Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1928, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.03.1928, Blaðsíða 9
DÝRAVERNDARINN 15 frændliö Sigmundar? .... Og — hver voru svör hans og tillögur? Siguröi vai'ö litiö i andlit lienni, og honum duld- ist ekki, a'ö oröin voru hjá henni ótvíræö skapskifti. — Víst bar jeg þessi efni upp viö Sigmund bónda þinn. En — jeg læt þjer eftir, húsfreyja, aö heyra svörin af hans eigin munni. TalitS fjell niöur. Þau þögðu stundarkorn. En Þórhildur horfði Sig urði í augu, allhvasst og rannsakandi og beit sam- an vörunum........ — Þarna er hæfilegur steinn, skamt frá. Vild- irðu halda i Feta minn. meðan jeg stiklaði í söðul- inn? mælti hún. Og Sigurði var ódulið, að henni stóðu tár í augum. Hún var komin í söðulinn og kvaddi Sigurð með föstu handtaki og hlýju, en mælti ekki. Feti reisti sig og fikraði þegar af stað á yndis- mjúku og bifldíðu hýruspöri. Hann hóf eyrun, ypti sjer á hógvært og gripþýtt valhopp og fór svo nokkurn spöl. Hann f a n n, að nú var húsmóðir hans í þeim hug, að henni niundi fjarst skapi hálf- velgja og hugdeigja. Alt yröi nú, sem oftar, að vera ósmátt í námunda við hana. Hann var því til alls búinn. Og svo svall heimfýsin og ólgaði hon- 11111 i æðum. Þórhildur jafnaði taumana í hendi sjer. Hún laut ofurlítið fram í söðlinum. Feti hóf sig til stökks, en hún hnipti í vinstra tauminn og skaut sjer lítið eitt til á sessi. Hann fann, hvað hún vildi, greip kostina í sömu svipan og rakti sig, slíkt er hann mátti. Þórhildi urðu b.iugar fyrir augum. Fyrir eyrum súg-aði henni hjúfrandi kvöldgolan, eins og væri golan að hvísla spásögnum um ókomna ævidaga hennar, athafnaríka og' lijarta. Alt þaut fram hjá henni, líkast hraðstreymi fallþungrar elfar. Tök Feta stækkuðu og drýgðust og urðu fríðari og fimlegri, þegar á sprettinn leið. Smágrýtið hófst og tvistraðist. og úr skeifunum stökti hann fálu- gneistanum, er hann sparn hófum við apalsteinun- um. — Sprettinum var lokið. Þórhildur na.m staðar í brekkunni vestan við Fellstúniö. Hún lagði hö.fuð Feta að brjósti sjer. Henni hrukku nokkur tár. Fn hún draup höfði að eyra hestsins. Köttur sá, er hjer birtist mynd af, er enskur og heitir Timmy. Iiann liggur hjer i garði í bænum Exmouth á Englandi. Hann er gestur þarna í garð- inum, en á heima skamt frá. Hann er ákaflega prúöur í framgöngu, að sögn, og þegar konan, sem á garðinn, gefur honum eitthvað, lítur hann altaf á hana hýrum augum, sem segja: „Thank you“ (þakkir). Hann er mjög hýreygður þarna á mynd- inni, og er sýnilega mjög ánægður með tilveruna, líklega „malandi". — Þú hefir, ómálgi vinur minn, stundum verið önnur hönd mín til allra stórræða. Nú mun okkur sist til setu boðið, þangaö til ráðið yrði fram úr vandræðunum. — Hún hóf höfuðið, dró andann djúpt og festi sjón á glitbrugðnum, sloknandi bjarma kvöldsólarinnar. — Sigmundur .... — brjóstið lyftist og röddin titraði nokkuð — hann — h a n n skal verða að drepa i dróina smályndið, vesalmenskuna og nirfilsháttinn. Hann s k a 1 verða að fylgja mjer að málum um það, að bjarga munaðarleysingjunum á Hleinarmöl og hirða af götu okkar börn Jóns í Hala .... Hann s k a 1 .... Hún leiddi Feta að bakþúfu og kastaði sjer í söðulinn. Hann sveif, vörpulegur og skriðmikill, austur með brekkunni. Þórhildur laut fram í söðlinum, klappaði Feta á hálsinn og mælti: — En hvað jeg verð n ú að eiga mikið undir ]> j e r, klárinn minn!

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.