Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1948, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.02.1948, Blaðsíða 9
D T R A V E R N D A RI N N 3 haustin. En vegna slíkrar fyrirliyggju entust þeim heyin, þeir komust aldrei i iiey]n-ot á vorin og lijá þeim fór allt vel. Þeir liéldu hú- um sínum óskertum, voru máttarstoðir sveitar sinnar og skulduðu engum manni. Óku heilum vagni lieim að lokum, þegar ég og mínir lik- ar urðum að gefast upp, áttum engrar viðreisn- arvon framar. Þótt ég í'ifji jielta upp í þessu bréfi lil þín, sem ef lil vill verður aldrei lokið við, þá máttu ekki ætla, að eignatjónið eitt, efnin, sem gengu til þurrðar, fvrr en varði, sé mér mesta og þyngsta áhyggjuefnið nú að leiðarlokum. Eg lief alltaf vitað og raunar á því þreifað, að „auður er fallvallastur allra vina.“ Og ég veit, að hann er enginn sá gjaldmiðill, sem tekinn verður sérstaklega gildur við næstu hústaða- skipti. Þó ber eigi svo á að líta, að hann sé ekki í fullu gildi hérna megin landamæranna. Og óneitanlega fann ég oft sárt lil þess, hversu smárra úrkosta ég átti völ, er ég var kominn hingað á mölina, eigna og atvinnulaus með fullt hús af ungum börnum í lélega kjallarholu, og engin tök að draga fram lífið á öðru en því, sem fékkst fvrir þær fáu klukkustundir, sem úthlutað var i atvinnubótavinnu, — ofl við klakahögg, svo lífrænt slarf sem það er. Og þegar þetta hrökk ekki fyrir allra frum- stæðustu þörfum fjölskyldu minnar, þá varð að leita til fátækrastjórnarinnar, flýja á náðir Iiennar og biðja um það, sem á vantaði, lil hess að verða ekki liungurmorða i höfuðstað landsins. Mér voru þctta oft erfiðir dagar, því máttu trúa, hvað sem öðrum kann að hafa orðið. Og óneitanlega lilýtur ]iað að reynast sárt að hrapa i einu vetfangi frá því að vera góður gjaldandi svcitar sinnar niður í það öngþveiti, að gerast þurfamaður með konu og hóp ungra harna. Þá átli ég enga ósk betri en þá, að bless- uð litlu börnin mín væru horfin úr götusollin- um og rykinu upp i indælu sveitina mína, — inn í lífið sjálft, þar sem allt ómaði af vorfugla kliði, lambajarmi og fossaniði. Þrásinnis bef ég lifað þær upp, endurminn- ingarnar frá æsku og blómadögum ævi minn- ar í hugljúfu sveitinni minni. En skamma stund fær hugurinn að njóta þeirra endur- minninga. Aðrar, sár-nistandi og ömurlegar læðast að og gefa mér engan frið. Ég lief orðið að gjalda þá skuld, sem ég átti skilið. Afleiðingarnar af breytni minni, það eru þær, sem halda fyrir mér vöku og krefjast reikningsskila. Allar þær þjáningar, sem skepnur mínar liðu i kvalafullum hordauða, það eru mynd- irnar ömurlegu, er sífellt ónáða mig og leyfa samvizku minni engan frið að fá. Hugsaðu þér muninn á sauðunum í réttun- um á haustin, hraustum og frjálsum sauða- hjörðum í fjallahliðum, eða að sjá ]iá því scm næst reisa, allsbera og liálf-króknaða í vorhretunum. Eða blessaðar lambærnar, þeg- ar þær strikuðu háleitar áfram, djarfar i fram- göngu og stoltar, með eitt eða tvö lömb við hlið sér, livort heldur sem var vorlangan dag- inn eða að haustnóttum, eða að sjá þær liggja afvelta af fóðurskorti, ósjálfbjarga með öllu, og stundum ef til vill með lambið i burðar- liðnum, kannske blindar eftir varginn, ef liinn líknsami dauði hafði ekki heimsótt þær áð- ur .... Eða hrossin, þessa Ijúfu og elskulegu félaga, sem öllum eru til ánægju og yndis- auka, sé vel með þau farið og þau liýst og hirt vel, þegar harðnar á dalnum. En hver er svo harðbrjósta, að eigi renni lionum til rifja allar þær kvalir og hörmungar, sem úti- gangshrossin svo nefndu, hafa mátt þola og líða i vetrarhörkum fyrr og siðar. Og sennilega verða þau enn um stund þvi miður að búa við slíkt ófremdarástand a. m. k. i helztu hrossa- sveitum landsins. Allt þetta hef ég séð áður, þvi miður, en aldrei jafn átakanlega og ljóslifandi eins og nú við þessi nálægu leiðarlok ævi minnar. Og þó finnst mér sárast til þess að hugsa, er ég var kominn svo á nástrá, að litlu sem engu var að miðla blessaðri kúnni, sem bezt bafði lialdið lífinu i börnunum, en nú stóð stein- geld á básnum og hrakaði dag frá degi. Vafalaust hef ég fundið sárt til þess þá, er svo var komið. En þau sárindi voru smámunir einir samanborið við þær ásakanir og nag- andi kvalir, sem sækja að mér nú öllum stundum.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.