Dýraverndarinn - 01.02.1960, Side 13
‘^ncfótu Leóendurnir
Náttúrlcg ánægja
Það var einn góðviðrisdag í hittiðfyrra, að cg var
sendur eftir liesti upp í girðingu fyrir ofan túnið
heima. Þegar ég gekk upp túnið, sá ég á, sem lieitir
Digra. Hún var borin l’yrir skömmu, og ég vissi, að
hún hafði eignazt tvær gimbrar. Nú sá ég ekki nema
aðra gimbrina. En ærin var að stjálka á bakkanum á
djúpum skurði, sem ekki var vatn í.enblaut leirleðja.
Mér datt strax í hug, að blessað lambið liefði dott-
ið ofan í skurðinn og flýtti mér þangað, sent ærin
hélt sig. Það reyndist vera eins og mér hafði komið
til liugar. Lambið var í skurðinum, stóð þar upp í
kvið í leðjunni. Ég var ekki lengi að henda frá mér
beizlinu og bregða mér ofan í skurðinn, þó ekki
lengra en svo, að ég sökk ekki í óþverrann. Ég teygði
mig eftir lambinu, sem var ósköp aumkunarlegt og
jarmaði á mig, eins og það væri að biðja mig að
hjálpa sér. Ég tók það í fangið, flýtti mér upp úr
skurðinum og hljóp í sprettinum lieim. Þar var
lambið þvegið og þurrkað og gefin volg mjólk.
Það hresstist fljótt, og svo var farið með það til
mömmu þess. Hún fagnaði því eins og bezt liún gat,
með því að gefa því sopa og nusa kuntrandi af því.
Ég fór að sækja hestinn, og ég var léttur og glaður
yfir að hafa getað bjargað litla lambinu.
Hafsteinn Sigurðsson, Sandgerði.
Annar apinn segir við hinn:
„Kœrðu þig hollóttan, vinur, þó að þeir hlœgi eins og
fifl, þessir ndungar. Það er hreint ekki sannað, að við
séum komnir út af þeim!"
Leilcið á rehha
Það er sagt urn menn, sem eru slungnir og brögð-
óttir, að þeir séu mestu refir, því að tófan þykir ærið
kæn og brellin. Til eru margar dæmisögur og ævin-
týri, sem sýna, að refurinn hafi löngum leikið á önn-
ur dýr. En hér fer á eftir stutt ævintýri, sem greinir
frá því, þegar úlfurinn lék á rebba.
Einu sinni voru refur og úlfur að ganga sér til
skemmtunar og fróðleiks úti í skógi í nánd við þjóð-
veginn. Þá sáu þeir allt í einu, hvar maður kom ak-
andi eftir veginum í vagni, sem hesti var beitt fyrir.
############################################################
2. Legglengd möskva í lagnetum skal ekki vera
styttri en 4,5 cm og í dráttarnetum minnst 4 cm, þá
net eru vot. Óheimilt er að hirða silung, sem er
niinni en 37 cm á lengd (mældur frá trjónu í sporð-
vik).
3. Samanlögð lengd lagneta í vatninu skal aldrei
fara frani úr 7000 metrum.
4. Dráttarveiði skal bönnuð á riðastöðvum frá
1. febrúar til 30. apríl ár hvert.
5. Reglur þessar gilda í 5 ár.“
Veiðimálastjóri hefur upplýst, að nú muni hefjast
i Mývatni notkun neta úr girni, þar sem þræðirnir
eru bræddir saman. Þessi gerð neta er sögð liafa álíka
yfirburði yfir nælonnetin um veiðni og nælonnet yfir
net úr baðmullarjtræði, svo að ekki sé minnzt á netin
úr ullarþræði, sem notuð voru endur fyrir löngu.
Þá leggur veiðimálastjóri áherzlu á þann háska, sem
stafar af Jrví, að nú gætir ekki lengur fjarlægða á
vatninu. Jjar eð hraðskreiðir vélbátar hafa komið í
stað árabáta, enda netin nú mest lögð utan neta-
lagna lögbýla, þ. e. Jjar í vatnið, sem er almenningur.
Enginn vafi er á, að til verndunar fiskstofninum
í Mývatni væri mjög mikil bót að því, að tillögur
veiðimálastjóra um veiðireglur næðu fram að ganga,
og ungadrápið yrði og stórum minni, ef Jjær gengju
í gildi.
Nú er að Jjví unnið að fá fé annað hvort úr vís-
indasjóði eða beint úr ríkissjóði til þess að kosta
náttúrufræðing til rannsókna á fuglalífi á Mývatni
og fugladauða af völdurn silunganeta.
liÝRAVERNDÁRINN
13