Dýraverndarinn - 01.02.1960, Side 9
Girðingalögin frá 1952
Lögin eru gölluð,
og er brýn nauðsyn breytinga á þeim.
SÍÐAN Þorsteinn Einarsson, ritari Sambancls dýra-
verndunarfélaga íslands, skrifaði grein sína um
girðingar og girðingaleifar hér í blaðið, hafa hann
og ritstjóri Dýraverndarans farið allvandlega yfir
lög um girðingar, frá 1. febrúar 1952, og komizt
að raun um, að þau eru það gölluð frá sjónarmiði
dýraverndar, að nauðsyn ber til, að þeim sé breytt
og þau löguð.
Þau ákvæði laganna, sem hér skal einkum um
fjallað, eru þessi:
í 3. gr.:
„Nú fer jörð í eyði, svo að ekki er til ætlazt, að
hún byggist aftur, sbr. 4. kafla jarðræktarlaga, og
verða eigi lengur nein not að girðingu fyrir jörð-
ina, og losnar þá jarðeigandi við þá skyldu að halda
henni við og er lieimilt að taka hana uþþ, fái hann
ekki efni hennar endurgreitt með matsverði frá
meðeigendum.“ (Leturbr. eru ritstjórans alls staðar
í greininni).
Ákvæði 9. gr. um ristahlið.
Ákvæði 11. gr. um viðhaldsskyldu og skaðabætur.
Ákvæði 12. gr. um nálægð girðinga við vegi.
Um 3. gr. er það að segja, að hún er mjög göll-
uð og meira að segja hálfkjánalega sarnin. Þar er
sagt, að jarðeigandi losni við skylduna til að halda
girðingu við, ef jörð leggst í eyði og á ekki að
byggjast aftur — og að lieimilt sé að taka upp girð-
inguna. En á hverjum hvílir jsá sú viðhaldsskylda,
sem lögð er á girðingaeigendur samkvæmt 1. gr.
laganna, ef eigandi sér ekki ástæðu til að taka girð-
inguna upp, sem honum er heimilt, en ekki skylt?
Þarna þarf ekki frekar vitnanna við. Allir sjá nauð-
syn þess, að bætt sé um ákvæði greinarinnar.
Flestir munu hafa orðið þess vísir, að fjarri fer
því, að svokölluð ristahlið séu óskaðleg skepnum.
Oft vill það brenna við, að ristarnar bila, misjöfn
bil verða milli rimla eða rimlarnir hreyfast ekki,
þegar kindur stíga út á ristina, svo að þær stika
hana óskefldar, í stað þess að hörfa frá, og svo festa
þær þá í þeim fætur. Einnig vantar í 9. gr. viður-
lög við því, að slíkum hliðum sé ekki haldið við,
en auðvitað ber að sekta þann, sem hefur skyldu
til að halda við hliðunum — og það þótt ekki hafi
orðið tjón að vanrækslu hans, svo að menn viti.
Og sektir mega ekki aðeins miðast við það tjón,
sem eigandi dýra bíður af völdum vanrækslunnar,
heldur og við þá kvöl, sem hún kann að valda eða
veldur dýrunum. Þarna er sem sé ekki aðeins um
að ræða hagsmunasjónarmið, heldur líka og ekki
siður tillitið til dýranna.
Þá eru ákvæði 11. gr. Þar stendur:
„Skylt er að halda öllum girðingum svo vel við,
að búfé stafi ekki liætta af þeim.“
Þetta mundi nú gott og blessað, og þeir, sem lesa
þetta ákvæði, munu segja: „Hvað eru þeir Þor-
steinn og Hagalin að fetta fingur út í þessa grein?“
Greinin endar þannig:
„Valdi vanræksla í þessu efni skaða á búfé, varð-
ar það sektum og skaðabótum til fénaðareiganda."
Mundi þetta ekki vera nóg — eða hvað? Ef til
vill frá sjónarmiði fjáreiganda, sem ekki er dýra-
vinur, en ekki frá sjónarmiði neinna, sem ekki eru
eins greinilega bundnir hagsmunasjónarmiðum og
þeir, sem hafa sarnið og samþykkt lögin. Auðvitað
er skylt að hafa þarna ákvæði um viðurlög, sem
miðuð séu við dýravernd, — að eigandi girðingar,
eða sá, sem skyldur er að annast viðhald hennar,
sœti sektum sakir þess, að hann hefur valdið dýr-
um sársauka og kvöl. Ennfremur þarf beinlínis að
vera ákvæði um, að hver sá girðingareigandi, sem
vanrækir viðhald girðinga, svo að telja megi, að
dýrum geti stafað hætta af vanrækslunni, skuli sæta
sektum, þó að ekki liggi fyrir nein sönnun þess, að
dýr hafi þegar orðið fyrir sárum eða bana af völd-
um vanrækslunnar. Þarna kernur meira að segja til
greina hið yfirleitt af löggjafanum hávirta tillit
til hagsmuna fjáreigenda. Auðvitað geta kindur
skaddast af völdum illa viðhaldinna girðinga, þó
að skepnueigandi geti alls ekki sannað, hvaða girð-
ing hefur orsakað sár þeirra, og þá fær eigandi
kindanna engar skaðabætur. Þess vegna er það ekki
aðeins tillitið til dýraverndar, heldur líka hags-
munir fjáreigenda, sem krefjast þeirrar breytingar,
að þeir, sem vanræki viðhaldsskyldu sína á girðing-
um, sæti viðurlögum, þótt eklii sé sannað, að van-
rœkslan hafi valdið tjóni á dýrum, og þau viðurlög
skulu ákveðin bceði með tilliti til hagsmuna og til
dýraverndar.
Loks eru þá ákvæðin um nálægð girðinga við
DÝRAVERNDARINN
9