Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1931, Page 9

Dýraverndarinn - 01.11.1931, Page 9
DÝRAVERN DARINN 59 er hann var vanur að hringja, þá einhver piltanna skyldi koma. Frosti hét og af lit, aÖ eg meina. En Ráðvaldur var hans hinn siÖasti reiÖhestur; [hann'var reistur og rikilátur].. Hann (þ. e. lögmaöur) átti hér um sextiu hesta i þaÖ minsta, [eÖa jafnvel um 90 og stundum fleiri], cr allir höfðu hvert sitt eigiÖ nafn, fáir af lit, en flestir af einhverjum tilfellum, og nokkurir fáeinir af þeim stööum, sem þeir vóru frá komnir.......... | Áburðarhestar hans hétu Snati, Valnr, Bursti, Paufi, Þibbur og margt fleira]. Dyrgja hét stóðmeri, er steingráir hestar vóru undan.......“* „Krakkarnir mínir!“ Það var á útmánuðunum i fyrra (1930) að eg var ein að leita að lömbum. Tekið var að skyggja, er eg lagði að heiman, og ilt að átta sig í hrauninu, en lömbunum varð að ná, því að kalt var í veðri og þau óvön að liggja úti. Eg sá ekki nema nokkura faðma frá mér, enda tók eg oft feil á gráum steinum og „elsku litlu krökk- unum“, en svo kallaði eg gemlingana heima við. Og nú dettur mér það ráð i hug, að kalla á „elsku litlu krakkana mina“. Skömmu síðar heyri eg jarmað nokkuð langt í hurtu. Gekk eg á hljóðið og kallaði öðru hverju, og alt af var mér svarað með sama söngnum: „Me-e." Loks fann eg lömbin, þrátt fyrir myrkrið og ófær- urnar, og segi við þau: „Elsku litlu krakkarnir mínir, komið þið fljótt heim.“ Hélt eg síðan heim- leiðis og gemlingarnir á eftir mér. Myrkrið var nið- dimt, og þvi ekki auðvelt að finna bezta og greið- færasta veginn. En stefnunni hélt eg, og það dugði. Margir kunna að ætla, að lömhin hafi elt mig af matarást, það er að segja, að eg hafi gefið þeim * Vísnakver Páls Vidalins, Kaupm.h. 1897, 1)ls. LXXII—LXXV. Neðanmáls á bls. LXXV segir dr. Jón Þorkelsson: „Jón Ólafsson ritar all-langa klausu á latínu um hesta Páls í orðbók sinni (undir hestur), en segir þar sumt dálítið öðruvísi en hér.“ Prentar dr. Jón klausu ]>essa í islenzkri þýðingu, og er ])að- an tekið það sem stendur á milli | ] hér að ofan. mannamat, en svo var þó ekki, því að þau vóru ein- göngu fóðruð á heyi. Heim í hús komust þau þessa nótt fyrir það eitt, að eg hafði talað við þau um veturinn, alveg eins og litla krakka, og því höfðu þau ekki gleymt. Vinsemd, hvort heldur í orðum eða verkum, veltir oft þungum steinum úr brautunni, og mörg megum við skammast okkar fyrir vanrækslu í því efni. Pál'ma M. Þorlcifsdóttir, Hafnarfirði. Minnishók ferðamanua. Svo heitir kver, sem Sigurður meistari Skúlason tók saman, en Óskar Gunnarsson gaf út. A síðari árum hefir mjög aukizt áhugi manna að ferðast um landið og kynnast fegurð ])ess og mikil- leik. Var því full þörf á sliku kveri sem ])essu, enda er þar saman þjappað furðanlga miklu af þeim fróð- leik og leiðbeiningum, sem enginn má án vera, er ferðast um landið sér til gagns og skemtunar. Eru í kverinu meðal annars taldar upp ýmsar bif- reiðaleiðir frá Reykjavík og viðar frá, þeim lýst að nokkuru levti og getið helztu merkisstaða á þeim leiðum. Einnig er og stutt lýsing á helztu fjallveg- unum, svo sem Fjallahaksvegi (nyrz.ta), Sprengisandi, Kjalvegi, Kaldadal og Arnarvatnsheiði og leið til Dyngjuf jalla. Þá er skrá yfir nokkurar vegalengdir frá Reykja- vílc og Borgarnesi til ýmissa staða víðsvegar á land- inu og mun sá fróðleikur, elcki hvað sizt, kærkom- inn mörgum ferðamanni. Einnig er þar að finna hæð nokkurra fjalla og jökla, og nefndar helztu veiðiár og veiðivötn. Auk ])essa eru i kverinu smá greinar um flugferð- ir, útilegu. hjálp i viðlögum, ljósmyndun á ferðalög- um, og ýmislegt fleira. Islandsuppdráttur fylgir. svo og kort yfir alla l)ifreiðavegi landsins, og gegnir furðu, hve langt og vítt þær leiðir ná, sem þjóta má nú orðið á bifreiðum. Kverið er í hæfilegu vasahroti og kostar aðeius eina krónu. Verður ekki annað sagt, en að það sé báðum til sónta, höf. og útg., og þarf varla að efa, að ]>að muni verða mörgum ferðamanni til gagns og gleði að eignast það og hafa með sér í ferðalögum.

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.