Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 15.07.1918, Qupperneq 5

Dýraverndarinn - 15.07.1918, Qupperneq 5
DÝRAVERNDARINN 69 Þessu voru allir óviðbúnir. Einn hrópaöi: „Hérna voru 105“, annar: „hér eru 110“; 120, 150 voru nefndar og talsverS ó- kyrö komst á hópinn. Einhver einuröargóöur mótmælti i heyr- anda hljóöi, en hreppstjórinn sagöi mjög svo góölátlega, a'ð það væri afar leiöinlegt, en hann heföi ekki heyrt hærra boð en 100 kr., og þegar hærra boö kom, hafi hamarinn verið fallinn, svo þaö veröi þ v í m i ö u r ekki aftur tekiö. Upp- boðinu var lokið, og Högni varð hreppstjóra samferöa meö Skeglu í taumi. Heimasætan sá til þeirra út um gluggann langar leiöir, og bjartaö í henni hoppaði af kæti, þegar hún sá, aö þaö var unnustinn sem kom með fööur hennar — og teymdi Skeglu. Hún kom út á móti þeim, þegar þeir riðu i blaöiö'. Og hún þurfti ekki að spyrja, hvaö ætti aö gera við Skeglu, enda dró Högni hana ekki lengi á því, heldur gaf henni hana þar sem hún stóð þarna á hla'ðinu. Þaö var ekki siður á þessum bæ, aöi beita túniö i gróandanum, en þangað var Skeglu nú vísaö. Enginn kom henni á bak þetta sumar annar en nýi eig- andinn, og var brúkunin hvorki löng né ströng. Hreppstjórinn hélt brúðkaup dóttur sinnar um haustið, og héldu þau ungu hjónin þar til um veturinn. Þetta sumar og þessi vetur voru sæludagar Skeglu. Aldrei haföi henni liðiö betur; aldrei baföi henni. fyr verið gefin taöa, og aldrei átt betra atlæti, strokin og kembd og kjössuð á hverjum degi. Hún bar þaö með sér um vorið, þegar Högni haföi hana með sér í næstu sýslu, er hann brá sér þangað til að gera ýmsar ráðstafanir á Miðhóli; en þar ætlað’i hann aö reisa bú. Hún var feitust og frjálsust allra skepna bvar sem hann kom, og allir dáðust að fegurð hennar. En sæludagar Skeglu urðu álíka margir og sæludagar þeirra hjónanna. Þau áttu ekki lund saman, og kærleikurinn kólnaði furðu fljótt. Högni þurfti oft að bregða sér að heiman, og þóttist aldrei nógu vel ríðandi, nema Skegla væri með í för- inni. Búskapurinn gekk illa, enda gengu þá nokkur harðæri yfir; skepnur voru víöa illa haldnar og ekki síst á Miöhóli. Skegla var ekki lengur stásshross; hún var brúkuö eins og hvert annað heimilishross, og þess gætti lítiö, að hún væri séreign húsfreyjunnar. Skemtiferöum húsfreyjunnar var og lokið fyrir löngu. Hún hafði annað aö gera en að ríða erindis-

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.