Dýraverndarinn - 01.11.1931, Síða 4
54
DÝRAVERNDARINN
en annars er mesta fur'Öa, hvað fuglaungar, svona
yfirleitt, geta torga'Ö miklu.
Allri umhyggju fylgja áhvggjur og svo var það
hjá þessum þrastarhjónum. í fyrstunni vóru heim-
sóknir barnanna þeim mikið áhyggjuefni, en brátt
vöndust þau við börnin. Verra var þó, þegar hund-
urinn minn, hann Bob, var a'Ö slangra nærri hreiðr-
inu, en kom þó aldrei auga á það. Þá settu bæði
hjónin sig til varnar og flögruðu til og írá kring-
um trýnið á Bob og reyndu aÖ narra hann langt
burt úr garðinum. En verst var þegar kettirnir komu,
og þa'ð vóru ekki minna en þrír kettir, sem hvað
eftir annað komu á vixl, til að raska rónni í þess-
ari fugla-paradís. Þeir skriðu með lævisi nær og
nær hreiðrinu, en sýndust aðallega hugsa sér að
fanga sjálfa fuglana, en ekki ungana. Líklega hafa
þeir heldur ekki séð hreiðrið, annars hefðu þeir
verið fljótir að stúta blessuðum ungunum. Það var
vist merki, að þegar einhver kattanna var kominn
á vettvang, þá urðu þrastahjónin hrædd og óróleg
og hófu mestu háreysti af kveini og kalli. Þá fór
einhver á kreik og rak kettina burtu, en stundum
vaknaði ég og aðrir við þessi neyðaróp að nóttu til
og við fórum þá á fætur til að hjálpa fjölskyld-
unni og reka kattarskrattana burtu. Til allrar lukku
varð kisunum aldrei neitt ágengt, og mikil gleði varð
og öllum ál)yrgðarléttir, þegar seinasti unginn var
floginn úr hreiðrinu og öllu var borgið.
En það er saga að segja frá hvernig ungarnir
komust úr hreiðrinu. Eftir því sem þeir uxu varð
þröngt um þá í hreiðrinu. En þeir uxu ekki allir
jafn mikið. Fyrst varð einn svo fær og stór, að
hann var kominn að því að geta flogið, en þó ekki
fleygur. Þá hvarf hann eina nóttina. Svo þroskaðist
sá næsti eftir I—2 sólarhringa og varð álíka stálp-
aður. Þá hvarf hann, og svona koll af kolli, þar til
allir vóru horfnir. í fyrstu vórum við, sem fylgd-
umst með þessum húskap, áhyggjufull út af því,
hvernig ungarnir kæmust úr hreiðrinu, enda vissum
við ekkert hvað af þeim var orðið. Við héldum að
kettirnir hefðu náð þeirn jafnskjótt og ]>eir hefðu
oltið út og færu a'ð hrölta á jörðinni. En þá var
það að Anna, ein af hjúkrunarnemunum, varð sjón-
arvottur að ]jví, hvernig alt atvikaðist. Hún sá hvern-
ig móðirin lét ungann skreiðast upp á hakið á sér
og var timakorn að koma honum til að fóta sig þar.
Síðan flaug hún með hann hurtu og kom honum
fyrir á afviknum stað inni í ribsberjarunni úti í
garðshorninu. Seinna sáum við alla ungana vera að
flögra til og frá innan um limið. Og mikið gladdi
það alla hlutaðeigendur.
Eg vildi nú óska öllum brúðhjónum i mannheimi,
en sérstaklega þeim, sem hér sitja, að þeim megi
auðnast að koma afkvæmi sínu eins vel á legg eins
og þeim tókst þessum þrastarhjónum. Og eg vil
óska þeirn, að þeirra hjónaástir og foreldraumhyggja
megi jafnast við það sem hér varð raun á.
Og yður, brúður góð, sem eg þekki svo vel frá
þvi þér vóru'Ö barn, vil ég að endingu ávarpa sömu
orðum og skáldið Hómer lætur Odysseif ávarpa Ná-
siku konungsdóttur í Fæakalandi:
„Guðirnir veiti þér alt, sem þú æskir í hjarta
þínu og gefi þér mann og hús og gott samlyndi.
Því ekkert er hetra og ágætara, en þegar maður og
kona búa í húsi saman samlynd i hugum. Það er
öfundarefni óvinum þeirra — (ef nokkurir eru) —
en gleði vinum þeirra; eu bezt hafa þau af því sjálf."
Frægur köttur.
Borg ein, er Goshen nefnist, liggur í New-York-
ríki i Bandaríkjum Norður-Ameríku.
Um það leyti, sem saga þessi gerist — laust eftir
síðustu aldamót —, var borg þessi á æskuskeiði. En
þó var sá annmarki á Gósenlandi þessu, að vatns-
skortur svarf mjög að íhúum borgarinnar. Kvað svo
ramt að þessu, að fyrirsjáanlegt ])ótti, að vatns-
skorturinn mundi draga úr eðlilegum vexti og fram-
þróun borgarinnar, svo að hún yrði undir í sam-
kepni við nágrannaborgir sínar, er hetur vóru sett-
ar að þessu leyti.
Til þess að ráða hót á þessum vandkvæðum, var
ákveðið að leiða vatn til borgarinnar frá einhverj-
um þeim stað, sem hæfilegur þætti.
Mönnum kom saman um, að tveir sta'ðir kæmu
aðeins til greina i þessu efni. Annar þeirra var
brunnur, sem var eign rjómahús og lá í rúmlega
þriggja km. fjarlægð frá horginni, en hinn staður-
inn var uppsprettulind, kölluð „Lindin vellandi“,
vegna þess, hvað vatnið streymdi af miklu afli frarn
úr iðrum jarðar í ker það eða ketil, sem lindin