Dýraverndarinn - 01.09.1957, Blaðsíða 4
frá mér en svo, að ég gæti náð til þeirra með
hendinni og gripið þá, ef þeir færðu sig ekki frá,
þegar ég rétti höndina út. Þegar ég er að hreinsa
arfa, þykir þessum litlu ögnum gott að vera í
kring um mig og tína orma, sem þeir finna bet-
ur, er moldin rótast til við arfatökuna. Þannig
verð ég alltaf vör við, þegar nýir ungar koma.
Auk þess hef ég stundum fundið öll þrjú hreiðrin
yfir sama sumarið. Nokkrar rauðgreniplöntur eru
neðarlega í garðinum. Síðan þær fóru að stækka,
byrjar þrösturinn venjulega að verpa í þeim fyrst
á vorin. Hann virðist kunna þar vel við sig, því
að stundum færir hann sig aðeins á milli greni-
plantnanna, þannig, að hann t. d. verpir í þeirri
yztu og neðstu fyrst, en í þeirri efstu og innstu
næst. En í þriðja skiptið flytur hann sig eitthvað
annað. Eitt sumarið t. d. byrjaði hann í yztu og
neðstu plöntunni, næst færði hann sig inn í vegg-
inn fyrir ofan og framan dyrnar á gróðurhúsinu,
og i þriðja sinn verpti hann uppi í lævirkjatrénu
yzt og efst í garðinum. Svo hátt var hreiðrið uppi
í trénu, að það var meira en seiling fyrir hæsta
mann upp að því.
Oft er gaman að fylgjast með vexti unganna,
frá því þeir koma úr hreiðrinu litt fleygir og næst-
um einfeldningslegir á svip, hoppandi eftir mold-
inni og felandi sig undir ýmsum smágróðri, svo
sem jarðeplagrasi, gulrófnakáli, tröllasúru eða
öðru þessháttar, þangað til þeir eru orðnir státn-
ir og sprækir, eins stórir og foreldrarnir, en ung-
legri og sældarlegri með mýkt í hreyfingum og
augun geislandi af lífsgleði.
Ekki liða meira en 2—3 dagar frá því ung-
arnir koma úr hreiðrinu og þangað til byrjað er
á nýju hreiðri. Foreldrarnir líta þó eftir ungun-
um á meðan þeir eru að verpa í næsta hreiður
eða fram til þess tíma, er næstu ungar þurfa á
umhyggju þeirra að halda. Þeir sitja á til skiptis.
Það var eitt vor, á meðan saumað var utan um
trén, að þegar ég var vel búin að taka utan af
toppnum á lævirkjatrénu fyrir innan gosbrunn-
inn, sá ég innan undir striganum, neðar í trénu,
á þrastarhreiður. Ég hætti við að afklæða tréð,
fór til mannsins míns, sagði honum, hvernig ástatt
var í trénu, og spurði, hvað ég ætti að gera.
„Það verður að vera,“ svaraði hann.
Ég fór þá aftur til trésins og festi striganum
að ofan, þar sem vinnu minni var komið, til þess
að striginn gæfi ekki eftir og tréð gliðnaði út.
Þrösturinn sinnti svo sínum foreldrastörfum í
trénu, þangað til ungarnir flugu úr hreiðrinu. Þá
tók ég reifarnar utan af því. En hvað haldið þið
að ég hafi þá séð? Tré þetta hefur margar grein-
ar og er fremur kræklótt. Tvo aðalstofna hafði
það þá. Út úr öðrum aðalstofninum komu 3 smá-
greinar, í sömu hæð, á einum stað. 1 kverk þeirra
hafði þrösturinn sett hreiðrið og bundið það við
hverja greinina út af fyrir sig. Bundið það! býst
ég við að þið segið. Hvernig gat fuglinn bundið
það? Jú, hann hafði fengið sér 3 snærisspotta,
sett einn spotta undir hverja grein og báða enda
hans sitt hvorum megin við greinina upp í hreið-
urbotninn. En í hreiðurbotninn hafði hann borið
einhvern jarðarleir eða smiðjumó, sem harðnað
hafði utan um snærisspottana. Þannig hafði hann
bundið það á þrem stöðum, og hefði enginn mað-
ur getað gert það betur. En hvers vegna gerði
fuglinn þetta? Hafði hann hugmynd um, að grein-
ar trésins breiddu úr sér, þegar reifarnar yrðu
teknar utan af því, og hreiðrinu yrði þá hætt, ef
það væri laust á greinunum? Hafði þessi sami
fugl verið í garðinum undanfarin vor og fylgzt
með, hvernig reifarnar voru teknar af á hverju
vori? Ég veit það ekki, en oft hef ég hugsað um
þetta verk hans og undrazt það. Hann flaug upp
og inn undir reifarnar neðan frá og var svo þarna
eins og í tjaldi. Þetta var fyrsta hreiðrið hans
það vor.
Einu eða tveimur árum seinna vildi svo til,
að rúða hafði brotnað, fremst og innst á þaki
gróðurhússins. Vatn hafði komizt undir járnþak-
ið, sem haft er yfir glerinu á veturna, sprengt
rúðuna og stykki fallið neðan af henni. Suður-
hlið hússins er einnig úr gleri. Járngrindur þær,
sem rúðurnar eru festar í, eru steyptar í lágan
steinsteypubálk, neðst við moldina. Þar, neðst við
steypubálkinn, hafði líka brotnað rúða. Ekki varð
hægt að gera við þetta um vorið, og var það
svo opið um sumarið, og virtist það ekki koma
að sök. En einn dag í júní, er ég kom í garðinn
og ætlaði inn í gróðurhúsið, sá ég, að skógar-
þrösturinn sat í hreiðri fremst á efri hillunni,
inni í húsinu. Er ég leit á hann, flaug hann út
um brotnu rúðuna, neðst á suðurglugganum. Ég
fór að vinna inni í húsinu, og lengi vel kom fugl-
inn ekki. Ég fór þá út og vann þar. Á þessu gekk
52
DÝRAVERNDARINN