Dýraverndarinn - 01.02.1954, Qupperneq 10
6
DÝRAVERNDARINN
Enn um Reykjavíkurtjörn
og fuglalífið.
í síðasta mánuði var Reykjavíkurtjörn og fuglalífið þar
enn þá einu sinni til umræðu, með því að dagbl. Vísir
flutti þrjú aðsend bréf í rabbdálki sínum um þetta
margrædda mál, auk þess sem blaðið sjálft lagði mál-
inu líka liðsyrði. — Fyrsta bréfið var frá Sigurði Sveins-
syni garðyrkjuráðanaut Reykjavikurbæjar og ritara Dýra-
verndunarfél. íslands. Það var á þessa leið:
Óvenjulegt fuglalíf.
„Það sem af er þessum vetri, hefur Reykavíkur-
tjörn oftast verið auð, eða það hafa verið auðar
vakir á henni hér og þar. Sjaldan hefur hún alveg
frosið.
Fuglalíf hefur því verið óvenjulega mikið á
Tjörninni í vetur, og þó sjaldan meira en síðustu
daga. 1 fyrradag var syðri tjörnin alþakin önd-
um, enda leita þær meira þangað, einkum þegar
fer að kvölda, og leita þá skjóls í garðinum á nótt-
unum. Því hefur margoft verið haldið fram, bæði
í blaðagreinum, ræðum og samtölum manna á
milli, að tilgangslaust væri að halda auðri vök
til tæmis á syðri tjörninni fyrir endurnar, eða jafn-
vel búa til sérstakan andapoll suður í Vatnsmýr-
inni og leiða þangað að vetrinum heitt vatn til
að hlýja upp það kalda vatn, sem þar er fyrir,
svo að vatnið yrði aðeins volgt. En þá þyrftu
dýr verði viðkomandi fólki fyllsta sorgarefni, en
látum svo vera þó að slíkan skilning skorti. Þar
fyrir hefur enginn réttmæta ástæðu til að yppta
öxlum og brosa vorkunnlátt, því að „enginn veit
hvað undir annars stakki býr“.
Og það ættum við öll að geta skilið, að verð-
mæti dýra fyrir þá, sem þykir vænt um þau,
ekki sízt þegar lítilsmegandi einstæðingar eiga
hlut að máli, á ekkert skylt við markaðsverð
þeirra. — Við getum líka haft í huga, að menn,
sem hafa tekið að sér dýr til að annast það og
vernda, eignast um leið falslausan vin og trygg-
an, sem aldrei bregzt . . . Má alltaf treysta því,
ef maður á í hlut?
endurnar, sem eru hér yfir sumarmánuðina, ekki
að hverfa á burt á veturna, þegar Tjörnina leggur.
Miskunnarlaust skotnir.
En það er vitað, að á veturna hverfa þessir
hálftömdu fuglar, sem ekki þekkja mennina nema
sem vini sína, í opinn dauðann. Margir þeirra eru
skotnir miskunnarlaust við sjóinn, þangað sem
þeir leita um vikur og voga Reykjanesskagans.
Marga hef ég heyrt halda því fram, að endurnar
fengjust aldrei til að staðnæmast hér yfir vetur-
inn. Ég hef hins vegar alltaf verið á gagnstæðri
skoðun og álít, að vel sé gerlegt að halda önd-
unum hér allt árið, aðeins ef gert væri eitthvað
fyrir þær til dæmis með því að hafa fyrir þær
auða vök á Tjörninni.
Þurfa auðvitað eftirlit.
Sjálfsagt væri líka að hafa eftirlit með að þeim
væri gefið eitthvað æti daglega, sérstaklega að
vetrinum. Að sumrinu myndi slíkt eftirlit óþarft
að mestu, því að venjulega fá þær þá meira en
þær geta torgað. Það gera fjölmargir gestir, er
heimsækja garðinn og hafa þá bita með handa
fuglunum. Til frekari sönnunar máli mínu skal
ég geta þess, að í gili einu, rétt innan við aðal-
byggð Akureyrar, hefur verið gerð uppistaða, svo
að lón hefur myndazt og hefur verið veitt þangað
volgu vatni. Þarna una endur, svanir og fleiri
fuglategundir sér vel allt árið. Vera má að svanir
leiti annarra varplanda á sumrin, en þeir koma
aftur.
Dýravinir á mínu máli.
Ég er viss um, að allir dýravinir eru mér sam-
mála um að sjálfsagt sé að gera þær ráðstafanir,
sem ég hef hér getið um. Þær myndu auka ánægju-
stundir okkar Reykvíkinga og verða okkur til
ómetanlegrar gleði“.
(Vísir, 16. jan. 1954).
Þannig hefur höf. bréfsins hér að framan, Sigurður
Sveinson, nú í allmörg ár barizt bæði í ræðu og riti fyrir
því sjónarmiði í þessu máli, sem hér kemur fram. Gegn
þeirri hugmynd hans að hafa auða vök allan veturinn
fyrir fuglana hafa ýmsar mótbárur komið fram og sumar
þeirra miður gáfulegar, vægast sagt. Án efa mun hugmynd
hans eigi að síður komast í framkvæmd að lokum, en hve-
nær? — Það er ótrúlegt, að þess verði langt að bíða úr
þessu.