Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1948, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.02.1948, Blaðsíða 11
DtRAVERNDARINN 5 eftir að hann fermdist, og eftir það liöfðu fuglar og selir sjaldan friðland á skerjun- um við Kójjanesið. Hann varð ágæt skytta og mikill veiðimaður. Engum datt í hug að meina honum fugla- veiðarnar, þegar liér var komið. Hann var nú bráðum fullorðinn og réði gerðum sin- um sjálfur, eins og eðlilegt er. Og hann hafði ekki stundað veiðarnar lengi, þegar liann liafði fengið svo mörg lirósyrði fyrir dugnað sinn, að þau höfðu engin áhrif á hann framar. Hann vissi samt ofboð vel, að hclzl hefði faðir hans kosið, að aldrei lieyrðist byssuskot við Kópanes- ið, þó að lumn scgði fátt um það. Oft kom Gunnsi með hjörg í búið, og hún var vel þegin, þó að engin brýn þörf væri fyrir liana. Kópa- nesheimilið liefði ekki skort mat, þó að hann liefði aldrei skotið einn einasta fugl cða sel. Gunnsi veiddi sér til gamans og hann vissi það sjálfur. Mörg sporin átti hann niðri við sjóinn, þeg- ar liann var litill, cn ekki voru þau færri, þegar hér var komið sögunni. Hann lék þai eins konar feluleik í gjótum og urðum, milli klappakolla og klettabríka, og var ekki Iiætt við því framar að fara sér að voða, þó að Iiált væri í votu þanginu á lileinum og skerj- um. En leikinn lék hann við fugla og seli, þó að þeim þætti sízt gaman á ferðum. Þeir óltu líka dauðann vísan, cf á þá hállaði og þeir gættu sín ekki nógu vel. En einstöku sinnum, einkum þegar hann kom heim með þunga byrði af nýskotnum fugli, fann hann undarlegan sting í brjóst- inu. Þessi kynlega tilfinning minnti hann á særðu fuglana, sem faðir lians benti hon- um á hérna um árið. Um leið fékk hann óbeit á byssunni sinni og langaði ekki að heyra til hennar, fvrr en endurminningin var gleymd á ný. Svo var það kvöld eitt, snemma sumars, að Gunnsi lagði af slað með byssuna á öxl- inni, stefndi til sjávar og hvarf niður í ldetta- klungrið á slröndinni. Hann laumaðist hægt og hljóðlega eftir sínum vcnjulegu króka- stigum um gjótur og urðir og skimaði eftir fugli. Æðurin var komin á flot með unga sína, cn Gunnsi gætli þcss vcl að skjóta ekki móð- ur frá ungum. Slík illmenska kom honum ekki til liugar, enda var nóg af blikum og öðrum geldfugli til að veiða. Hann var heppinn þetta kvöld, skaut nokkra hlika og komst í mikinn vígahug. Loks kom hann að vog einum og gægð- ist laumulega niður í liann. Á flúð í miðj- um vognum sátu fáeinir æðarfuglar, blikar og kollur, auðvitað geldfugl, hélt hann. Þeir lágu ekki vel við skoti, en Gunnsi lék á þá enn einu sinni með sæmilegum árangri og mjakaði sér nær. Efst á flúðinni sátu tvær kollur lilið eitt afsíðis. Þær voru heppilcg- asta skotmarkið. Gunnsi miðaði og skaut. Fuglarnir flugu allir upp í dauðans ofboði og hurfu út í buskann, nema kollurnar tvær. Þær flugu ekki, heldur steyplu sér til sumls fram af flúðinni, og heill hópur af agnar- smáum ungum, nýlega komnum úr eggjum, þyrptist út úr klettaskoru og elti þær úl voginn. Gunnsa brá í brún. Hann starði höggdofa á eftir sinni fyrirhuguðu bráð. — Guð gefi, að ég hafi ekki sært þær, taut- aði hann við sjálfan sig, en vissi þó, að það var ckki liklegt. Ilann var ekki vanur að missa marks, þó að skotfærið væri nokkuð langt. En svo var nú samt að sjá sem bctur Gunnsi gætti ]>css vel að skjóta ekki mæð- ur frá ungum. Slík illmennska var honum fjarri skapi.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.