Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1957, Qupperneq 6

Dýraverndarinn - 01.09.1957, Qupperneq 6
Villtar geitur og tamdar Geitarœkt íslendinga. Þegar landnámsmennirnir fluttust til Islands, höfðu þeir með sér búpening, þar á meðal bæði svín og geitur. Svínin gengu sums staðar sjálf- ala og þá trúlega helzt í skóglendi, en misjafn- lega mun það hafa gefizt, og víst er um það, að svínarækt var lögð niður hér á landi snemma á öldum. Hins vegar dó hér aldrei út hinn gamli stofn geitfénaðar, en geitpeningi fækkaði mjög mikið. Voru það einkum Þingeyingar, sem héldu við geitastofninum, en þegar þorp fóru að mynd- ast, keyptu ýmsir geitur, sem ekki áttu þess kost að afla sér fóðurs handa kú, enda var mikill mjólkurskortur í þorpunum, en geitamjólk er holl til neyzlu, og geitur mjólka betur en ær og lengri tíma ársins. Má telja víst, að margir hafi bjargað heilsu og hreysti barna sinna með geita- mjólkinni. Nú er svo komið með aukinni ræktun og miklum mun greiðari samgöngum, að meiri er kostur kúamjólkur í þorpunum og geitaræktin hefur minnkað mjög mikið. Svo fáar geitur eru nú eftir hér á landi, að horfur virðast á, að stofn- inn deyi út. Vm geitur og afkvœmi þeirra. Þó að geitin sé yfirleitt grannvaxnari en sauð- kindin, er hún gædd miklum vöðvastyrk og hef- ur mjög sterka fætur. Hún er frekar hálsstutt, og bæði kynin eru hyrnd. Hún er allstríðhærð, og er alkunnur málshátturinn „að fara í geitar- hús að leita ullar“. Geiiur hafa hökuskegg, og er það meira á hafrinum, og miklum mun er hann stórhyrndari en kiðan. Geitin hefur fremur stutta, þrístrenda rófu. Geiturnar hafa yndi af að klifra í fjöllum og eru mjög fjallsæknar. Fengitíminn er fyrri hluta vetrar. Mjög mikil stækja er af hafr- inum um fengitímann. Meðgöngutími kiðunnar er fimm mánuðir. Kiðan á oftast einn kiðling, en stundum tvo, og komið hefur það fyrir, að kiða hefur eignast allt upp í fimm kiðlinga. Kiðling- arnir eru sérlega fallegir og gæddir miklum þokka. Þeir eru þegar eftir fæðinguna svo fimir og þrótt- miklir, að þeir geta stiklað klettastalla á eftir móður sinni og trítlað örmjóa og fláa þræðinga, og segja dýrafræðingar, að kiðlingar hafi nýfædd- ir þroskaðra taugakerfi og sterkari vöðva en nokkur önnur afkvæmi spendýra. Villigeitur. Til eru allmargar tegundir villtra geita í Evrópu, Asíu og Afríku. 1 Evrópu eru þær til í Alpafjöll- um og á eyjunni Krít, og Asíulöndin, sem þær lifa í, eru fjallalönd Vestur-, Suðvestur og Mið-Asíu. Heimkynni villigeitarinnar í Afríku er fjalllendið í löndunum, sem liggja að Miðjarðarhafi. Villi- geitin þolir illa mikinn hita, og í heitu löndun- um hefst hún ekki við neðar en 1500 metra yfir sjávarmál. Villtar geitur eru allmisjafnar að stærð, lit og hornalagi. Lengdin frá snoppu og aftur að rófu er frá 120 og upp í 180 sentímetra og hæðin á herðakamb 75—100. Lengd rófunnar er 10—20 sentímetrar. Flestar villigeitur eru rauðbrúnar á lit, en sumar gráleitar og þá vindhárin gjarnan ryðrauð. Hornin eru misstór á hinum ýmsu teg- undum og lögun þeirra mismunandi. Hornin á höfrunum eru frá 30 og upp í 100 sentímetra löng. Allar geitur eru afturhyrndar, en horna- stiklarnir vita ýmist inn eða út. Sumar eru snúin- hyrndar. Til eru villigeitur með sléttum hornum, en hornin á flestum þeirra eru með skörpum þver- rákum, og á sumum eru mjög hvassar rendur. Er mikill og harður atgangur, þegar hafrarnir heyja einvígi um kiðurnar um fengitímann. Sum- ar geitategundir hafast við í hópum, sem í eru nokkrir tugir. Steingeitin í Alpafjöllum er 160 sentímetra löng og hæðin á herðakamb einn metri. Hornin 54 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.