Dýraverndarinn - 01.09.1957, Blaðsíða 8
Steingeitur.
brugga, er megnt og af því sérkennilegur keim-
ur. Ég kom oft til Ámunda, og sóttist hann eftir
að fá mig sem gest, því að hann hafði yndi af að
segja sögur og þótti ég ákjósanlegur áheyrandi.
Einu sinni sem oftar gerði hann mér orð og
kvaðst vænta mín, þegar kvöldaði. Fór ég svo
inn eftir til hans að loknum kvöldverði. Hann
stóð á hlaðinu, þá er ég kom, og gekk á móti mér.
Þegar við höfðum heilsazt, gekk í hlað geithafur
geipistór og hornamikill. Hann gekk til Ámunda,
rak snoppuna í buxnavasa hans, fýldi grön og
krafsaði með framfæti. Ámundi hló, náði i tóbaks-
dósir sínar, tók upp tölu og rétti að hafrinum.
Hann tók við henni og fór að gófla, bretti eyru
og kinkaði kolli, hallaði síðan undir flatt, teygði
fram snoppuna og lygndi augunum. Út úr kjaft-
vikunum rann tóbakslögur, en hafurinn sleikti út
um til þess að ekkert færi til spillis. Við horfð-
um á hann um hríð, en héldum síðan í áttina til
bæjardyranna. Eg staðnæmdist á tröppunum og
kom auga á stamp, sem stóð undir húshliðinni
og í var dökkur vökvi. Ámundi tók eftir því, á
hvað ég horfði, leit á mig og mælti:
,,Ég er nýbúinn að brugga, og þama er ég að
kæla drykkinn."
Við Ámundi fórum nú inn og gengum til stofu,
og tók hann að segja mér sögur. Eftir stundar-
korn heyrðum við dynk mikinn. Var sem ein-
hverju hörðu hefði verið fleygt harkalega í úti-
dyrahurðina. Við spruttum á fætur og þutum út
að glugga. Sáum við þá, að hafurinn stóð á tröpp-
unum, reis upp á afturfæturna og rak síðan rokna-
högg í hurðina. Var höggið svo hart, að hafur-
inn hrökk til baka, hrataði út af tröppunum og
lenti á hliðina á stéttina. Hann stóð seinlega á
fætur og hristi höfuðið, reis síðan á ný upp á
afturfætuma, pataði framfótum, skók hausinn og
kvað við hátt. Hann snerist í hálfhring, brá síðan
á leik, reis enn upp í fullri hæð og byltist svo
flatur á hlaðið.
„Mikið horngrýti!" sagði Ámundi bóndi, „nú
hefur hafurskrattinn komizt í ölið og fengið sér
heldur betur neðan í því.“
Við fórum út, og þá er hafurinn reis á fætur,
sá hann okkur, brá við og hugðist láta húsbónda
sinn kenna á hornum sínum. Ámundi vatt sér
fimlega til hliðar, þó að nokkuð væri hann hold-
ugur, brá sér hvatlega að hafrinum og náði í
annað hornið. Hafurinn streittist á móti og
rumdi og fnasaði, en nú kenndi aflsmunar, og dró
Ámundi hann yfir að skemmudyrum, náði í kaðal-
spotta og batt hinn drukkna hafur. Hafurinn
sparkaði og froðufelldi, en allt í einu teygði hann
frá sér fætur og höfuð og steinsofnaði.
Þá er við Ámundi komum yfir að bæjardyr-
unum, sáum við, að hafurinn hafði drukkið borð
á stampinn. Ámundi hristi höfuðið og sagði hálf-
ergilegur:
„Ja, hver skrambinn! Ekki skal mig undra, þó
að á hann svifi! Ekki er það undir fimm lítrum,
sem hann hefur sötrað af ölinu.“
Konungurinn og þegnarnir.
Ljónið kallaði einu sinni á sauðkind og spurði, hvort það
væri satt, að óþefur væri i hellinum þess. Sauðkindin svar-
aði játandi, og ljónið reif hana í sig. Siðan kallaði kon-
ungur dýranna úlf til vitnis. Ulfurinn svaraði eins og
kindin, og það varð hans bani. Loks kallaði ljónið á lág-
fótu og spurði hana. Rebbi svaraði:
„Þér verðið að fyrirgefa, yðar hátign: „Ég er svo kvef-
aður, að ég get ekki fundið neins konar lykt.“
56
DÝRAVERNDARINN