Dýraverndarinn - 01.09.1957, Síða 12
eru sérlega hagkvæm, og auðvitað á að friða
hjörðina.
Nokkru eftir að Evrópumenn höfðu numið land
á sléttvmum miklu í Bandaríkjunum og Kanada,
var talið, að þar lifðu hvorki meira né minna en
sextíu milljónir vísunda, en svo var duglega að
því gengið að drepa þessi dýr, að árið 1890 voru
aðeins á tíunda hundrað vísundar á lífi. Þá var
stofnað Hið ameriska vísundafélag, og það bjarg-
aði dýrunum. Nú eru um það bil fjörutíu þúsund
vísundar á verndarsvæðum í Bandaríkjunum og
Kanada.
Árið 1844--------árið 1957.
Ársins 1844 er getið að því í alfræðiorðabók-
um og ritum um dýrafræði, hvar sem þau eru
gefin út, að þá hafi verið drepnir á Islandi sein-
ustu geirfuglarnir, sem til voru í heiminum.
Ársins 1957 mun að sjálfsögðu verða minnzt
í framtíðinni í þeim bókum, sem fjalla um dýra-
líf Islands. Það ár samþykkti Alþingi Islendinga
lög um eyðingu amarins, því að engum mun geta
dulizt það, sem veit að ernir leggjast á hræ, að
svo framarlega sem lögunum um eyðingu refa og
minka verður ekki breytt, þegar Alþingi kemur
saman í haust, og numin burt úr þeim ákvæðin
um skilyrðislausa eitrun, verður örninn aldauða
hér á landi, ef til vill á vori komanda.
Mennirnir, sem eyddu geirfuglinum, áttu sér
sína afsökun. Þá var öldin önnur en nú, og þeir
vissu ekki, hvað þeir gerðu. Hins vegar verða
glöp Alþingis ekki afsökuð. Fræðimenn og aðrir
vinir náttúru og dýralífs gerðu hvað þeir gátu til
þess að skýra málið og koma í veg fyrir eitrunar-
herferðina. Þeir sýndu fram á, hver óhæfa það
væri að eyða eminum vitandi vits, og þeir og
hinir fróðustu menn um eðli, líf og háttu refs-
ins færðu rök að þvi, að eitrunarlögin mundu
ekki ná tilgangi sínum, heldur þvert á móti verða
fjáreigendum til mikils tjóns, þegar fram í sækti,
ekki sízt þar sem látið er hjá líða að ganga rösk-
lega og skipulega til verks um framkvæmd þeirra
ráðstafana, sem reynast munu hinar einu virku
til eyðingar skaðvænum refum. Og þá er erninum
hefur verið útrýmt og hinum meinlausu dýrum
í hópi refanna, en bitvargurinn hreinræktaður,
þá verður kveðinn upp af alþjóð þungur dómur
yfir eitrunarliðinu.
/-------------------------------------------\
ÖRNINN
EFTIR JÓNAS GUÐLAUGSSON
(Úr Dagsbrún, Rvík 1909)
Þytur fer um loftsins leiðar,
líður þar um IivcliS blátt
kuldagrár me& kólgu a5 baki
konungörn úr norSurátt.
Hafsins þungu drunur dynja,
dauSinn hlœr í stormsins kliS,
þruma eftir elding fylgir —
en hann lítur hvergi viS.
Horfir lu>asst meS eld í auga,
ógn í klóm, í vængjum þrótt,
áfram yfir heljar-hafiS,
liinnig bak viS dauSa’ og nótt.
Fyrr ’ann bjó í háum hömrum
hátt í kaldri norSurátt,
leit þar fyrsta logann skína,
lœrSi fyrst sinn vamgjaslátt.
Drakk þar veigar vinda og sólar,
vakti einn á háum stól,
meSan dauSadumban kalda
dalsins þröngu kima fól.
LœrSi í œsku aS hata hauginn,
heldur kaus hiS frjálsa rán,
herfang vœngs og haukfráns auga,
hlaut því allra gæsa smán.
Einn í för — sér friS ei keypti
fyrir egg í bóndans skáp.
Heiman var því, hreiSri rændur,
hrakinn fyrir gœsadráp.
Sorgin lyftir upp þeim eflda
yfir lága þokuströnd,
sá, sem efstu útsýn kannar,
alltaf getur numiS lönd.
Aligœsir geta ei bundiS
göfgan væng, er stefnir hátt.
FljúgSu lieill. Ég kjör þín kenni,
konungörn úr norSurátt.
V._________________________________________J
60
DÝRAVERNDARINN