Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1928, Blaðsíða 4

Dýraverndarinn - 01.03.1928, Blaðsíða 4
io DÝ RAVERNDARINN FaSir hans mun hafa hugsaö til aö láta hann ganga „mentaveginn" svonefnda, en Einar vár óráöinn, og varö ekki úr. Segist hann um þær mundir hafa veriö meö ýmiskonar „andlegar vangaveltur“. Mun ]>á þegar rithöfundurinn í honum hafa verið far- inn aö gera vart viö sig. Áriö 1890 lét faöir hans af prestsskap. Hóf þá Einar húskap. Bjó hann i fimm ár, fyrst á Búöum. þá á Kámbi í Breiöuvik. Eftir aö hann ljet af búskap, lagöi hann stund á ýmislegt, svo sem sntíöar, verslunarstörf og barna- kenslu á vetrum, um 9 ára skeiö. Því næst starfaöi hann í 7 ár viö Landsskjalasafniö, og þrjú ár af þeim sjö árum starfaöi hann einnig á Alþingi (þing- skriftir). Vann viö Alþingi i samfleytt 15 ár. Var 9 ár skrifstofustjóri Alþingis, en tvö siöustu árin gat hann ekki starfaö vegna veikinda. Ljet af starfi þessu viÖ árslok 1922. Síöustu 4 árin hefir hann átt heima í Flafnarfiröi. Einar er þrigiftur, og á 12 börn á Iífi. Þriöja kona hans er Ólafía Guömunds- dóttir frá Hörgsholti í Hrunamannahreppi. Hafa þá veriö rakin helstu æfiatriði Einars Þor- kelssonar. Eftir er aö lýsa manninum. Sá, er þessar línur ritar, hefir kynst honum nokkuð. Hefir hann haft mikla ánægju af þeirri kynningu, ekki síst fyrir þá sök, aö þar sem Einar er, ]>ar er enginn hversdagsmaður. Það er tilbreyting og andleg lyft- ing í því að hitta hann. Hann er ekki einn af ]>ess- um mönnum, sem eru svo óskýrir og þókukendir. aö ]>eir renna næstum saman viö umhverfiö, og fjara út í endurminningunni og skilja ekkert mark- vert eftir. Þaö, sem mjer viröist eftirtektarveröast i fari Einars er fjör, einskonar andleg fimi, og at- hyglisgáfa. Hann er tilfinningamaöur rnikill og viö- kvæmur, en þó karlmenni i lund, og mun hann stundum hafa þurft á þvi aö halda. Einar er því gæddur eöli s k á 1 d a, enda bera rit hans vott um það, aö hann sje skáld. Þegar um tvítugsaldur tók hann aö yrkja, aöallega i hundnu máli, en fór dult með. Um aldamótin byrjaöi hann aö semja sögur. Nokkrar þeirra á hann ennþá í fórum sínum. Eigi er það mikiö að vöxtunum, sem eftir Einar hefir siest á prenti. En þess betra er þaö að gæöum. Nokkrar smásögur eftir hann hafa komiö í Eim- reiöinni og Iöunni, svo og í þessu blaði. „Ferfætl- inga“ og ,,Minningar“ kannast flestir viö. Blaöa- greinar nokkrar mun hann hafa skrifað, allar undir dulnefni. Flestum ber saman um þaö, aö stíll hans sje glæsilegur og þróttmikill. Og enda þótt hann sje nokkuð fornyrtur stundum, verður hann þó aldrei tyrfinn. Þaö er satt, sem sagt hefir verið, aö hann skrifar stundum ekki venjulegt íslenskt nú- tíðarmál. En vitanlega er ástæðulaust aö gera kröfu til ])ess, aö aldrei sje vikiö frá hinu venjulega mál- fari. Þaö væri jafn viturlegt og aö banna mönnum að fara við og við í spariföt. Nú er það vitanlegt, aö hnignun íslenskunnar felst ekki i neinu ööru en því, aö verið er aö fjarlægjast meira og meira hið forna málfar, fjarlægjast íslenskuna, eins og hún var, ]>egar hún var íslenskust, þaö er að segja hreinust og þróttmest. En út í þá sálma skal ekki lengra fariö. Annaö er þaö, sem einkennir Einar sem rithöfund. Það er góður málstaður. Hann berst undir merkjum samúðar og drengskapar og skiln- ings. Með dýrasögum sínum hefir hann gengið í liö með mestu smælingjunum. Enginn veit, hve mikið hann hefir gert fyrir dýrin með þeim hætti. Dýrin mun hann hafa valið sjer til sögulegrar meðferð- ar, ekki aðeins vegna ]>ss, aö hann sá, að þeim var þörf á góðum málflutningi, heldur og af annari ástæöu, sem á sjer djúpar rætur i eðli hans. Á jeg þar viö glöggskygni hans á ]>aö, sem venjulega er lcallaö smátt, og fjöldinn veitir enga eftir- tekt. Það einkennir Einar, þetta, aö taka eftir því smáa. Þess vegna er hann t. d. viökvæmur fyrir smá-agnúum á framkomu manna, en þeir agnúar eru æðimargir, eins og viö vitum. Þaö er ljett verk og lööurmannlegt, aö koma nokkurn veginn lýta- laust fram, en ]>ó mjög þýöingarmikiö. Hví eru menn svo hirðulausir um þaö, seni er tiltölulega auövelt? Aftur á móti skal eigi fárast yfir því, sem v e r ð u r aö vera. Þegar G u ö talar, á m a ð- u r i n n að þegja! Mjer sikjátlast stórlega, ef ]>etta er ekki skoðun Einars. Þaö er gleöilegt, aö jafn- sniall rithöfundur og' Einar Þorkelsson skuli leggja góðu málefni liö með^penna sínum. Þeir eru nógu margir samt, falsspámennirnir, sem hrópa: „Listin fyrir listina!“ og hakla því fram, að skáklin, aö minsta kosti söguskáld, megi helst aldrei beitá list sinni i þágu ákveðinnar lifsskoðunar. Einar er ósnortinn af þessari bókmentalegu efnishyggju, og er þaö vel. Nokkuð hefir Einar fengist við það aö yrikja i bundnu máli, og ])ó ekki mikið. Skal hjer birt eitr kvæöi eftir hann. Nefnir hann þaö „Vertíöarlokin".

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.