Dýraverndarinn - 01.02.1960, Page 10
vegi. Þar er sagt, að girðingar úr gaddavir megi
hvergi vera nær en 4 metra l'rá vegjaðri og sex
metra frá miðjum vegi. Síðan segir:
„Þegar girt er meðfram vegum á óræktuðu landi
og skurður lítt fær eða ófær fénaði er á aðra hlið,
má bilið frá girðingu á hina hlið vegarins eigi vera
minna en 5 metrar."
Þetta seinasta mundi vera um o£ torskilið ákvæði,
svo að ekki sé meira sagt, og vafasamt samræmið
við ákvæðið um fjögurra og sex metra bilið, og
hefði þarna þurft að fylgja teikning til skýringarl!
Þá má benda á það, að ekki er gert ráð fyrir, að
skurður, lítt fær eða ófær fénaði, geti verið báðum
megin vegar, þar sem girt er.
Að framansögðn er hverjum manni auðsætt, að
breyta þarf lögunum, en auk þess er það, sem Þor-
steinn Einarsson hefur greinilega sýnt fram á, að
eftirlit með því, að lögunum sé lilýtt, er í mesta
ólestri, og er bráðnauðsynlegt, að liá viðurlög séu
við vanrœkslu þeirra, sem eftirlitið er falið — og
að þau viðurlög séu ekki aðeins miðuð við liugsan-
legt tjón þeirra, sem dýrin eiga, heldur emnig við
dýravernd.
Búnaðarþin^ og ílýraverncl
Fyrir Búnaðarþingi liggja —nú tvö mál, sem
varða dýravernd:
1. Erindi um að hert verði á ákvæðum laga um
frágang girðinga, umhirðu þeirra og fieira.
2. Breyting á gildandi umferðarlögum. Þar er far-
ið fram á að ákveðið verði, að liestum fyrir vagni eða
með mann á baki skuli haldið vinstra megin á vegi,
eins og kveðið var á í gömlu umferðarlögunum, þar
eð reynslan hefur þegar sýnt, að hestar láta ekki að
stjórn, þegar þeir blindast af bílljósum. Hafa af
þessum sökum orðið þrjú slys, sem um er vitað, síðan
hin nýju umferðarlög gengu í gildi.
*
Gjafir og áheit á Dýraverndarann:
Gjöf N. N. frá 25. júlí 1959, kr. 50.00. Áheit frá
sama kr. 5.00. Áheit frá M. 30. nóv. 1959 kr. 25.00.
Áheit frá M. í desember 1959 kr. 25.00.
Gjaldkeri og ritstjóri þakka, og þeir biðja af-
sökunar á því, að fallið hefur niður af vangá að geta
fyrr um gjöf N. N. frá 25. júlí.
Útigangshestar detta ofan i Sxiartá i Skagajirði. Köld er
laugin þarfasta þjóninum og slolti þeirra Skagfirðinga.
LÖG IIM DfRAVERND
1. gr. — Sá, sem rnisþyrmir skepnum eða gerir
sig selian urn illa meðferð á þeim með þvi að of-
bjóða þoli þeirra, vanhirðu eða á annan hátt, skal
sœla sektum frá 10—1000 krónum, eða einföldu
fangclsi, ef miklar saltir eru.
2. gr. — Frá 1. október 1917 skulu allir þeir,
sem skepnur eiga, liafa nœg hús fyrir þœr allar.
Brot gegn þessu ákvceði varða sömu viðurlögum
sem brot gegn 1. gr.
3. gr. — Stjórnarráð íslands setur reglur um
slátrun búpenings á almennum slálrunarstöðum,
um rekstur og annan flutning innanlands á fé til
slátrunar, á fé og hestum til útflutnings, svo og um
meðferð á hestum i brúkun. Skal það gert i reglu-
gjörð, sem jafnframt ákveður sektir fyrir brot á slik-
um reglum.
1. gr. — Með brot gegn lögum þessurn skal farið
sem opinber lögreglumál.
5. gr. — Með lögum þessum er úr gildi numin
299. gr. almennra hegningarlaga 25. júni 1869.
Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér að liegða.
(Fyrstu heildarlögin um dýravernd á íslandi).
10
DÝRAVERNDARINN