Dýraverndarinn - 01.11.1931, Síða 7
DÝRAVERNDARINN
57
En vonir hennar og heitustu óskir móÖurhjartans
áttu ekki aÖ rætast í þaÖ sinn. Heima á Hömrum
var hvolpsins saknað og strax farið að gá að hon-
um. Sást þá fljótt hvar Kæpa var að læðast heim-
leiðis með hvolpinn, enda var hún skamt á veg kom-
in. Urðu þá einhverjir til þess að veita þeim eftir-
för; var hvolpurinn tekinn, en Kæpa snupruð og
henni skipað að snáfa heim til sin. Tók mig sárt
til hennar og sagði eitthvað á þá leið, að ónær-
gætnislega væri þetta gert við móðurina, sem ekki
hefði annað til saka unnið, en að sýna í verki sanna
ást til afkvæmis sins og umhyggju fyrir því. En
mér var ekki svarað öðru en þvi, að hvolpurinn
mætti ekki venjast á að vera að flækjast á aðra
l)æi; hann mundi þá aldrei tolla heima, en vera í
Hamrahól öllum stundum.
Ég ])óttist sjá og skilja, að ég mundi engu fá
breytt né umþokað í þessu efni, og gekk ])vi til
Kæpu. Hún hafðði látið þar fyrir berast, sem hvolp-
urinn var tekinn frá henni og lá þar fram á lappir
sinar. Þegar hún sá mig nálgast, lyfti hún upp höfð-
inu og dillaði skottinu ofur hægt, en augu liennar
stóðu full af tárum og runnu þau niður vangana.
Ég var nú ekki sterkari á svellinu en svo, að mér
rann til rifja sú mikla sorg, sem lesa mátti úr aug-
um og svip þessarar vesalings móður, sem skanim-
sýni og skilningsleysi mannanna hafði svo hart leikið.
Og ég þráði svo mjög að geta huggað hana og létt
raunir hennar, ef þess væri nokkur kostur. Ég sett-
ist á þúfuna hjá henni og klappaði henni og strauk
hana alla, eins hlýlega og mér var unt. Hún virtist
kunna þvi vel og sleikti hendur rninar vinalega og
dillaði skottinu. Eitthvað reyndi ég að'tala við hana;
og þó ég hafi nú gleymt hvernig þau orð féllu, þótt-
ist ég sannfærð um þá, að hún mundi skilja mig
og vera mér þakklát fyrir.
Stundarkorn sat ég hjá Kæpu og strauk henni
og klappaði. Þegar ég stóð upp, reis hún einnig á
fætur, flaðraði vinalega upp um mig og reyndi að
sleikja hendur mínar; það var þakklæti hennar fyrir
þann litla samúðarvott, sem ég hafði reynt að sýna
í raunum hennar. Síðan skildum við; ég fór aftur
til vinnu minnar og litlu siðar lagði Kæpa á stað
hcimleiðis.
Ekki reyndi Kæpa framar að ná fundi hvolpsins,
né að lokka hann heim til sín. En næstu daga sá
ég hana oft á gægjum heima hjá sér, og mændi
hún þá heim að Hömrum,
Miskunnsemi við fugla.
í haust, þegar svölurnar vóru að fljúga til Mið-
jarðarhafslandanna í stórhópum, skall á þær hríð og
kuldi skamt írá austurrísku Ölpunum. Upþgáfust
svölurnar þar og gátu enga björg sér veitt. En þá
kom dýraverndunarfélagið þeim til hjálpar, lét safna
saman öllum þeim lifandi svölum, sem fundust, og
sendi ])ær með flugvél yfir Alpana til ítalíu. Og þeg-
ar þangað kom í hlýindin, lifnuðu svölurnar við og
gátu haldið áfram för sinni. A myndinni sést það
þegar verið er að flyjta stóran kassa fullan af svöl-
um um borð í flugvél.
(Lesbók Morgunbl.).
Sagt er að tíminn lækni öll sár, og svo fór hér.
Þegar frá leið virtist Kæpa hafa gleymt sorgum sín-
um og sætta sig við, eins og komið var. En í hvert
sinn, sem fundum okkar bar saman, fagnaði Ivæpa
mér með miklum vinalátum, eins og hún vildi með
]>ví sýna, að hún væri seingleymin á það, sem henni
var vel gert. En það er meira en sagt verður um
suma menn.
Arina Sigurðárdötfir
frá Þjótandáv