Dýraverndarinn - 01.09.1957, Side 11
Vísundar á verndarsvæði í Bandaríkjunum.
minni en grágæs, en svo vængsmár, að hann gat
ekki flogið, og þó að hann synti og kafaði af mikl-
um hraða og leikni, var hægur vandi að ná hon-
um í varplöndunum, og örlög hans urðu þau sömu
og Dú-dú-fuglsins. Það átti að liggja fvrir íslend-
ingum að bana seinustu geirfuglunum, sem sögur
fara af. Þeir voru drepnir í Eldey í júní 1844.
Evrópuvísundurinn var skógardýr. Hann var
seinast til villtur í skógunum í Lithaugalandi. Þar
voru enn til um 1850 tvö þúsund vísundar. í þess-
um skógum áttu pólskir aðalsmenn og Rússakeis-
ari stór veiðilönd. Vísundurinn var stærsta spen-
dýr álfunnar, og hann gat verið meira en lítið
illvígur. Þetta var dýr, sem snjallir veiðimenn sótt-
ust eftir að leggja að velli. Hver tiginborinn mað-
ur gat stært sig af því að hafa skotið slíka skepnu,
án þess að vera talinn gortari. Sko, þarna er fest-
ur upp haus af vísundi, sem ég skaut. Ef kúlunni
hefði skeikað um þumlung — jafnvel brot úr
þumlungi, þá sæti ég ekki hér! . . . Árið 1918
voru aðeins á lífi 200 vísundar. En þá ríkti hung-
Ursneyð meðal bændanna í Lithaugalandi. Þrem-
ur árum seinna voru vísundarnir villtu ekki orðn-
ir nema fimm, og hinn 9. febrúar 1921 skaut fyrr-
verandi skógarvörður, Bartilomeus Szpakowies,
seinasta villivisundinn.
Sama tegund vísunda var aðeins til í hinum
miklu skógum í Kúbanhéraði í Kákasus. Um 1914
voru þar á lífi 600 vísundar, en eftir heimsstyrj-
öldina fyrri var hafin mikil drápsferð, því að sút-
arar borguðu háar upphæðir fyrir visundafeldi.
Voru notaðar vélbyssur við veiðarnar. Þær báru
þann árangur, að árið 1925 var talið, að einungis
hálfur þriðji tugur vísunda væri enn á foldu í skóg-
unum í Kúbanhéraði. Þetta ár sendi ráðstjórnin
dýrafræðinga til að rannsaka, hve margir vís-
undar væru á lífi, og áttu þeir að gera tillögur
um verndun stofnsins. Vísindamenn þessir hurfu
inn í hina miklu myrkviðu, en þaðan lcomu þeir
aldrei aftur. Ráðstjórnin gafst ekki upp, heldur
gerði út annan leiðangur. Leiðangursmenn komu
til mannabyggða heilir á húfi og höfðu þá sögu
að segja, að í skógunum fyrirfyndust ekki leng-
ur neinir vísundar.
En í dýragörðum í Evrópu voru til 56 dýr af
þessari tegund. Árið 1923 var stofnað alþjóðlegt
félag til verndar Evrópu-vísundinum, og með mik-
illi fyrirhöfn og aðgæzlu hefur tekizt að auka
tölu dýranna um helming. Er ætlunin að fjölga
þeim enn að miklum mun og sleppa síðan hóp af
dýrum í einhverjum skógi, þar sem lifsskilyrðin
dýraverndarinn
59