Dýraverndarinn - 01.09.1957, Page 14
Hnndnr Odysseiis
Eitt af allra frœgustu skáldverkum heimsbókmennt-
anna er Odysseifskviða forngríska skáldsins Hómers. Þar
er margt fagurt og hrífandi, og meðal þess, sem verður
lesandanum ógleymanlegt, er frásögnin af Argusi, hundi
Odysseifs. Þegar hetjan Odysseifur kom heim eftir tutt-
ugu ára fjarveru, var hópur af biðlum kringum Penelópu,
konu hans. Odysseiíur fór þá dulbúinn sem stafkarl til
hallar sinnar, þar sem kona hans og biðlarnir höfðust við,
og stanzaði hann úti fyrir höllinni. Sú varð raunin, að
enginn bar kennsl á hann — nema hundurinn Argus og
síðan hin gamla fóstra hans. Svo segir í þýðingu Svein-
bjarnar Egilssonar á Odysseifskviðu:
Hundur nokkur, sem þar lá, lyfti þá upp hausn-
um og reisti eyrun; það var Argus, hundur hins
þolgóða Odysseifs. Þann hund hafði Odysseifur
sjálfur uppalið forðum, án þess þó að hafa hans
nokkur not, þvi Odysseifur fór áður til ennar
helgu Ilíonsborgar. Áður fyrr meir voru ungir
menn vanir að fara með hann á dýraveiðar, til
að ná skógargeitum, rádýrum og hérum; en núna,
af því að húsbóndi hans var ekki við, lá hann um-
hirðingarlaus á stórum haug, sem var fyrir fram-
an húsdyr Odysseifs; hafði þangað verið borinn
mikill haugur undan múlösnum og nautum, og
ætluðu þrælar Odysseifs seinna meir að færa út
mykjuna til að teðja hinn mikla konungsvöll, er
Odysseifur átti. Á þessum haug lá hundurinn
Argus, og skreið nú kvikur. Nú sem hundurinn
varð þess var, að Odysseifur var þar kominn, þá
flaðraði hann rófunni og lét bæði eyrun lafa, en
hafði nú engan máttinn að skreiðast til húsbónda
síns. Þá leit Odysseifur undan og þerraði af sér
tár, átti hann hægt með að gera það, svo Evmeus
yrði eigi var við. Síðan tók hann til orða:
„Þetta er næsta undarlegt, þar liggur hundur
á hauginum, sem að vísu hefur ágætlegt vaxtar-
lag, en hitt veit ég eigi til sanns, hvort hann hef-
ur verið eins hvatur til hlaups, eins og hann er
hlaupalega vaxinn, eða hann er rétt sem aðrir
stofurakkar eru vanir að vera, þeir er eigendurnir
ala sér til gamans.“
Evmeus svínahirðir svaraði honum og sagði:
„Þar liggur hundur þess manns, sem dáinn er
langt, langt úti í löndum. Ef hann væri nú eins
þreklegur og eins til afreka, eins og hann var,
þegar Odysseifur skildi við hann, þá hann fór til
Trójuborgar, þá mundi þér gefa á að líta, þegar
þú sæir, hvað hann er bæði frár og knár; því ekk-
ert kvikindi, sem hann lagði í einelti, gat forðað
sér fyrir honum innst inni í skógum, þar sem
runnamir voru þéttastir, því hann var allra hunda
sporvísastur. Nú er þessi hundur aumlega stadd-
ur. Það sér á, að lánardrottinn hans er dáinn
langt í burtu frá föðurlandi sínu, því ambáttirnar,
sem aldrei hirða um neitt, leggja öngva rækt við
hann. Það er segin saga, þegar húsbændurnir eru
ekki uppi yfir þrælunum, þá nenna þeir ekkert
handtak að vinna af því, sem þeir eiga að gera;
því hver sá maður, sem hinn háþrumandi Seifur
hneppir í ánauð, verður ekki nema hálfur maður
til dyggðar og trúmennsku upp frá því.“
Að því mæltu gekk hann inn í höllina, og inn
í stofuna til biðlanna. En Banagyðjan, sem ræður
þeim dimma dauða, heltók Argus, undir eins og
hann hafði litið Odysseif augum á tuttugasta ár-
inu.
62
DÝRAVERNDARINN