Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1957, Blaðsíða 7

Dýraverndarinn - 01.09.1957, Blaðsíða 7
á hafrinum, sem er upphyrndari en hafrar flestra annarra tegunda, verða einn metri á lengd, og á þeim eru sérlega hvassar þverrákir. Kiðan er mjög smáhyrnd. Veiðimenn sóttust mikið eftir steingeitunum. Þótti frækilegt að leggja steingeit að velli, því að hún er mjög stygg, fótfrá og bratt- geng, en einnig þótti hún — eins og fleiri teg- undir villigeita — afar eftirsóknarverð vegna hinna svokölluðu hezoarsteina, sem oft er að finna í vömbinni á henni. Þeir eru á stærð við appelsínukjarna, sléttir og gljáandi. Þeir eru þannig til orðnir, að geitin hefur étið smástein, og utan á hann hafa síðan safnazt hár og trjá- kvoða, sem smátt og smátt hefur slípast. Fólk hafði tröllatrú á slíkum steinum til lækninga, lagði þá við sár, sem í hafði hlaupið eitrun. Tamdar geitur. Talið er, að mennirnir hafi mjög snemma kom- izt á að temja geitina, og til eru af tömdu geit- inni ýmis kyn. Eru flestar tegundir tamdra geita aldar vegna mjólkurinnar, og sums staðar — til dæmis í Noregi — eru bændur, sem eingöngu hafa geitabú. Mjólkin er notuð til drykkjar heima fyrir, en í geitamjólk er mikið ostefni, og er söluvara geitfjárbænda eingöngu geitostur. Af honum er sérkennilegt bragð, sem ýmsum þykir óþægilegt í fyrstu, en menn venjast því vel og þykir slíkur ostur lostæti, þá er þeir eru orðnir vanir honum. Norskir geitfjárbændur selja ost sinn í borgirnar, en einnig hafa þeir fyrir hann mikinn og tryggan markað meðal Norðmanna í Ameríku. Angorageitin er alin vegna ullarinnar. Ullin er oftast hvít, en stundum gulgrá eða svört. Hún er silkimjúk og mjög langt í henni. Þar sem veðurfar er þannig, að geitur geta gengið úti allt árið, tapast þær oft, og eru þær þá fljótar að samlaga sig villigeitum. Geithafrar eru veikir fyrir munntóbaki og öli. Það er einkennilegt um geithafra, að þeir sækj- ast mjög eftir öllu, sem er beiskt á bragðið, hvort sem þar er um að ræða drykk eða eitthvað, sem lagt verður undir tönn. Einn af vinum Dýraverndarans sagði ritstjór- anum sögu þá, sem hér fer á eftir: Tamdar geitur. Sumarið 1925 bjó ég nokkrar vikur hjá bónda einum í Harðangri. Á næsta bæ bjó maður, sem hét Ámundi. Hann var fræðimaður um sögu sveit- ar sinnar og bændur, sem þar höfðu búið sein- ustu mannsaldrana, og hann kunni mæta vel að segja frá. Hann bruggaði áfengt öl og bar það gjarnan gestum sínum. Öl, sem norskir bændur DÝRAVERNDARINN 55

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.