Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.06.1950, Page 8

Dýraverndarinn - 01.06.1950, Page 8
30 DYRAVERNDARINN skotfærum. „Það er engum árennilegt að sækjs mig meö ófriði.“ Bjarni settist að í Hamarsholti og Kafon með honum. Þetta var síðla á haustdögum. Bjarni bjó um Kafon í fleti aftan við rúm sitt, hafði hey og tuskur undir honum og bjó um hann líkt og sjálfan sig á hverju kvöldi Oft kembdi hann Kafon, svo að á hann gljáði eins og glitrandi silki. Innan skamms fór að bera á því, að Kafon hafði við eitthvað að etja, þó allra helzt um dimmumót, og vanalega elti hann þetta vestur fyrir bæinn eða upp á bæjarhamarinn. Aldrei sá Bjarni neitt, en þetta voru nýir hætt- ir hjá Kafon. Þegar hann kom til baka úr elt- ingaleiknum, flaðraði hann upp um húsbónda sinn eins og hann vildi segja: „Ég er að verja bæinn.“ Þessa hætti hafði Kafon því sem næst viku- lega, sjaldan oftar en á fimm til sex daga fresti, þó bar stöku sinnum út af því. Ef veðra- samt var, þá var þessi aðsókn tíðari. Nú kemur að síöasta leik. Eina nótt vaknar Bjarni við það, að Kafon tekur til að gelta ákaflega sitjandi uppi í fleti sínu. Ræðst hann síðan niður á gólf með svo miklum að- gangi, aö undrun sætti. Barst leikurinn út eftir bæjargöngunum, sem voru ærið löng og krókótt. Heyrði Bjarni, að Kafon var kom- inn fram að bæjardyrahurð, og muni nú loka sigri náð, hugði hann. En nú breytist vörn Kafons. Hann hrekst til baka inn eftir göng- unum, en vill þó veita mótspyrnu eins og geta má nærri. Loks hrekst Kafon inn í bað- stofuna og hendist upp í fleti sitt, og lætur nú heldur hátt í honum. Bjarna leizt nú ekki á blikuna og efaði ekki, að hér væri eitthvað kröftugt á ferð. Hann þreif til byssu sinnar og skaut mörgum skot- um út í göngin. Eftir það bar ekki fleira til tíöinda þessa nótt, en Bjarni sofnaöi ekki, fyrr en undir morgun, og um morguninn skall á svo ofsalegt austan eða norðaustan veður, að engum manni var fært úti að vera. Hélzt það fimm dægur upprofalaust og gerði víða skaða til sjós og lands, en þetta var í byrjun ver- tíðar. Þegar upprofaði veðrinu, lagði Bjarni af stað með pjöggur sínar alfarinn frá Hamarsholti, kom við á Jaöri og dvaldi þar um nokkurn tíma. Hann var spurður, hvort hann væri búinn að fá nóg af dvöl sinni í Hamarsholti. „Ojæja,“ svaraði hann,“ en ég ætlaði ekki aö láta drepa hundinn fyrir mér.“ Meira fékkst Bjarni ekki til að segja. Bjarni var maður fáorður um flesta hluti, orðvar og sannorður. Taldi hann Kafon hafa geigast við þetta og aldrei ná sér aftur. Þessa sögu sagði Bjarni mér einslega 1892 á sjötugsaldri. Hann var viðloðandi á Stokks- eyri og mun hafa dáiö þar. (Meira). (Þórsmörk, Neskaupstað 14. maí 1949). IJppi á lleidum Það var sunnudag seint í ágústmánuði 1947, að við bræður, ég og Kristján Guðmundsson, bóndi á Brekku á Ingjaldssandi, tókum okkui gönguför fram til fjalla. Veður var millt og gott og því ákjósanlegt aö lyfta sér upp frá önnum liðinna daga og láta fjallasvalann leika um sig dálitla stund. Leið okkar lá um grösug heiðalönd, sem liggja fyrir botni Ingjaldssands. Þar var líf- legt yfir að líta í síðsumarskyrrðinni, eins og oftast er á þeim slóðum á sumrin, kindur á beit, hvert sem litið var, og heiðlóur um holt og móa og fjöldi annarra fugla, er sungu hvar- vetna í kring um okkur. Einn hundur var meö okkur, sem Kátur heitir. Hann vildi gerast óþarflega ókyrr, því að ekki vildum við, að hann gerði fénu ónæði meira en þörf gerðist af okkar völdum. Þegar við komum upp í heiðardrögin, fór Kátur að snuðra í ákafa og tók síðan skarp- an sprett. Eftir litla stund sáum við, að eitt- hvað hentist á undan honum og hvarf undir lækjarbakka. Stanzaði Kátur þar og stóð gelt- andi þar yfir, þangað til við komum til að gæta að því, hvað um væri að vera. Þetta, sem hann hafði verið að elta, var þá lítil lágfóta, sem hafði fæðzt þá um vorið, og átti nú fótum sínum fjör aö launa og varðist óvini sínum þarna undir lækjarbakk-

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.