga þessi þungu spor? Nú get ég svarað því, hvað sjálfan mig varðar. Það var minni eigin óforsjálni að kenna og kæruleysi minu að hirða eigi um að kunna fótum mínum forráð. Ég var ekki maður til þess að sporna gegn erfiðleikunum, — skellti skolleyrunum við öllu, og vildi ekki búa mig undir að mæta hverju, sem að liöndum hæri, svo sem háttur er hygginna hænda. „Vonda vorið“, er svo var kallað, missti ég fast að tveimur þriðju sauðfénaðarins úr fóð- urskorti, auk annarra vanhalda á kúm og hrossum. En „vonda vorið“, þó að hart léki mig og marga fleiri, koin mér ekki á kaldan klaka. Ég kom aftur fvrir mig fótum og rétli furðan- lega við á næstu árum. Þó hafði hinn liarði skóli ekki kennt mér nóg. Ég var jafn óforsjáll og áður og kærulaus um að selja á, hugsaði um það eitt að fjölga fénaði sem mest og hraðast, en hirti minna um að sjá honum farborða, hverju sem viðraði. Sama sagan endurtók sig í næstu harðindum, fáum árum siðar, fóðurskortur og l'cllir, og ])að reið mér að fullu eins og þú manst. Upp frá því átti ég engrar viðreisnarvon i sveitinni minni. Á þessum erfiðu og löngu vökunóttum Iief ég revnt að hugga mig við það, að mér hefði ald rei tekizt að bjarga fénaði mínum með matargjöf, svo sem nú er orðinn háttur margra bænda, ])egar heyin bregðast. Þó finn ég undir niðri, að þetta er engin afsökun. Ég liafði önn- ur dæmi og óteljandi fyrir augum, hefði ég hirt um að hagnýta mér þau. Alltaf og alls staðar var nóg til, sem betur fór, af forsjálum fyrirmyndar hændum, sem jafnan gættu sín um allan heyásetning. ()g alll fór vel hjá þeim, þó að alls konar óáran steðj- aði að. Þeir vissu og skildu, að þá var vá fyrir dyrum að selja of margt á, þegar heyfengur sumarsins hafði brugðizt. Mér mátti vera það Ijóst þá, eins og mér er það nú, að þessir hændur stóðu alltaf upp úr, til þeirra var jafnan flúið, þegar í óefni var komið. Þessir bændur voru ekki aðeins sjálfum sér nógir, hverju sem viðraði, heldur héldu þeir og lífinu í öðrum, hæði mönnum og skepnum. Þeir höfðu ekki fóðurhæti að gefa þá frem- ur en aðrir, það tíðkaðist ekki á þeim árum. Oft virtist mér og mínum líkum sem bændur þessir gengu óþarflega nærri hústofni sínum, er þeir voru að farga af heyjum sinum sum

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.