Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1960, Side 2

Dýraverndarinn - 01.02.1960, Side 2
Sjðtíu og fimm ðra merkisafmæli Sjötíu og fimm ár liöin síöan Tryggvi Gunnarsson hóf baráttu fyrir dýravernd á íslandi með útgáfu „Dýravinarins" Tryggui Gunnarsson, bankastjóri og ritstjóri Dýravinarins. „DÝRAYINURINN“ RIÐ 1885 kom út allsérstæð bók á íslenzkri tungu. Hún heitir Dýravinurinn og var lielg- uð dýravernd. Á titilblaðinu stendur, að útgeíandi sé Dýraverndunarfélag danskra kvenna. Formála fyr- ir bókinni skrifaði hinn merki atorku- athafna- og hugsjónamaður Tryggvi Gunnarsson. Formálinn er dagsettur í Kaupmannahöfn 25. marz 1885. Verður sá dagur að teljast afmælisdagur íslenzkrar dýra- verndar. Tryggvi skýrir frá félaginu, sem gaf út bókina, og tilgangi þess, sem hann segir vera að „vekja hjá mönnum andstyggð á illri meðferð á dýrum og enn- fremur að vekja velvild til þeirra og tilfinningu fyrir því, að menn hafi siðferðislegar skyldur gagn- vart dýrunum." Hann segir einnig, að félagið vilji „koma sínum mannúðarfullu tilraunum til íslands," og skýrir hann svo frá, að þannig hafi samizt með honum og félaginu, að það gefi Þjóðvinafélaginu bókina gegn því, „að það leggi lítið eitt til útgáf- unnar og hafi kostnað og umsjón fyrir útsendingu bókarinnar." í bók þessari er efnið eingöngu eftir erlenda höf- unda, en þýðandinn var enginn ómerkingur. Það var Páll Briem, síðar amtmaður og mikill áhuga- maður um íslenzk umbótamál. Síðan kom Dýravinurinn út annað hvert ár, unz komin voru 16 liefti árið 1916, og var Þjóðvinafélag- ið útgefandinn. Tryggvi lét sér ekki nægja að fá þýtt efni í Dýra- vininn. Hann leitaði til fanga hjá ritfærum mönn- um íslenzkum, og var það enginn aukvisi, sem fyrst- ur reið á vaðið. Það var Grírnur Thomsen skáld. Hann ritaði í 2. liefti Dýravinarins grein, sem heitir Hestar og liundar, og þar með var ísinn brotinn. Af höfundum efnisins í 3. hefti má nefna Jónas Jónasson, sem síðar varð merkisprestur, sagnaskáld og ritdómari, sjálfan biskup landsins, Pétur Péturs- son, Þórhall Bjarnason, síðar biskup, og Eggert Ó. Briem, prest og rithöfund. í næstu árgöng- um bætast síðan við skáldin Matthías Jochumsson, Páll Ólafsson, Valdimar Briem, Þorsteinn Erlings- son, Þorgils gjallandi, dr. Jón Þorkelsson, Brynjólf- ur frá Minna-Núpi, Guðmundur Friðjónsson, Guð- mundur Guðmundsson, Guðmundur Magnússon og Þorsteinn Gíslason — og auk ýmissa annarra mætra manna skörungar úr ýmsum stéttum, svo sem séra Ólafur Ólafsson, síðar fríkirkjuprestur, séra Magnús Helgason, séra Jón Jónsson á Stafafelli, Ingunn Jónsdóttir, Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri, Böðv- ar Magnússon og Jón H. Þorbergsson. Má geta nærri, að miklar bréfaskriftir og mörg viðtöl hafi það kostað, að fá efni frá sumum þessara manna, en Tryggvi taldi það ekki eftir sér, og ekki heldur hitt, að skrifa sjálfur íjölda greina, umvandanir, ávítanir og oft heitar og magnþrungnar eggjunar- greinar. Hann prýddi og blaðið fjölda af myndum og vandaði útgáfu þess sem bezt, og Jaess er vert að minnast, að þetta var maður, sem var störfum hlaðinn í þágu atvinnumála, fjármála og stjórn- 2 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.