Dýraverndarinn - 01.11.1931, Side 10
6o
DÝRAVERNDARINN
Til kaupenda.
Þó a'Ö Dýraverndáranum þylci leitt, þá verÖur ekki
hjá því komizt, að vekja athvgli á, a'ð mjög treglega
hefir gengið á þessu ári, að .fá andvirði hlaðsins
greitt. Eins og kunnugt er, þá er gjalddagi ldaðsins
settur i. júlí ár hvcrt, og ætlazt til að frá þeim degi
megi reikna með, að andvirði hlaðsins greiðist af-
greiðslumanni skilvíslega. En nú hefir svo farið, að
mjög lítilkhluti af andvirði hlaðsins hefir, enn sem
komið er, borizt ‘afgreiðslumanni.
Að vísu er það vitað, að kreppa sú, sem skollið
hefir yfir þjóðina, gerir mörgum manni erfitt að
standa í skilum, og að einstaklingar hafa i. mörg
horn að líta um afkomu sína og sinna. En þegar
hins er gætt, að hér er um svo litla upphæð að
ræða fyrir hvern einstakan kaupanda blaðsins, þá
verður að álykta sem svo, að fremur muni þó vera
um hirðuleysi að kenna, en getuleysi, að svo hefir
farið um greiðslu fyrir blaðið i þetta sinn, eins og
raun ber vitni. Því yerður og tæplega neitað, að tíðk-
azt hefir helzt um of,. að menn dragi við sig að
greiða blöð á réttum gjalddaga, en slíkt kemur sér
ærið illa fyrir þau blöð, sem ekki standa á traust-
um fjárhagslegum grundvelli..
Dýraverndarinn hefir ekki á öðrú að byggja fram-
tíð sina, en áhuga sem ílestra góðra manna'og dýra-
vina fyrir því rnikla mannúðar- og uppeldismáli allra
þjóða, sem hann berst fyrir: að þroska .og glæða
þann skilning á öllu þvi, sem stefnir að verndun
dýra og bættri meðferð þeirra.
En hvar er þá áhugi ykkar, góðir dýravinir, ef
þið reynið að humma íram af ykkur að greiða þessa
litlu upphæð — aðcins þrjár krónur -—, sem blaðið
kostar á ári ? Og finst ykkur vansalaust til þess
að hugsa, aÖ svo getur farið, að Dýraverndarinn,
eina málgagn dýranna hér á landi, verði að draga
sainan seglin, koma sjaldnar út, fækka myndum, eða
ef til vill að leggjast með öllu niður, aðeins vegna
hirðuleysis kaupendanna um að greiða andvirðið?
En slíkt má aldrei um ykkur spyrjast, góðir dýra-
vinir!
DÝRAVERNDARINN
kemur að minsta kosti átta sinnum út á ári.
Dýraverndarinn er ódýrasta blaðið, sem nú er
gefið út hér á landi- Argangur hans kostar að eins
3 krónur.
Ætlunarverk Dýraverndarans er að vimia að upp-
cldis- og menningarmáli allra þjóða, en þaS er sú
siðbót, sem fram kemur i verndun málleysingja og
miskunnsemi viS munaöarlausa.
Dýraverndarinn er oft prýddur myndum, og i
honum munu verSa ritgerSir og sögur eftir ritfæra
menn og merka.
Dýraverndarinn vill vinna sér traust og hylli
allra góSra manna, ungra og gamalla. Og er eigi
sízt leitaS liSsinnis kennara og ungmennafélaga um
aö kynna blaSiS.
Þeir, sem útvega 5 kaupendur að Dýravemdar-
anum, eSa fleiri, fá 20°/o i sölulaun.
Þeir kaupendur Dýraverndarans, sem enn eiga
ógreitt andvirSi hans, eru vinsamlega beSnir aS gera
skil sern allra fyrst.
Afgreiðslumaður
HJÖRTUR HANSSON,
Austurstræti 17. — Reykjavik. — Pósthólf: 566.
Hundurinn og stúlkan.
ViS Kingsdown í Englandi tólcu menn eftir, aS
hundur einn gelti ákaflega og i langan tíma neðan
viö 200 fetá háa hamra. Þótti athæfi hans undar-
legt og var fariS aS gá aS hverju þaS sætti. Kom þá
í ljós, aS hundurinn sat þarna yfir meSvitundar-
lausri stúlku, sem hrapaS hafSi fram af hömrun-
um. Var stúlkan flutt á sjúkrahús, en lézt þar.
(Alþbl.)
Alf efni,
sem í blaðinu á að birtast, sendist ritstjóranum, en
hcimilisfang hans er á Grettisgötu 67, Reykjavik. —
Állskonar sögur um dýr, vitsmuni þeirra og háttu,
eru vel þegnar.
Ritstjóri: Einar E. Sæmundsen.
Útgefandi: Dýraverndunarfélag íslands.
FélagsprentsmiSj an.