Dýraverndarinn - 01.12.1934, Side 9
DÝRAVERNDARINN
61
sínu og virðingu misbo'ðiö, er eg vildi hafa annan
liund honum til aðstoðar, og ofan í kaupið ónýtan
hvolp, sem ekkert gat og enn minna kunni! En þó
sigraði þetta stórlyndi, trygð hans og meðfædd
smalahneigð, því að sjaldnast hafði eg hóað nema
skamma stund, og hent hvolpinum, er Hauk skaut
]>ar upp cinhvers staðar nærri, og var þá hinn bezti.
— Annars haf'ði hann mætur á hvolpum og lék sér
við þá, jafnvel á gamals aldri.
A efri árum Hauks varð eg mér úti um hvolp,
sem eg hugsaði mér, a'ð tæki kannske viö af honum,
eða létti að minsta kosti öldungnum vörzlustarfið, er
jafnan liafði verið ærinn starfi einum rakka. Þaö
mun hafa verið um nýárið, sem hvolpurinn kom
hingað. En seint á Þorranum var þa<5 eitt sinn, a<5
all-mikilli lausamjöll hlóð niður. Morgun einn rauk
hann svo upp á sunnan með úrhellings rigningu og
varð þá krapasull um alla jörð. Eg var vanur að
gegna fénu á morgnana, en dró það fram á daginn
í von um, að veðrinu létti. En er svo varð ekki,
mæltist eg til vi'ð piltana, að þeir gæfi fyrir mig
lömhunum og ánum í Sauöhústúni. Sjálfur hjóst eg
til að gefa veturgömlu ánum, en þær vóru i húsun-
um í fjallinu beint upp frá bænum. Þegar eg var
kominn skamt upp í brekkusneiðingana, sá eg hvar
Haukur kom upp túnið og hafði hvolpinn með sér.
Kallaði eg þá til hans, og sagðist ekkert vilja með
hann hafa, en hætti svo við og hyrsti mig nokkuð:
„Farðu strax heim með hvolpinn, Haukur!“
Gegndi hann því, og snéri heimleiðis. — Annars
var ]rað venja hans að fylgja mér jafnan á húsin,
og þurfti aldrei að kalla á hann. Sama var og, ef
annar gegndi í minn staö, þá fylgdi hann honum,
og alt af ótilkvaddur.
En nú víkur sögunni austur að Sauðhústúni. Þeg-
ar piltarnir vóru að enda við að gefa ánum, kom
Haukur til þeirra og var þá einn síns liðs. Beið
hann rólegur, unz gegningum var lokið, og fylg'd-
ist svo með piltunum heim á leið. Þegar ofan úr
brekkunum kom stefndu þeir út með fjallinu, þvi að
lokiö höfðu þeir við að gefa lömbunum, er þeir
komu a'Ö heiman. En er Haukur sá, að ekki átti að
koma við í Dúðu, tók hann á rás þangað, hvarf
fyrir lambhúshornið, en kom þó von bráðar, og
var þá með hvolpinn í eftirdragi. Hafði liann geymt
hvolpinn í lamhhúsdyrunum, en þar var aíl-mikið
rými framan við hurðina. Sennilega hefir hann ekki
treyst hvolpinum að ösla krapaelginn upp í fjall,
Vetur.
Hristir skalla skógargrein.
Skænir allar móður.
Bgrgir mjallar-blæja hrein
bleikan uallar gróðar.
Fjallatóin fölnar væn,
faldar snjóum víðir.
Einiklóin iðjagræn
auðan móinn prýðir.
Xæða vindar fjöllum frá,
fannir strindi þekja.
Ljósar myndir líða lijá,
lítið yndi vekja.
Mjöllin þyknar. Felast fræ.
Flestum viknar bráin.
Álút kikna undir snæ
ellibliknuð stráin.
Ljósi vetur, láttu mér
Ijómann betur skína.
Fæstir grta fagnað þér,
fegurð metið þína.
E r 1 a.
eða ef til vill verið smeykur um að verða gerður
afturreka ef hann kæmi með hvolpinn upp eftir. —
Ekki gat þó lánazt, að hvolpur ])essi yr'ði Hauk
aö liði, eða tæki vi'ð af honum. Þegar átti að fara
a'ð venja hann kom i ljós, a'ð hann var heyrnarlaus,
og varö því að lóga honum.
I vesturhænum var litil telpa á öðru ári, er svo var
hrædd við hunda, að í hvert sinn, sem hún kom
aúga á þá einhvers staðar nærri, heyg'ði hún af og
fór að gráta. Eitt sinn, er komið var með barnið
hingað inn í baðstofu, lá Haukur fyrir á gólfinu,
en harniö fór að gráta samstundis og það kom
auga á hundinn og linti ekki á hljóðunum. Var þá
Hauk sagt, að litla stúlkan væri hrædd við hann, og
yrði hann því að verða á burt. Gegndi hann því
þegar. og lét þá barnið huggast. En í hvert
sinn, upp frá þessu, sem komið var með barnið
hingað og Haukur var inni, labl)aði hann út, án