Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1931, Síða 6

Dýraverndarinn - 01.11.1931, Síða 6
56 DÝRAVERNDARINN svipurinn hans. En mennirnir, sem sáu hann hverfa niður í opiÖ á dœlupípunni, ætluÖu aldrei aÖ trúa sínum eigin augum; svo hissa urÖu þeir, er þeir sáu hann heilan á húfi, Brátt spurÖist um björgun Tomma úr „Lindinni vellandi" og rann þá upp fyrir mönnum hve mikið happaverk Tommi hefÖi unnið borginni með þessari frægðarför sinni. Var nú öllum bollaleggingum um Tommi. kaup á „Lindinni vellandi" lokiÖ, en i þess staÖ ákveðið, aÖ leiða vatn úr brunninum. Þess varð nú skamt aÖ bíða, aÖ blöðin þar i nágrenninu birtu greinar um þetta merkilega af- reksverk Tomma. Og síðar tóku stórblöðin sög- una upp, og fluttu hana um þvera og endilanga álfuna. Má óhætt fullyrða, aÖ Tommi hafi um langt skeið veriÖ einhver frægasti köttur í vesturálfu heims, fyrir þetta afrek sitt. Og vitanlega varÖ hann uppáhald og átrúnaðargoÖ Goshenborgar, og hvarvetna í hávegum hafður. Og um það var lengi rætt á meðal borgarbúa, aÖ sjálfsagt væri aÖ reisa Tomma veglegan minnisvarÖa, sem eins af mestu og beztu bjargvættum borgarinnar. Þótti mest við- eigandi, að hafa minnisvarðann gosbrunn, með lík- neski af kisu í fullri stærð. Ekki hafði þó orðið lir framkvæmdum, er saga þessi var birt, en að öllum líkindum hefir minnisvarðinn verið reistur síðar, þótt Dýraverndarinn hafi ekki haft öruggar spurnir af því. (Lausl. þýtt úr Wide World Magazine). Kæpa. í Hamrahól í Holtum í Rangárvallasýslu var eitt sinn tík, sem Kæpa var nefnd. Var hún líkust sel á litinn, og af því mun nafnið hafa verið dregið; mjög falleg bæði i vexti og hárfari, enda snögg- hærð og strykin, svo áð jafnan gljáði á skrokkinn. Sumar eitt var ég kaupakona á Syðri-Hömrum. en sá bær er næstur Hamrahól og mjög skamt á milli. Þá um vorið hafði Kæpa gotið, en hvolpun- um lógað strax, nema einum, sem henni var lofað að hafa hjá sér, en fara átti að Syðri-Hömrum þeg- ar hann stálpaðist. Lét Kæpa sér mjög ant um livolp- inn og sýndi Jhonum ást og móðurlega umhyggju í öllum atlotum sínum. En einmitt um það levti, sem eg kom í kaupa- vinnuna, þótti hvolpurinn svo vaxinn orðinn, að hann var tekinn frá móðurinni og farið með hann að Syðri-LIömrum. Og vegna þess hvað skamt var á milli bæjanna, var þess vandlega gætt, að hvolpur- inn færi ekki til sinna fyrri heimkynna. Ekki fór það dult, að mjög sá Kæpa eftir hvolp- inum, og eigraði fram og aftur eirðarlaus og utan við sig. Þó harkaði hún af sér fyrst í stað, og fór ekki heim að Ilömrum, til þess að vitja um hvolp- inn. En oft sáum við hana á gægjum, og að því er virtist með óskifta athygli á ])ví, sem var að gerast á Ilömrum. Höfðum við þá fyrir satt, að Kæpa væri að reyna að verða einhvers vísari um hvolpinn sinn. Loks kom að þvi, að hún gat ekki unað við það að sjá ekki hvolpinn eða vita neitt um hann. Dag einn var ég stödd úti á túninu á Hömrum og sá hvar Kæpa kom og læddist hægt og lúpulega heim að bænum. Þóttist ég vita um erindi hennar og fékst ekki um. Llafði hún skamma dvöl heima við bæinn, áður en hún sneri aftur til baka, og var þá hvolpurinn í fylgd með henni. Skreið hún á milli þúfna og reyndi að láta sem minst á sér bera. Fór hún rétt fram hjá mér og leit vinalega til mín, en þó eitthvað svo biðjandi; fanst mér ég geta lesið úr augum hennar að hún bæði mig að hefta elcki för sína, og segja ekki til sín. Og þegar hún sá að ég ætlaði að verða við bæn hennar, leit hún til mín þakklátum aúgum og virtist bæði örugg með sig og ánægð.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.