Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.12.1934, Síða 11

Dýraverndarinn - 01.12.1934, Síða 11
DÝRAVERNDARINN 63 Hóftungan. Fyrir tveim árum ritaöi eg og gaf út smákver, er eg nefndi „Medfcrð hesta" * I kveri þessu mint- ist eg lítilsháttar á hóftungu hestsins, og benti í þvi sambandi aöallega á tvent, sem allir þeir, er meðhöndla hesta, verÖa aÖ hafa fast í huga, að sjá urn að hestar standi eigi í saur og bleytu á með- an þeir eru í húsi, og um fram alt að gœta þess, að tálga aldrei hóftunguna. Til þess nú aö árétta þessi ummæil mín, og'jafn- framt veita almenningi fyllri fræðslu í þessu efni, ætla eg, í eftirfarandi línum, að taka upp ýmis- legt, sem frægur enskur dýralæknir og prófessor, W. Jones Anstey að nafni, segir um hóftunguna og járningu hesta. Um þetta farast honum, meöal ann- ars, orö á þessa leið: „Um sextigi af hverju hundraði hesta í Englandi, eru að meira eða minna leyti haltir sakir heimsku hesteiganda, öku- og járningamanna.“ Þetta er þung ásökun, en þar sem að orð þessi eru höfð eftir jafn þekturn prófessor 0g hér um ræðir, verður að taka þau trúanleg. En eg læt prófessorinn halda áfram: „Jafnskjótt og almenningur fer að viðurkenna og skilja, hvað lítið hann veit um hina flóknu bygg- ingu fóta og hófa hestsins, hættir hann öllum skottu- lækningum og kreddum á því sviði. Það eru til- tölulega fáir menn, sem nokkuð vita í þessu efni, og jafnvel þeir, sem allan sinn aldur hafa lifað á vinnu hestsins, vita svo lítið urn byggingu hófsins, að þeir, sakir fávizku sinnar, gera þessum trúa vini sínum örðugt fyrir um starfið, og skaða hann með því um langan aldur, og stundum jafnvel æfilangt. Það er ekki auðvelt, í fáum orðum, að skýra eins og þyrfti, hver áhrif hóftungan hefir á fætur hests- ins og hreyfingu. Hún gerir meira en að draga úr höggi því, sem hófur og liðamót verða fyrir þegar hesturinn stígur í fótinn. Hún gerir hestinum einn- ig kleift að standa á töluverðri hálku, og er það sjálfum honum, og þá ekki síður riddaranum, fyrir beztu. í hóftungunni eru 42 hlutar vatns, en 58 hlutar vaxkent efni, sem á upptök sín í kirtli í hófbotnin- um. Hóftungan er þvi mjúk og teygjanleg, líkist einna helzt togleðri, enda lætur hún undan líkams- þunga hestsins, þegar hann stígur í fótinn, og víkk- * Má kverið skoðast viðbót bókarinnar „Hestar“, sem við Einar E. Sæmundsen tókum saman, og Steindór prent- smiðjustjóri Gunnarsson gaf út árið 1925. Einn kafli þeirr- ar bókar fjallar um járningu liesta, og er þar vikið að ýmsu, sem nauðsynlegt er að vita um hóftunguna og hirð- ingu hennar. ar út hófinn. En þessi viturlega ráðstöfun náttúr- unnar fær því aðeins notið sín og komið að fullu gagni, að hóftungan sé ekki skert á neinn hátt. Þegar hesturinn gengur áfram færist líkamsþungi hans til skiftis á fæturna, og er þá hóftungunni ætlað að nema við jörðu, á meðan þungi hestsins hvílir á fætinum. Líkamsþungi hestsins heldur því hóftungunni í réttri þenslu, en af því leiðir aftur, að öll hreyfing hestsins verður í fullu jafnvægi. En því aðeins tekst hóftungunni aö vinna þetta hlutverk sitt, að forðast sé að nota skeifur með sköflum eða hælahökum, því að allar slíkar skeif- ur koma í veg fyrir það, að hóftungan geti numið við jörðu. Þá er það vitanlegt, að á framfótum hestsins hvíl- ir rnesti þunginn, enda fer svo að öllum jafnaði, að það verða framfæturnir, sem fyrst gefa sig, þótt hesturinn sé hraustur að öðru leyti. Og mun óhætt að fullyrða, að oft sé þetta skammsýni mannanna að kenna og hirðuleysi. Þeir tálga hóftunguna, sem alls ekki má gera, eða láta hana rotna og eyði- leggjast með öllu, sakir vanhirðu. Hófveggja-skemdir og hófsprungur stafa aðal- lega af notkun hælahaka og hinna andstyggilegu táhaka. Skeifur með hæla- og táhökum hindra al- gerlega að hóftungan nemi við jörðu. Búast má við, að þeir hestar, sem um langt skeið hafa orðið fyrir vanhirðu og rangri meðhöndlun hóftungunn- ar, en snögglega skiftir um til hins betra, kveinki sin fyrst í stað. En um það skal ekki fást, því að við áreynsluna breytist hóftungan smátt og smátt og þroskast svo, a'ð hún nær aftur sinni réttu lögun. En til þess að flýta fyrir, að svo megi ver'ða, er gott að þvo hóftunguna úr volgu vatni í hvert sinn og hætt er að nota hestinn. Margra ára van- hirða á hóftungunni veröur þó ekki bætt á skömm- um tíma.“ Annar frægur dýralæknir segir: „Því mcira, scm reynt cr á hóftunguna, þvi sterk- ari og broskaðri verður hún.“ Enn bætir prófessor Anstey við: „Hinir sléttu tjörubornu vegir, sem nú tíðkazt, eru jafnan hættulegir fyrir hestana, og mætti halda að enskir vegamálastjórar séu að keppa að því, að út- rýma með öllu liestum af vegunum. Bifreið útheimtir dýran og lærðan vélamann, en óvéllærður maður getur stjórnað hesti og vagni, og verður ódýrara í rekstri, en bifreiðin, og fyrir slík farartæki er því ástæðulaust að hafa vegina eins og hálagler. Enn þá eru akhestar á vegunum, og því er það mjög áríðandi að forða þeim frá ónauð- synlegri áreynslu á vöðvum og sinum, sem nýmóð- ins vegir hafa í för með sér. Þetta verður bezt gert með því að járna hestinn með þunnum slétt- um skeifum, því að þá getur hóftungan notið sín og haldið fótum hestsins í því lagi, sem náttúran ætlazt til.

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.