Dýraverndarinn - 01.02.1954, Blaðsíða 6
2
DÝRAVERNDARINN
Karen Ström Hansen:
Veik dýr á sjúkrahúsi
Sigurður Helgason þýddi
I.
Hafið þið nokkurn tíma leitt hugann að því,
hvað við höfum oftast og þrátt fyrir allt góða
aðstöðu, þegar veikindi ber að höndum. Það má
segja, að okkur sé vís bati eins fljótt og hugs-
anlegt er, ef hægt er að lækna okkur.
Ef til vill finnst ykkur þetta mesta vitleysa, en
þá skulum við athuga, hve dýrin eru mörgum
sinnum ver sett en við mennirnir í þessum efn-
um. f samanburði við þau erum við áreiðanlega
öfundsverð í veikindum okkar.
Ef við verðum veik, finnst okkur eðlilegt og
sjálfsagt, að læknir komi þegar í stað til okkar,
enda stendur sjaldan á því. Við segjum honum
allt um liðan okkar, skýrt og skilmerkilega, hvar
og hvernig við finnum til o. s. frv., og árangur-
inn verður oftast sá, að læknirinn finnur fljót-
lega hvað að okkur er og hagar aðgerðum sín-
um eftir því. Ef eitthvað mikið þarf að gera við
okkur, er það oftast gert, án þess að við þurf-
um nokkuð sérstakt fyrir því að hafa. — Og sem
sagt . . . Innan skamms er sennilegt, að okkur
sé batnað aftur, ef okkur á að verða lengri líf-
daga auðið á annað borð. — Auðvitað getur líka
átt sér stað, að við lifum lengi, án þess að sjúk-
dómar okkar læknist, en það er ástæðulaust að
fara lengra út í þá sálma hér.
En veslings dýrin! Þau geta ekki farið til læknis
af sjálfsdáðum. Þau verða að hlíta umhyggju-
semi okkar mannanna í því sem fleiru. f fyrsta
lagi, að við gefum því gætur, er þau veikjast, en
það getur dregizt, jafnvel þó að vilji okkar til að
reynast þeim vel sé góður í alla staði. f öðru lagi
er alls óvíst, hvað okkur þóknast að gera við
þau, ef þau verða veik.
En setjum nú svo, að við ættum eitthvert dýr,
sem okkur þætti mjög vænt um, það yrði veikt,
en við gætum ekki til þess hugsað að farga því.
Þá er ekki um annað að gera en að fara með
það til dýralæknis, og verður það þá hans við-
fangsefni að finna, hvað að því er. — Og nú
er ekki því að heilsa, að sjúklingurinn geti lýst
ástandi sínu fyrir lækninum honum til leiðbein-
ingar. Hann verður að finna hvað að er án þess.
H.
Vel má vera, að dýrið okkar sé svo mikið veikt,
að það verði að fara á sjúkrahús, og þá er að
taka því.
Dýrum er veitt læknishjálp allvíða í Kaup-
mannahöfn, og sums staðar er tekið við þeim til
dvalar, ef með þarf, einkum þeim smærri. Þar
er líka fullkomið sjúkrahús fyrir dýr. Það tók til
starfa 1915 og er elzta stofnun á Norðurlöndum
af því tagi. Dýraverndunarfélag eitt í Kaupmanna-
höfn átti frumkvæði að stofnun þess — og var
það 40 ára gamalt, þegar dýraspítalinn tók til
starfa. Foreningen til Dyrenes Beskyttelse i Dan-
mark (þ. e. Dýraverndunarfélag Danmerkur) er
nafn þess. Spítalinn er við svonefndan Emdrups-
veg í útjaðri Kaupmannahafnar.
ra.
Sú sjálfsagða regla að hafa hægt um sig og
hljótt við öll venjuleg sjúkrahús er ástæðulaus
með öllu i grennd við dýraspítalann. Þar glymur
undir af hundgá seint og snemma, sem heyrist
langt í burtu. Samt þarf ekki annað en að stíga
inn fyrir dyrnar til að sjá og finna, að staðurinn
ber sjúkrahúsnafnið með réttu; þetta venjulega
sjúkrahúsaandrúmsloft leynir sér ekki. Eterþef
og alls konar lyfjalykt leggur á móti þeim, sem
inn koma, út úr skurðstofunni, efnarannsóknar-
stofunni og frá sjálfum sjúklingunum.
Dýrunum er skipt niður í sjúkrastofurnar eftir
tegundum. Meiri hluti þeirra eru hundar og kettir
næst flestir. Rúm þeirra eru með rimlum allt í
kring, eins og haft er á barnarúmum í venjuleg-
um sjúkrahúsum. Á hverju rúmi hangir spjald
með nafni dýrsins og eiganda þess. Rösklegar