Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.02.1960, Síða 3

Dýraverndarinn - 01.02.1960, Síða 3
mála og sívökull hvatamaður að margvíslegum frarn- förum. Blaðið náði meiri og víðtækari vinsældum með hverju árinu, sem leið, og víst er, að það ger- breytti hugsunarhætti fjölmargra manna um land ailt gagnvart dýrunum, enda var það á þeirrar tíðar vísu allt í senn: vandað að efni, gagnsýrt af þeirri hugsjón, sem það þjónaði, og rnjög vel og skemmti- lega skrifað, auk þess sem ytri frágangur þess var fágætlega góður, samanborið við önnur rit. MIKLIR SIGRAR RYGGVI hafði hugsað sér að vekja íslenzk- ar konur til framkvæmda um dýravernd, og mun fordæmi liinna dönsku kvenna, sem gáfu Þjóðvinafélaginu fyrsta liefti Dýravinarins, hafa valdið þar nokkru um, en þó trúlega meiru sú sannfæring Tryggva Gunnarssonar, að ef málstaður hans og annarra dýravina ætti að sigra hér á landi, þá yrði að innræta dýravernd hinni uppvaxandi kyn- slóð, og til þess voru engar líklegri en einmitt mæð- ur og ömmur. Og það munu hafa orðið honum nokk- ur vonbrigði, að íslenzkum konum auðnaðist ekki að taka forystuna í dýraverndunarmálum á íslandi. í formála Dýravinarins, sem út kom árið áður en hinn mikli og einlægi forgöngumaður dýraverndar á landi liér safnaðist til feðra sinna, veittist honum sú ánægja að skýra frá því, að „nýtt Dýraverndunar- félag fyrir allt landið var stofnað í Reykjavík næst- liðið ár.“ „Félagið byrjaði bráðlega að gefa út dálítið blað,“ segir hann, „nefnt „Dýraverndarinn“. Það hefur mætt beztu viðtökum og vinsældum hjá lands- mönnum, svo það hefur nú, eftir eitt ár, nálægt 1600 kaupendur. Vonandi er, að blaðið geti stækkað og kaupendum fjölgað, þeim og skepnunum til gagns. Því miður var það ekki kvenþjóðin, sem stofnaði þetta félag. Ég hef oftar en einu sinni skorað á konur að stofna dýraverndunarfélög, mér þótti það standa nær eðlisfari þeirra en karlmanna. En þær geta bætt úr drættinum með því að styðja þetta nýja félag með ráð og dáð, og þó einkum með því að innræta börnum sínum á unga aldri velvild til dýranna." Enn segir í formálanum: „Fundur Dýraverndunarfélagsins samþykkti næst- liðið sumar frumvarp til dýraverndunar og sendi það Alþingi, sem tók málið til meðferðar með sér- stakri velvild, svo að frumvarpið komst breytinga- og umræðulítið í gegnum þingið, — og varð að lögum þeirn, sem prentuð eru í þessu hefti bls. 60. Þó eru ýmisleg ákvæði í þeim, sem dýraverndunar- félög í Danmörk, Noregi og Svíaríki liafa reynt að fá íramgengt við síns lands löggjafarþing og ekki orðið ágengt. Það sýnir að velvild til dýranna er kornin skemmra á leið hjá þeim, en hér á landi.“ „ÞRJÁTÍU ÁRA STRÍÐIГ RIÐ 1915 hafði Tryggvi háð þrjátíu ára stríð fyrir dýravernd á íslandi, og þarf ekki nein- um getum að því að leiða, hver hjartans ánægja honum hefur verið það að geta með skírskotun til nýsamþykktra laga frá Alþingi fullyrt, að velvild til dýranna sé komin lengra með íslendingum en með frændþjóðum þeirra á Norðurlöndum. Þrátt fyr- ir það, þótt sú ánægja hafi fyrst og frernst verið sprottin af vitundinni unt stóra sigra góðs og hjart- fólgins málefnis, getur varla hjá því farið, að hún hafi verið blandin hlýrri gleði hins áttræða þjóð- skörungs yfir þeirri vitneskju, að allt, sem unnizt hafði, var fyrst og fremst honum sjálfum að þakka, — að hann hafði i þrjátiu ár verið forseti lxins si- vaxandi, en óskipulagða dýraverndunarfélags ís- lands, sem hafði átt sér Dýravininn að málgagni og Þjóðvinafélagið, sem Tryggvi liafði sjálfur stofnað, að bakhjarli, hafði kvatt til sem erindreka dýra- verndar flest fremstu skáld og rithöfunda þjóðar- innar og fjölmarga aðra hjartahlýja skörunga af ýmsum sviðum þjóðlífsins — og beinlínis verið hvata- maður að því, ekki sakir bókmenntanna, heldur þekkjandi mátt þeirra til góðs og ills, að ódauðlegur skáldskapur varð til um dýrin hér á íslandi, svo sem kvæði eftir Matthías Jochumsson og Þorstein Erlings- son — og dýrasögur þeirra Þorsteins, Þorgils gjall- anda og Guðmundar Friðjónssonar. MINNING FRUMHERJANS JXTÚ — þegar liðnir eru þrír aldarfjórðungar frá því að 'I’ryggvi hóf baráttu sína fyrir dýra- vernd á íslandi og hálfur fimmti áratugur síðan Dýraverndunarfélag íslands var formlega stofnað, lók að gefa út Dýraverndarann og fékk samþykkt á Aljringi fyrstu heildarlögin um dýravernd — munu allir góðir íslendingar blessa nafn frumherjans DÝRAVERNDARINN 3

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.