Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1947, Síða 10

Dýraverndarinn - 01.10.1947, Síða 10
48 DYRAVERNDARINN minnsta kosti ekki hátt um þaö. Hvers vegna iáta þeir ekki til sín heyra til að andmæla þessuin aðförum? Er þeim nákvæmlega sama, hvernig skepnur þeirra eru aflífaðar, eða er hér einhverju öðru um að kenna? I þessu sambandi vil ég líka leyfa mér að henda á annað: I5að þarf strangara eflirlil við sláturhúsin út um landið en verið liefur hingað til, miklu strangara. Og það er fieira en eitt og fleira en tvennt, sem veldur því. En ein ástæð- an er þessi aflífunar aðferð, sem liér ræðir um, meðan liún er leyfileg lögum samkvæmt. Eft- irlitsmaðurinn verður að hafa vald til þess að laka drápslækið tafarlaust af hverjum þeim, sem mistekst að beita því. Hann verður jafn- framt að vera skyldugur til að beita þessu valdi, livenær sem þörf krefur. Mistökin við störf þessi eru alltof algeng. Einstök dæmi nefni ég ekki í þetta sinn, en er þess albúinn, ef þess gerist þörf. Það er óneitanlega sóðalegt og siðlaust at- hæfi að leggja kind í fullu fjöri niður og skera hana á liáls, eins og siður var hér áður. En mikið vildi ég þó heldur, að lömbunum mínum væri slátrað ])annig, ef það væri gert eins vel og kostur er með þessari aðferð, heldur en að láta murka úr þeim lífið með mörgum misheppnuðum rothöggum. Og til er það, að þeim sé draslað háll'lifandi upp á borðið, þar sem þau eru skorin á háls, eftir að slík mistök hafa átt sér stað. Dýraverndunarfélagið hefur mörgu góðu til leiðar komið. Og við, þessir fáu út um landið, sem höfum áhuga fyrir því, hvernig farið er með dýrin, treystum á starfsemi þess, vilja þess og mátt til að beita sér fyrir bættri meðferð á þeim, alls staðar, þar sem þess er þörf. Þess vegna mælist ég til þess, að félag- ið taki það, sem hér hefur verið drepið á, til athugunar. — Og að endingu skora ég á alla sauðfjáreigendiir og alla dýravini, sem línur þessar sjá eða heyra, livar sem þeir eru á landinu, að ljá máli þessu lið á hvern þann hátt, sem hezt hentar, livar sem þvi verður viðkomið, og hika nú ekki að þessu sinni. Áhorfandi. DYRAVERNDARINN kemur a'ö ininnsía kosti út átta sinnuin á ári, mán- uðina: febrúar, marz, apríl, maí, september, október, nóvember og desember. Ætlunarverk Dýraverndarans er að vinna að upp- eldis- og menningarmáli allra þjóða, en það er sú siðbót, sem fram kemur i verndun málleysingja og miskunnsemi við munaðarlausa. Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli allra góðra inanna, ungra og gainalia. Þeir, sem útvega fimm kaupendur að Dýraverndar- anum, eða fleiri, fá 20% í sölulaun. Afgreiðslu og innheimtu „Dýraverndarans“ annast Hjörtur Hansson, Bankastrœti 11 (miðhæð), pósthóll' f>66, Reykjavík, og ber að senda honum allar greiðslur blaðsins og tilkynningar um nýia kaupendur. •—• Ar- gangur „Dýraverndarans“ kostar nú 10 krónur. — Það, sem til er af eldri árgöngum, er selt mjög lágu verði, eða kr. 5,00 árg. VERÐLAUNAKEPPNI. Samkvæmt skipulagsskrá Minningarsjúðs Jóns Ólafssonar bankastjóra verða á þessu ári (1947) veitt tvenn verðlaun úr sjóðnum fyrir ritgerðir um dýraverndunarmálefni, að fjár- hæð 100 krónur og 60 krónur. Þeir, sem lceppa vilja um verðlaun þessi, sendi ritstjóra Dýraverndarans rit- gerðir sínar fyrir næstu áramót. Skulu ritgerðirnar vera einkenndar með sér- stöku merki, en nafn höfundar ásamt einkenn- ismerki ritgerðarinnar fylgja í lokuðu umslagi. Stjórn Dýraverndunarfélags íslands dæmir um ritgerðirnar og ákveður, hverjar liljóta skuli verðlaunin. Ritgerðirnar verða hirtar í Dýraverndar- anum. Stjórn Dýraverndunarfélags íslands. Minningarspjöld: Hin fögru minningarspjöld Minningarsjóðs Jóns ólafssonar, fyrrum bankastjóra og minningarspjöld Dýraverndunarfélags fslands. fást í skrifstofu Hjart- ar Ilanssonar, Bankastræti 11, — árituð og send, ef óskað er. — Sími: 4301. Efni, sem ætlað er til birtingar í blaðinu, sendist ritstj. Heimilisfang: Njálsgata 80, Rvík. (Sími 5732). Ritstjóri: Sigurður Helgason. Útgefandi: Dýraverndunarfélag fslands, Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.