Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1954, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.02.1954, Blaðsíða 7
DÝRAVE R N DARIN N 3 hjúkrunarkonur og léttar í spori og líka hjúkrun- armenn eru stöðugt á ferli fram og aftur um gangana úr einni stofu í aðra með lyf og umbúðir handa Fídusi og Bellu, Plútó og Pússý litlu — eða hvað þau nú heita öll saman. Sjúklingarnir standa eða liggja í rúmum sínum bak við riml- ana, mæna á hjúkrunarfólkið og fylgjast með hverri hreyfingu þess með þakksamlegu og biðj- andi augnaráði. — Þannig er augnaráð flestra veikra dýra svo að segja af hvaða tegund sem þau eru. Þess var áður getið að mest væri af hundum og köttum á sjúkrahúsinu, en mörg önnur dýr hafa samt komið þangað auk þeirra á undan- förnum árum til dæmis hamstrar, apar, skjald- bökur, kanarífuglar, kanínur, hvítar mýs, hest- ar og kengúrur. Um kengúruna er það að segja, að hún sálað- ist á sjúkrahúsinu. Hún var einkaeign, en ekki úr dýragarðinum, eins og trúlegast hefði verið, og eigandi hennar lét hana hoppa lausa í trjágarði, sem hann átti, ásamt fjórum öðrum. Svo fékk hún ígerð í kjálkann öðrum megin út frá skemmdri tönn, og ígerðin var svo illkynjuð, að læknunum tókst ekki að bjarga lífi hennar. IV. Hegðun dýranna hér á sjúkrahúsinu er með ýmsum hætti, eins og nærri má geta. Sum eru svo full af mótþróa, að ekki veitir af að beita þau hörðu til að ráða við þau. Sum verður að draga á löppunum, og helzt eyrunum líka, til að aka þeim stað úr stað. Önnur hlaupa sjálfviljug UPP á skurðarborðið og eru þar grafkyrr og þol- ®móð, meðan á læknisaðgerðunum stendur og niá nærri því einu gilda með sum þeirra, hve sarsaukafullar þær eru. Meðan ég, sem rita þetta, stóð við á dýraspít- alanum, er ég kom þangað í heimsókn til að kynna ttier starfsemina, sá ég lækni þar taka lítinn kjöltu- rakka til meðferðar. Rakkinn hafði verið með igerð í öðru eyranu, en hann stóð laus og liðugur a skurðarborðinu og lét sér hvergi bregða, þó að læknirinn færi með verkfæri inn í eyrað til að hreinsa það. I fyrstu hafði þessi rakki verið ostýrilátur mjög, en nú var engu líkara en að hann væri farinn að hafa gaman af því, sem verið var að gera við hann. Stundum eru eigendur dýranna viðstaddir lækn- isaðgerðirnar. Vitanlega eru þær ekki alltaf kvala- fullar á dýrum frekar en mönnum, en stundum eru þær það, og oftast virðist það fá miklu meira á eigendurna að horfa á slíkar aðgerðir en á dýr- in sjálf að þola þær. Sumir taka ekki í mál að vera viðstaddir, treysta sér alls ekki til þess. Aðrir leggja það á sig, gerandi ráð fyrir, að dýrunum þeirra sé styrkur að því í þessum þrengingum að vita þá nærstadda og reyna að hughreysta þau með uppörfandi orðum og atlotum. Þegar dýr, sem eigendurnir hafa sér til yndis og afþreyingar, veikjast svo alvarlega, að dýra- læknirinn úrskurðar aðeins um tvennt að velja, dauðann eða dýraspítalann, er nær því ævinlega fyrst spurt um það, hvort leyfilegt sé að heim- sækja þau þangað. Jú, það er leyfilegt, en fólki er jafnframt ráðið frá því að gera það. Dýr- um og börnum á sjúkrahúsum er það sameig- inlegt, að eftir nokkra daga eru þau orðin sæmilega róleg og ánægð með hlutskipti sitt. Heimsóknir gleðja þau að vísu meðan á þeim stendur, en eftir á vekja þær líka hjá þeim ókyrrð að nýju og leiðindi jafnframt. öðru máli gegnir, þegar hundar, sem eru á dýraspítala, missa allt í einu lystina og líta ekki við matnum. Þá er heillaráð að fá sendan ofur- lítinn bita handa þeim heiman að, t. d. einn lít- inn kjötsnúð eða því um líkt. Á spítalanum er snúðurinn skorinn niður í smábita, sem eru látnir saman við hinn matinn, og við næstu máltíð er seppi ekki lengi að snúa við blaðinu. Hann þefar fyrst ólundarlega af matnum, en verður svo f jarska glaður og étur nú aftur með góðri lyst. V. Það dýr, sem algengast er að fólk hafi sér til skemmtunar næst hundinum, er kötturinn. En hann er rándýr og verður alltaf rándýr, og hann lætur ekki rándýrseðli sitt falt, hversu mikil ,,menning“ sem honum stendur til boða. Hann get ur verið góður og tryggur vinur vina sinna eigi að síður, en allra vinur er hann aldrei. Enginn skyldi halda, að hann fari að skipta um ham, þó að hann komi á sjúkrahús. Sem sjúklingar eru kettir allt annað en bljúgir og hlýðnir. Þeir muna ágætlega eftir hvössu klónum sínum í mjúku og lipru lopp- unum. Á skurðarborðinu eru þeir rándýr enn

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.