Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1929, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.05.1929, Blaðsíða 3
Systnrnar Herdís Andrésdöttir, Ólín a Andrésdóttir. Upptíningur. TáliíS mart þó teflum vi'S tjáir vart að flýja. Veiku hjarta veitir frið vorið bjarta, hlýja. Strýkur glóey grösin smá geislalóa þýðum. Lautir, flóar litkast þá, leysir snjó úr hlíðum. Þröstur hátt með kátum klið kveður þrátt í runna. Þar er dátt að dreyma við dásemd náttúrunnar. Vorið hló og hratt sig dró heim á gróin engi, þar sem lóa’ í lágum mó ljúfa sló á strengi. Himins stóli háum frá hverfa njólutjöldin, tímgast fjóla túni á, tekur sólin völdin. Býður fangið hlýtt og hljótt hlíðarvangi fagur, viðarangan — engin nótt, allt er langur dagur. Hýrt og blátt er himintjald, hægur sláttur Unnar. Glöð og sátt eg geng á vald guðs og náttúrunnar. Mitt við hæfi’ á móðurarm mun eg gæfu finna. Þar skal svæfa hjartaharm heillar ævi rninnar. Herdís Andrésdóttir.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.