Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1931, Síða 14

Dýraverndarinn - 01.05.1931, Síða 14
40 DÝRAVERNDARINN og hestur komi hans í sta'fi. Hann var engum líkur. ? * * * Þegar okkur, Þórarinn, þrýtur ganga um veginn, máske Blesi, rninn og þinn, mæti hinum megin ? — I desember 1922. — Veiðibjalla. Sumari'Ö 1927 dvaldi eg i Þrastaskógi: sem oftar, og l)jó þar í tjöldum. Með mér var 15 ára piltur, Kjartan Sigurðsson, dýravinur og drengur hinn læzti. — Eitt kveld í júní, er við vórum á skemtiróðri úti á Alftavatni, fundum við litt stálpaðan veiði- bjölluunga í Arnarhólma. Tókum við ungann og flutt- um heim að tjöldum. Var hann gæfur og matlyst- ugur og hentum við gaman mikið að honurn. Elti hann okkur „jarmandi", er við vórum heima við tjöldin. Eigi leið á löngu áður veiðibjöllur, liklega foreldr- ar ungans, komust á snoðir um, hvar hann var nið- ur kominn. Vóru tvær veiðibjöllur sífelt að voka kring um hann. Leið svo liðug vika, að unginn daín- aði vel i vist með okkur. Þá var það eitt sinn, að við Kjartan fórum báðir að heiman og vórum sólarhring í burtu. Sleptum við unganum, áður en við fórum af stað. Hirtu veiði- bjöllurnar hann og fóru með hann spottakorn upp með Sogi. Vóru ])ær svo marga daga að selflytja ungann meðfram Soginu, norður að Álftavatni. Hitt- um við hann þá aí og til og vikum kunnuglega að honum, enda forðaðist hann okkur ekki, eins og aðr- ir veiðibjölluungar. Óx hann nú dagvöxtum. Loks hvarf hann okkur í ríki ættingja sinna á Álftavatni. Sáum við hann ekki í nokkurar vikur og töldum víst, að hann væri okkur að fullu glataður. Svo var það sunnudag einn laust eftir mi'Öjan ágúst, að eg röri út á Álftavatn með nokkurum drengjum af Eyrarbakka. Þá hittum við nýfleyga veiðibjöllu, stóra og fagra, á eyri við hólma einn í yatninu. Var hún svo gæf, að hún flaug ekki undan okkur, en veik sér út á vatnið, er við komum nærri henni, en þó aðeins skamt. Virtist hún kunna vel návist okkar. Þóttist eg vita, að þarna væri unginn okkar Kjartans. Morguninn eftir, er við tjaldbúar gáðum til veð- urs, urðum við fljótt varir gestkomu: Stór og falleg grádilótt veiðibjalla á fyrsta suinri spígsporaði um eyrina neðan við tjöldin og hnístist ófeimin i eld- stæðið okkar og annað dót. Skildum við fljótt hver komin var og urðum harla glaðir. Er það skemst af að segja, að lnm dvaldi með okkur alla daga, ]>ar til við fórum úr skóginum, en flaug burt um nætur. Höfðuni við ómetanlegt gaman af veiðibjöllunni, enda sýndi hún ótviræðar gáfur á ýmsum sviðum. Vciðibjallan rneð stórt bréf. Við gáfum veiðibjöllunni sitt af hverju, sem til félst hjá okkur matarkyns. Var hún lystug vel og eigi matvönd. Meðal annars, sem við bárum fyrir hana, voru riklingsroð, langar ræmur. Hefir henni víst litist matarlega á þau, en ])ótt þau hins vegar hörð og ó])jál að gleypa, ])ví að hún rölti með þau út í Sog og lagði þau í bleyti i lygnu við bakkann. Vitjaði hún um þau af og til, þar til þau vóru orð- in nægilega blaut; þá gleypti hún þau. Þetta gerði hún iðulega. Oft kom það í ljós, að veiðibjallan hafði gaman af að leika sér. Við höfðum útieldstæði. Létum við þar bréfadrasl, sem til félst, og notuðum síðan til uppkveikju. Oft náði veiðibjallan í bréf úr eldstæð- inu að leika sér að. Fleygði hún því í loft upp og greip siðan, eða stóð á því og svifti því sundur með nefinu. Var hún bersýnilega ánægðust, er hún náði í stór bréf, einkum hvit. Betra virtist henni ])ykja

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.