Dýraverndarinn - 01.06.1950, Page 5
DYRAVERNDARINN
27
drukknaði niður um ís og fannst úti í Lagar-
fljóti.“ Við þessa óvæntu fregn er sennilegt,
að ég hafi dregið andann eitthvað dýpra um
leið og ég leitaöist við aö heyra nánar um at-
buröinn. — Þaö er hvort tveggja, að mjög nær-
göngular spurningar geta stundum stappað
nærri ókurteisi, við lítt þekkta menn — og
hins vegar má heldur ekki vænta þess, að
sveitamaður telji það miklum tíðindum sæta,
þó að ein hesttnmta hrökkvi upp af í vorleys-
ingunum. Hér lágu bara fullnægjandi gögn
fyrir því, að hesturinn var dauöur, en hvaða
tildrög voru að dauða hans, það skipti engu
máli.
Þessa dauðafregn geymdi ég lengi í ein-
rúmi og sagöi engum frá. Við það varð ekki
ráðið, þó að hugurinn yrði gripinn viðkvæmni
og söknuði, þegar hann leit yfir löngu liðnar
ánægjustundir, og ljúfar minningar frá sam-
verustundunum þyrluðust upp, er áttu marga
samgróna strengi í sálu manns. —
Hin dularfulla sýn Hafsteins miöils.
í októberblaði Dýraverndarans frá 1947 er
endirinn af sögunni um Kol. Ég segi þar frá
heimsókn Hafsteins miðils til mín í ágúst-
mánuði 1937 og samtali okkar um hundinn
Kol. Hér heldur samtal okkar áfram þetta
fyrr nefnda kveld.
Hafsteinn spuröi einnig, þegar samtalinu
lauk um Kol, hvort ég hefði átt hest, sem mér
hefði þótt vænt um, og kvað ég svo hafa ver-
iö. Segir Hafsteinn mér þá, aö hann sé lengi
búinn að horfa á hestshöfuð og hið einkenni-
lega sé, að sér sé ómögulegt að sjá nema höf-
uðið og nokkuð af hálsinum, hitt af hestin-
um sé sér algerlega hulið og óskiljanlegt. Það
sé eins og dimm móða hylji hestinn að öðru
leyti.
„Höfuö þessa hests er í stærra lagi, þó er
það frítt og vel farið og eins það sem sést af
faxinu. Augun stór og skær og horfa stöðugt
á þig,“ segir Hafsteinn.
Oftar en einu sinni lætur miðillinn undrun
sína í ljós yfir þessari sýn og hvað því geti
valdið, að hesturinn vilji komast í samband
við mig í þessu ástandi.
Það skal fram tekið, aö Hafsteinn var hér
Ændurhreiðwr
Á vorin finna menn oft andahreiður á ólíklegustu
stöðum í Kaupmannahöfn. Það á sér t. d. oft stað, að
þær komi sér fyrir uppi í tré til að verpa, allmarga
metra frá jörðu.
Með þessari mynd hefur teiknarinn valið sér það
verkefni að sýna önd við hreiður á slíkum stað. —
En hvernig kemst hún niður með ungana, þegar þar
að kemur?
I Kaupmannahöfn eru smá vötn inni í sjálfri borg-
inni og mjög mikið af fugli á þeim, einkum hettu-
máfi og öndum. Fuglarnir eru þarna mjög gæf-
ir, enda stranglega friðaðir og ríkulega fóðraðir á
brauðmolum, sem vegfarendur kasta til þeirra.
ekki í neinu venjulegu miðilsástandi, „trans“,
heldur sinni meðfæddu dulskyggni. Hér segi
ég Hafsteini frá, hvað ég hafi frétt um dauða
þessa hests og það, að hann hafi átt að
drukkna — helzt niður um ís. Ég segi honum
einnig, að það sé mjög nálægt 15 mánuðum
síöan hesturinn drukknaði og 27 mánuðir
síðan við skildum. Þessa dularfullu sýn settum
við síðan í samband við dauða hestsins, með
hvaða hætti sem hún væri.
Heimsókn Hafsteins þetta umrædda kvöld
verður mér ógleymanleg. Hún vekur mig til
enn nánari umhugsunar um framhaldslífið.
Ótvírætt trúi ég því, að hann hafi séð hund-
inn og höfuð hestsins. Svo vantar skýringar,
og því fer maöur að spyrja og spyrja í fáfræði
og undrun: „Hvernig má þetta ske?“
Endir.