Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1929, Page 3

Dýraverndarinn - 01.05.1929, Page 3
Systnrnar Herdís Andrésdöttir, Ólín a Andrésdóttir. Upptíningur. TáliíS mart þó teflum vi'S tjáir vart að flýja. Veiku hjarta veitir frið vorið bjarta, hlýja. Strýkur glóey grösin smá geislalóa þýðum. Lautir, flóar litkast þá, leysir snjó úr hlíðum. Þröstur hátt með kátum klið kveður þrátt í runna. Þar er dátt að dreyma við dásemd náttúrunnar. Vorið hló og hratt sig dró heim á gróin engi, þar sem lóa’ í lágum mó ljúfa sló á strengi. Himins stóli háum frá hverfa njólutjöldin, tímgast fjóla túni á, tekur sólin völdin. Býður fangið hlýtt og hljótt hlíðarvangi fagur, viðarangan — engin nótt, allt er langur dagur. Hýrt og blátt er himintjald, hægur sláttur Unnar. Glöð og sátt eg geng á vald guðs og náttúrunnar. Mitt við hæfi’ á móðurarm mun eg gæfu finna. Þar skal svæfa hjartaharm heillar ævi rninnar. Herdís Andrésdóttir.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.