Dýraverndarinn - 01.02.1960, Blaðsíða 16
Verðlaunasamkeppnin
Af þeim ritgerðum og frásögmun, sem sendar
hafa verið að þessu sinni, hefur aðeins ein hlot-
ið verðlaun. Hún heitir SAGAN AF SKUGGA.
Höfundur hennar reyndist vera frú Inga Skarp-
héðins á Blönudósi. Verðlaun þau, sem hún
hlýtur, eru 350 krónur. Einn drengur, þrettán
ára gamall, sendi til samkeppninnar frásögn,
sem þótti raunar ekki geta hlotið önnur verð-
laun, en satnt verð viðurkenningar, og rnun
hlaðið greiða honum 150 krónur. Frásögn hans
heitir HREIÐRIÐ MITT. Þessi frásögn kom
þeirri hugmynd inn hjá ritstjóranum, að fram-
vegis yrðu árlega veitt sérstök verðlaun, sem
eetluð vecru börnum innari 16 ára aldurs, og
mun ritstjórinn beita sér fyrir þvi, að sá hátt-
ur verði uþþ tekinn þegar á necsta ári. SAGAN
AF SKUGGA verður birt í ner.sta tbl. og sömu-
leiðis HREIÐRIÐ MITT, en höfundur þeirr-
ar frásagnar reyndist vera Benóní Halldórsson,
Krossi, Lundarreykjadal.
~—---------------
Það er þœgilegt, finnst knapanum, að fá sér svalaneli
bað ei þennan hátt. Og takið eftir þvi, að fillinn hefur
vafið rófunni yfir um bursta, og svo burstar liann vin
sinn, knapann, þveer af honum rykið.
Vesalings dúían
Það var einu sinni í fyrra vetur, að ég var að
fara í búð fyrir mömmu mína, eins og oft áður.
En þá gerðist nokkuð, sem mér er minnisstætt. Þeg-
ar ég kom út, fann ég dúfu úti í snjónum. Hún var
með stóran stein bundinn neðan á fæturna á sér.
Ég fór með hana inn til mín, og ég og mamma
gáíum henni mat að borða. Settum við hana svo í
kassa, og jafnaði hún sig þá brátt.
Þegar hún var búin að vera nokkra daga hjá
okkur, var hún orðin svo hænd að okkur, að við
gátum strokið eftir bakinu á henni. En svo kom
að því, að mamma gat ekki haft hana lengur fyrir
það, að hún vildi alltaf dríta í ljósakrónuna, sem
var í stofunni. Og við urðum að sleppa henni, en
ég gat ekki annað en tárast, því að mér þótti svo
vænt um hana. Og í marga daga var hún í nágrenn-
inu, en fór svo út í geiminn.
Friðrik Sigurjónsson (13 ára),
Akureyri.
TIL KAUPENDANNA
Á þessu tölublaði Dýraverndarans stendur, að það
sé febrúarblað, en útkoma þess hefur dregizt vegna
þess, að samningar stóðu yfir um prentun blaðsins,
og auk þess reyndist söfnun auglýsinga tafsöm.
Önnur blöð árgangsins koma eins og hér segir:
Annað tölublað í apríl, jrriðja í júní, fjórða í ágúst,
fimmta í október og sjötta um miðjan desember. Er
til þess hugsað, að seinasta blaðið verði allmiklu
stærra en hin. Ritstjóri.
DÝRAVERNDARINN
Útgefandi: Samband dýraverndunarfélaga íslands. Ritstj.:
Guðmundur Gíslason Hagalín, Silfurtúni F 5, Garðahreppi,
Gullbringusýslu. (Síini 501G6. Pósthólf 1342, Reykjavík.) Af-
greiðslu annast I>orgils Guðmundsson, Hraunteigi 21, Rvík.
(Simi 34344. Pósthólf 003.) Þorgils er að hitta á fræðslu-
málaskrifstofunni alla virka daga ársins frá klukkan 0—17
Verð blaðsins er kr. 30,00. Gjalddagi er 1. apríl. Vinnið kapp-
samlega að útbreiðslu Dýraverndarans og stofnið dýravernd-
unarfélög, þar sem engin slik félög eru starfandi.
Prentsmiðjan Oddi h.f., Reykjavík.
16
DÝRAVERNDARINN