Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.09.1957, Qupperneq 16

Dýraverndarinn - 01.09.1957, Qupperneq 16
um. Að vissu marki virtust þeir hafa tileinkað sér, að hver einstaklingur hefði sinar skyldur og ætti lika sinn rétt. Þeir höfðu aldrei rengt rétt eiganda síns til að láta þá vinna alla virka daga, og svo ætluðust þeir þá til þess af honum, að hann virti rétt þeirra til hvíldar á sunnudögum. Lauslega þýtt úr Our Dumb Animals. Athygli og nærgætni, Dag einn í júlí um hádegisbil vorum við hjón- in á leið niður Álfhólsveg í Kópavogi í bifreið okkar. Unnur, konan mín, var við stýrið, og ég sat hjá henni í framsætinu. Þegar við áttum skammt ófarið út á Hafnar- fjarðarveginn, kom á móti okkur rauður vöru- bíll með möl á palli. Álfhólsvegurinn er mjór, og Unnur minnkaði hraðann. Þegar við vorum að því komin að mæta vörubílnum, nam hann allt í einu staðar, og Unnur hægði enn á okkar bíl. Þá sagði ég: ,,Hva-hvað er að honum, þessum?“ Unnur svaraði: „Sérðu það ekki, að ofurlítill fuglsungi situr á veginum fyrir framan vörubílinn?" Ég beygði mig og skyggndist út, og nú sá ég, að skammt fyrir framan vörubílinn sat þúfu- tittlingsungi. Okkar bíll rann fram hjá, og svo leit Unnur snöggvast um öxl. ,,Þar flaug hann,“ sagði hún. Og nú heyrðum við, að vörubíllinn hélt áfram. Þess skal getið, sem gert er. Guðmundur Gíslason Hagalín. Þakklæti fyrir velvild og rausn, Politikens forlag í Kaupmannahöfn hefur gef- ið út bók, sem heitir Alverdens pattedyr. Höf- undur hennar er náttúrufræðingurinn Hans Hvass, sem hefur gefið út margar fallegar bækur um dýr. 1 Alverdens pattedyr er fjöldi góðra litmynda af spendýrum láðs og lagar og stuttorðar og mjög fróðlegar upplýsingar um dýrin. Þessi mynd er tekin úr sænsku dýraverndunarblaði. Hún sýnir tarf, sem er allt annað en vel hirtur. Vonandi eru þess ekki mörg dæmi nú orðið hér á íslandi, að skepnur líti svipað út og þessi sænski tuddi. Fyrir tilstilli ritara Dýraverndunarfélags Is- lands, Þorsteins Einarssonar íþróttafulltrúa, hef- ur útgefandi þessarar fróðlegu og vönduðu bók- ar gefið Dýraverndaranum leyfi til að birta mynd- ir úr henni, og eru myndirnar af geitunum og hvölunum í þessu tölublaði þaðan komnar. Dýraverndarinn vottar Þorsteini þakkir fyrir greiðann og útgefendum bókarinnar fyrir þá vel- vild og rausn, sem þeir hafa sýnt góðu málefni. 1 næstu tölublöðum munu verða birtar fleiri myndir úr Alverdens pattedyr og fróðleiksmolar látnir fylgja. Aheit á Dýraverndarann frá Elísi Sveinbjörnssyni, Flagi í Breiðdal Suður-Múlasýslu — kr. 50,00. Beztu þakkir. Leiðrctting. — Áheit frá S. G. þakkað i síðasta blaði, var kr. 100.00, en ekki kr. 50.00, og biður Dýraverndarinn af- sökunar á mistökunum og þakkar gjöfina á ný. DÝRAVERNDARINN Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands. Ritstj.: Guðmundur Gíslason Hagalín, Silfurtúni, Garðahreppi (Sími 50166. Pósthólf 1342). Afgreiðslu annast Þorgils Guðmundsson, Hraunteigi 21 (Sími 34344. Pósthólf 993). Þorgils er að hitta á Fræðslumálaskrifstofunni alla virka daga frá kl. 9 til 5. Verð blaðsins er óbreytt, þrátt fyrir stækkunina, kr. 25,00. Gjalddagi er 1. júlí. Vinnið að útbreiðslu Dýra- verndarans. — Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergst.str. 27. 64 DÝEAVÍRNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.